Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Page 7

Heima er bezt - 01.04.1988, Page 7
um að gegna, eins og að halda okkar herbergi hreinu, þvo upp og laga til í eldhúsi, en þess var ekki krafist að við sinntum öðrum heimilisverkum og það var lítil áhersla lögð á það í uppeldinu að búa okkur undir að verða húsmæður. Edda og Guðríður fóru báðar á kvennaskóla en ég er enn alveg ómenntuð til heimilishalds.“ Vaktavinna hentar húsmæðrum illa — en þó eru flestir hjúkrunarfræðingar konur Finnst þér starfsaðstaða hjúkrunarfólks hafa breyst mikið á síðustu árum? „Það hefur margt breyst síðan ég var að læra hjúkrun. Til dæmis bara umhverfið á sjúkrahúsum, það er lagt svo miklu meira upp úr því í dag að fegra umhverfið svo að sjúklingunum líði betur. Og aðbúnaður allur er vitanlega miklu betri en gæti þó áreiðanlega verið enn betri. Sama er að segja um starfsfólk. Það mætti búa enn betur að því. í dag má segja að sjúkraliðarnir vinni það starf sem við sinntum þegar ég var að læra. í dag er farið að krefjast miklu nákvæmari skýrslugerðar en áður var og allt er bók- fært. Þetta tekur mikinn tíma og þarf bæði færni og þekk- ingu til að annast þessar færslur. Svo hafa hjúkrunarfræð- ingar fleiri störf á höndum i dag. Hér áður fyrr æptum við á kandidatana en vinnum nú mörg störf sem þeir unnu áður. Og skýrslugerðin — kannski var ekki svona mikið skrifað niður hér áður fyrr en meira sagt. Nú má enginn vera að því að hlusta til þess að muna. Það er svo margt sem glepur að fólk verður að hafa alla hluti niður skrifaða, það man enginn neitt lengur. Það er í og með þetta, og svo hitt að á stórum sjúkrahúsum þar sem margt fólk starfar þarf að skrá hvert smáatriði svo að hjúkrunarfólkið geti allt fylgst með. Það er öryggisatriði. Tímarnir eru breyttir. Þessu fylgir aukin ábyrgð, en mikið hafði ég meira gaman af því að vinna við að búa um fólkið og hugsa um það, og sleppa ritgerðunum. Ég vinn nú á geðdeild og þar byggist starfið á því að tengslin milli hjúkrunarfólks og sjúklinga séu náin og mér líkar það alveg sérstaklega vel. í hinum tilvikunum hlýtur hjúkrunarfræðingurinn að fjarlægjast sjúklinginn. Vaktavinna er þreytandi og fer illa með fólk. En á sjúkrahúsum verður ekki hjá henni komist. Þetta er erfitt fyrir konur með lítil börn og börn í skólum. Ég held líka að missvefn sem fylgir vaktavinnu henti fáum. Maður getur þetta á meðan maður er ungur. Hjúkrunarkonur sem hafa auk þess heimili eru ekki allar í fullu starfi því það kemur svo niður á heimilunum. Og við vitum að hjúkrunarfræð- ingar eru að megninu til konur.“ Áttu þá við að réttur kvenna sé fyrir borð borinn? „Ennþá er það þannig að á konunum mæðir heimilis- haldið og uppeldi barnanna. Það er ekki búið að breyta þessu á íslandi í dag þó mikið sé talað um það. Konan er máttarstólpi þjóðfélagsins því á henni hvíla þessi hlutverk. Auk þessa verður hún að vinna úti. Við vitum að hér lifir enginn af eins manns launum. Það er að segja hinn almenni borgari. Það þyrfti að vera þannig að foreldrar gætu verið Nýútskrifuð úr Hjúkrunarskóianum árið 1961. meira heima með börnum sínum. Það höfum við í sveitinni þar sem báðir foreldrar vinna við búið og börnin taka þátt í daglegum rekstri og daglegum störfum. Þetta er gott. Aftur á móti tapar maður börnunum sínum um fermingu. Þá þurfa þau að fara í skóla — allir þurfa að læra. Hjá okkur fara börnin að heiman þrettán ára gömul og koma eftir það bara heim um helgar sem gestir og svo í fríum. Margir unglinganna þurfa líka að fara að heiman og vinna fyrir sér yfir sumarið því það er ekki þörf fyrir alla heima. Og það má segja að þau fari alveg að heiman þegar þau fara i framhaldsskóla. Það er búið að skerða framleiðsluréttinn hjá bændum það mikið að þeir geta í rauninni ekki leyft sér það að kosta bömin til náms öðruvísi en að bömin vinni fyrir þessu að miklu leyti. Að minnsta kosti er það þannig hjá okkur á meðan við þurfum að standa straum af kostn- aði við byggingar sem við réðumst nýlega í. En eins og við vitum mega bændur ekki framleiða nema visst magn og af því stafa erfiðleikar þeirra.“ Heima er bezt 115

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.