Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 17
Bodin-kirkja.
gestum sínum gömlu sóknarkirkjuna, Bod'n kirkju,
sem þegið er með þökkum.
Skammt frá kirkjunni er stór kirkjugarður, er vekur
athygli vegna sérstaklega góðrar umgengni, og gildir
það sama um alla grafreiti, sem séðir voru í þessari
ferð. Grafir ekki upphlaðnar, því er reiturinn aðeins
slétta, þéttsetinn bautasteinum, án grinda eða tildurs í
kring. Letur fornra steina virtist endurskyggt. Hér
var auðséð ræktarsemi sýnd löngu gengnum feðrum
og mæðrum.
Sá hluti garðsins, sem lá fram með veginum var
hlaðinn úr grjóti og þakinn grassverði. Gengið var til
kirkju, sem er byggð á 12. öld hlaðin úr múrsteini með
geysi þykkum veggjum, eða um tveggja metra þykk-
um. Fyrstu gluggar kirkjunnar voru aðeins 25 til 30
cm breiðir því var kirkjan mjög dimm. En um árið
1600 voru gluggar kirkjunnar færðir í þá stærð sem
þeir hafa í dag. Sóknin, sem er geysistór, nær yfir
6440 ferkílómetra, og er eldri en þessi kirkja, og vitað
er að hér var áður guðshús byggt á sama stað. Um 1700
jókst fólksfjöldinn í sókninni svo mikið að kirkjan var
stækkuð til suðurs. Þetta síðuskip kallast enn „nýja
kirkjan“ þó það sé um 200 ára gamalt. I einn vegg þess
er greyptur legsteinn frá 1666, sóknarprestsins Hans
Lauritson Blix, er gaf altaristöfluna í kirkjuna, er var
sett upp 1667. Altaristaflan er sérstætt listaverk og einn
af merkustu gripum Noregs. Þar er einnig altarisborð
með þykkri marmaraplötu talið frá árinu 1300. Það er
einnig predikunarstóllinn frá 1650. Árið 1753—54 eru
þessir fornu dýrgripir endurmálaðir af þýskfæddum
manni Gottfried Ezechill, letur allt af ekta gulli gert,
eða silfri. En verkið kostaði eða greiddi N. Chr. Friis
biskup. Gömlum bónda verður hér margt að undrunar-
efni, er hann lifir sögu feðra sinna í þessu æfaforna en
veglega húsi, og ekki er það á hans færi að lýsa þeim
tilfinningum, sem hrærðust í brjósti hans þar sem hann
stóð á kirkjugólfinu með húfuna í hendinni við hlið
Rolf Stóver. En auðséð var að báðum var þessum fjar-
skyldu frændum þetta heilög stund.
Og ekki hefur honum verið fjárvant, honum séra
Blix, þegar hann gaf altaristöfluna til kirkju sinnar. En
hvað þetta listaverk kostaði í þá daga fæst ekki svar
við. Sóknarpresturinn í Bodín var einnig kannski við
dómkirkjuna í Niðarósi og bjó þar mestan hluta af
árinu, en þessari stóru sókn þjónað af kapelánum.
Ljúfar stundir líða fljótt, áfram verður að halda og
nú til kaupstaðarins Bodp. Héraðið er 864 km2 að stærð
með 31.100 íbúa og Bod0 fékk kaupstaðarréttindi 1816.
Á árunum 1860—70 stækkaði bærinn mjög ört, á síldar-
árunum, er hún næstum óð á land upp. Síðan hefur
vöxtur bæjarins verið hægari og jafn. Að því hefur
stuðlað góð höfn, góð fiskibátaútgerð, vegir, jám-
brautarstöðin og flugvöllurinn og hafa hjálpast við að
skapa nýtískulegan fiski- og verzlunarbæ.
1940 voru í Bod0 720 hús. En 27. maí brunnu 420
þeirra í loftárás Þjóðverja. Elliheimili og sjúkrahús
sluppu við tortímingu vegna staðsetningar utan við
bæinn og fólk flýði til skógar. Eftir stríðið var bær-
inn endurreistur, og vöxtur hans verið ör s'ðan. Hluti
aðalgötu bæjarins er aðeins göngugata. Þar er stór
blómasölu-skáli, sem tengdasonur Stóver hjónanna rek-
ur, og dóttir þeirra er þar við afgreiðslu og er kvnnt
fyrir Flóabónda, skipst er á hlýju brosi. Ungu hjónin
reka gróðurhús sunnan Bod0. Er það hitað með olíu,
en ekki borgar sig að rækta tómata við þær aðstæður,
aðeins blóm, sem hér eru seld, og einnig send til og
seld á fjarlægari stöðum bæði sunnar og allt norður í
Tromsö.
Frú Stóver og bóndakonan dveljast hjá blómunum,
meðan Rolf sýnir bónda það sem hann fýsir að sjá.
Víðar en á íslandi finna menn til skyldunnar, því banki
bændanna er valinn til að fá peningum skipt og þar
seldar ávísanir. Næst er gengið til mjólkurbúsins. Þang-
að eru bílar að koma hlaðnir mjólkurbrúsum, sem raðað
er í stóra, jámslegna kláfa, sem komið hafa með skip-
um frá eyjum og víkum. Þessum kláfum er skipað út
og upp með véla-afli og raðað á bílpallana, en þaðan
fara brúsarnir á færiband við stöðvarvegg, er flvtur þá
að mjólkurvigtinni. Einnig eru tankbílar í flutningum,
þróun til nvrra atvinnuhátta.
Bodin-kirkja séð aö innanveröu.
Heivta er bezt ‘565