Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1988, Qupperneq 6
Aldís Einarsdóttir frá Stokkahlöðum. Hún er nú 103 ára gömu! og býr á Kristnesspítala. skrifaðist heilbrigt eftir að hafa notað þessi lyf. Og svo kom einnig til sögunnar aukin heilsugæsla á þessu sviði og held ég að hún hafi haft mest áhrif.“ Hvernig var skólagöngunni háttað? „Það var svo gott að vera í barnaskóla þegar ég var ung því ef maður lagði svolítið á sig og náði nógu hárri einkunn, var hægt að ljúka náminu ellefu eða tólf ára gamall. Það gerði ég og hefði sjálfsagt ekki náð svona hárri einkunn nema af því að ég kepptist við að geta lokið skólanum. Mér leiddist alltaf í skóla, en kannski minnst í barnaskóla. Vet- urinn sem ég var átta ára átti ég að vera í skóla í Litla- Hvammi en mér leiddist svo að ég var mest heima. Afi var líka heima og gat kennt mér. Á Grund var ég svo í þrjá vetur og fékk svo frí í tvo vetur. Þá átti ég að læra dönsku eftir útvarpinu en það varð nú lítið úr þvi. En ég fór í tónlistarnám og lærði að spila á píanó. Nú er ég löngu hætt að spila.“ Man ekki til að ég færi á beinið Lá svo leiðin í Menntaskólann á Akureyri? „Ég ætlaði aldrei í menntaskóla, en lærði þó undir landspróf heima. Faðir minn hafði skóla heima á Kristnesi í mörg ár og ráðin kennara, Eirík Kristinsson, sem kenndi mér fyrir landspróf. Við kölluðum skólann Svartaskóla. Ég var eiginlega keypt til að fara i menntaskóla. Uppáhalds- merin hans pabba var fylfull og mér var lofað folaldinu ef ég færi í Menntaskólann á Akureyri. Ég lét til leiðast og það var auðvitað svo gaman í skólanum að ég hefði ekki viljað missa af því. Félagsskapurinn var góður. Allir voru í heimavist og skapaðist náið samband milli nemendanna. Okkar bekkur þótti víst nokkuð ódæll. Skólameistari var \Þórarinn heitinn Björnsson. Alveg elskulegur maður. Ekki man ég hvort ég var tekin á beinið en mér finnst það trúlegt. Þórarinn var fjölskylduvinur heima því hann og pabbi höfðu verið saman í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Brynjólfur heitinn Sveinsson kenndi okkur stærðfræði í 3. bekk. Hann var blindur á öðru auga og hafði gerviauga, sem hann lokaði aldrei. Við vissum ekki að þetta var gler- auga og í prófum starði það fram í sal og við þorðum ekki að róta okkur. Einnig hann var heimilisvinur hjá okkur og hafði verið með pabba í skóla. í þá daga var oft spilað heima og glatt á hjalla.“ Þær skiluðu góðu hlutverki Datt þér þá aldrei í hug að fara á bœndaskóla eftir stúdents- prófið? „Nei, mig langaði til að læra lyfjafræði, en þá var ekki tekið inn í greinina á hverju hausti, og ekki það ár sem ég varð stúdent. Því sótti ég aldrei um en sneri mér að hjúkrun. Skólastjóri hjúkrunarskólans var Þorbjörg Jónsdóttir og aðalkennari var Sólveig Jóhannsdóttir, sem voru báðar mjög mætar konur og skiluðu sínu uppeldishlutverki rækilega og vel inn í þjóðarbúið. Ég man líka eftir Jóhönnu Bjömsdóttur deildarhjúkrunarkonu á karlagangi hand- læknisdeildar. Hún var skemmtileg og sérkennileg kona. Hún var hljóðvillt og sagði i í stað e. Það kunna víst allir söguna um teppin sem átti að viðra úti á svölum. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér að við systurnar höfum ekki verið látnar vinna hefðbundin kvennastörf á heimili okkar í uppeldinu. Við höfðum jú vissulega skyld- Eiríkur og Kamilla foreldrar Auðar. Myndin er tekin á fyrstu hjúskaparárum þeirra. 114 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.