Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.11.1977, Blaðsíða 31
hefðar, sem því miður hefur oft verið misnotuð, bæði fyrr og síðar. Þú, forherti fantur, hyggst skora á hólm einn þann réttlátasta og mikilhæfasta konung, sem nú ríkir á vorri jörð. En þetta mun misheppnast hjá þér, eins og allt annað illt, sem þú hefur upphugsað. Að vísu heppnast þér að sleppa við gálgann. En þér hlotnast ekki sú sæmd að eiga vopnaviðskipti við Man- freð konung. Mín er hefndin. Morð þitt á föður mínum og afa slær þetta vopn úr hendi þinni, hertogi. Hólmgöngu skaltu fá, en það er ég, sem þú skalt fást við, en ekki konungur vor. Þetta ber ekki að skilja svo, að ég viti ekki vel, að konungur bæri sigur af ’hólmi í ykkar viðskiptum, enda þótt hann sé sjúkur, og það einmitt fyrir þinn illa til- verknað. Heldur er það hitt, að mín er hefndin að lögum. Ég skora þig hér með á hólm, Grímar hertogi. Undan þeirri áskorun sleppur þú ekki. Konungur vor er laus allra mála í því efni.“ „Sannanir. Sannanir,“ öskraði hertoginn æfur af bræði. „Þú biður um sannanir, Grímar hertogi, fyrir því að hafa myrt eiginmann minn og föður, er þú sazt fyrir þeim, er þeir voru á veiðiför^ léttvopnaðir og algerlega óviðbúnir ófriði,“ mælti Ásta Karlotta. „Þá smásálarlega lítilmenni og fávísa illmenni. Þú baðst eitt sitt um hönd mína. Faðir þinn bar bónorðið fram fyrir þína hönd. Þér var vísað frá. í hefndarskyni sazt þú í launsátri fyrir föð- ur mínum og eiginmanni, eins og áður hefur verið frá skýrt. En þeir og þeirra menn urðu þér þyngri í skauti en þú hugðir. Þeir komust út úr skóginum. Til þeirra sást. Fjölmennur herflokkur þeysti af stað til hjálpar. Þú og þínir menn flýðu inn í skóginn, eins og refir inn í greni. Margir af þínum mönnum höfðu fallið, en ykkur vannst ekki tími til þess að taka þá dauðu með ykkur. Valurinn var kannaður. Hér er innsigluð yfirlýsing um það efni. Þú krafðist sannana. Hér eru þær.“ Ekkjudrottningin rétti Bjarnharði prinsi innsiglað skjal. Bjarnharður tók við skjalinu og mælti: „Yðar kon- unglega tign og aðrir hér samankomnir eruð vottar þess, að innsiglið fyrir skjali þessu er óbrotið. í viðurvist og að ykkur ásjáandi brýt ég innsigli þetta og les það, er á þetta skjal er ritað: „Við undirritaðir vottum, að eftir vandlega könnun og athugun hefur ljóst orðið, að þeir dauðu, sem eftir liggja af árásarliði því er réðst á þá Bjamharð hertoga og Hró- ar konung milda, voru úr liði því, er hertogasonurinn Grímar stýrði. Þessu til sönnunar fylgir með skjali þessu, sverð með fangamarki Grímars hertogasonar. Það fannst skammt þar frá, er orrustan byrjaði. Er allt útlit fyrir, að hann hafi verið afvopnaður og sverðið þeytzt inn í skóginn og ekki fundizt af eigandanum aftur. Eftir eigin ósk, Ástu Karlottu, dóttur Hróars konungs hins milda, sem er orðin ekkja með tveggja ára son sinn, Bjarnharð Ríkharð Ríkharðsson, (seinna nafn sonar míns) er þetta skjal ritað og vottfest. Einnig skal það sagt og vottað, svo eigi verði síðar vefengt, að þeir dóu báðir, Hróar konungur og Bjarnharður Ríkharður hertogi, son- ur minn, af sárum, er þeir hlutu í þessari óvæntu árás. Skal því litið svo á, að Grímar hertogasonur sé valdur að dauða þeirra beggja. Verður að álíta þetta níðings- verk, og Grímar hertogason sannan að sök. Gert að Knútsborgt árið NN, Ríkharður Vilhjáhnsson, (greifi). Vottar: Gunnsteinn Valsson, Bryngeir Hrólfsson." „Hvar er sverðið, móðir mín?“ spurði Bjarnharður prins. Móðir hans rétti honum hlut, er vandlega var um búið. Bjarnharður tók við hlutnum, svipti umbúðunum af. Kom þá í ljós höggsverð, gimsteinum skreytt, hið vand- aðasta vopn. Sverðið gekk manna á milli. Bar öllum við- stöddum saman um, að fangamark Grímars hertoga væri á sverðinu. „Neitar þú, Grímar hertogi, að vera eigandi að sverði því, sem hér um ræðir?“ mælti konungur. Hertoginn svciraði engu orði. Konungur mælti: „Þá er þessu málþófi lokið. Grímar hertogi sleppur við gálgann. Hefndin er Bjamharðar^ lög- um samkvæmt. Grímar hertogi er sannur að sök á árás, sem hafði í för með sér dauða þeirra beggja, Hróars konungs milda og Bjarnharðar R. Ríkharðssonar hertoga í Baldursheimi. Látum hólmgönguna byrja.“ Burtreiðarmennimir fóru báðir á sinn afmarkaða stað á skeiðvellinum. Meíkið var gefið. Báðir þeystu fram. Þeir mættust því nær á miðjum skeiðvellinum. Burtstöng her- togans hrökk af skildi Bjarnharðar og sakaði hann eigi. Aftur á móti gekk burtstöng prinsins í gegn um skjöld hertogans og herklæðin. Bjamharður prins lyfti hertog- anum úr söðlinum og hrópaði: „Sjáið svikarann! Nú er föður míns og afa hefnt!“ Að svo mæltu steypti Bjamharður hertoganum dauð- um til jarðar. 16. KAFLI ÓKUNNI RIDDARINN. Varla hafði unnizt tími til að fjarlægja lík hertogans af burtreiðarvellinum, þegar hom var þeytt. Var þar kom- inn riddarinn frá kvöldinu áður. Kallari reið fram á völlinn og hrópaði: „Hér er ridd- arinn kominn, sem skoraði þann á hólm, er nefndi sig Bjamharð prins. Hvar er hann?“ Bjarnharður prins gekk fram og mælti: „Hér er ég, tilbúinn að berjast við þig, hvort heldur er á hesti eða fæti. Kom nær ókunni riddari.“ Riddarinn kom nær og svaraði: „Þú ert drengilegur að sjá og líklegur til afreka. Þú sérð, að ég treysti á grið þau, er þú bauðst mér. Nú vil ég fá að mæla fram hólmgönguskilmálana. Þeir eru þess- ir: Við berjumst fyrst með burtstöngum á herfákum með alvæpni. Atrennurnar verði þrjár. Fari svo, að báðir séu þá ósigraðir, skulum við stíga af baki hestunum og berj- Heima er bezt 379

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.