Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.04.1988, Qupperneq 11
Blessaður Jónas minn“ Veit eg, að stuttri stundarbið stefin mín engir finna. Svo orti Jónas í öngum sínum erlendis og varð ekki sann- spár. Hitt mun þó víst, að einungis lítill hluti af vísum, sem hann orti, hefur varðveitzt. Til að mynda hefur nær allt, sem hann bangaði saman á barnsárum, lent í glatkistunni. Kveðskap barna og unglinga er sjaldan haldið til haga. Þó kann hann að vera girnilegur til fróðleiks um þroskaferil skálds. — Allt, sem rakið verður til Jónasar Hallgríms- sonar, þykir markvert. Fósturamma mín, Björg Einarsdóttir (1851-1946), síðari kona Hjörleifs prófasts Einarssonar á Undirfelli, kenndi mér ungum vísu, sem Jónas átti að hafa ort í fjósinu í Goðdölum, en þar var hann námssveinn hjá frænda sínum séra Einari H. Thorlacius veturinn 1821-1822. Því er verr, að staka sú er mér gersamlega úr minni liðin, en hún tengdist flórmokstri og skólanámi; barnaleg, smáskrýtin baga. Ekki er óhugsandi, að einhverjir lesendur, til að mynda gamlir Lýtingar, ranki við sér, ef þeir lesa þetta, fái rifjað upp fjósvísu listaskáldsins, svo að henni verði til haga haldið. Því er frá þessu sagt hér. Ekki veit ég, hvaðan Björg hafði vísuna. Vel má vera, að hún hafi numið hana af manni sínum. Séra Hjörleifur var prestur í Goðdölum 1869-1876. Þá voru enn margir á lífi, sem vel máttu muna Jónas og námsdvöl hans þar. Og enn má geta þess, að móðir Bjargar. Sigurlaug Jónasdóttir, var á sinni tíð kunnur vísnasjóður; hélt tíðum hagyrðinga á heimili sínu og þá betur en aðra menn. Björg dvaldist langdvölum á Mælifelli, enda stóð til, að hún yrði tengdadóttir prestshjónanna þar, séra Jóns Sveinssonar og Hólmfríðar Jónsdóttur, en sonur þeirra drukknaði, áður en af því yrði. Nefndi hún oft við mig, hvílíkt dálæti madama Hólmfríður hafði á Jónasi Hall- grimssyni. Hún var heimasæta á 18. ári í Reykjahlíð, þegar Jónas dvaldist þar nokkra júlídaga 1839, gestur séra Jóns Þorsteinssonar. Það var bjart yfir þessum dögum í minn- ingu madömu Hólmfríðar. Skáldið var mjög vel fyrir kallað og létt í skapi. Svo bjart var yfir minningum þessara júlí- daga, að þær yljuðu prestsdótturinni ævina alla. Hún gerði sér jafnvel í hugarlund, að listaskáldið hefði minnzt hennar i einu ástarkvæði sínu. Aldrei nefndi madama Hólmfríður skáldið öðruvísi en að segja „blessaður Jónas minn“. í dánarbúi fósturföður míns, séra Tryggva H. Kvarans (1892-1940), fannst innan um ýmis persónuleg skjöl, dálítið vísnasafn á seðlum, ritað upp af honum. Þarna gat tals- verða syrpu vísna eftir Andrés Björnsson og nokkrar stökur eftir Svein Jónsson framtíðarskáld. Allir aðrir höfundar voru Hafnarstúdentar frá 19. öld, svo sem Gísli Brynjúlfs- son, Verðandimenn, Þorsteinn Erlingsson, Jón Þorkelsson (yngri) og Konráð Gíslason. Og þarna var ferskeytla eign- uð Jónasi Hallgrimssyni, þó hafði ritarinn krotað dauft spurningarmerki í svigum aftan við nafnið: Stakan hljóðar svo: Þeir búast við að blekkja mig og breið’ ofan á náinn, þeir sem ekki þekkja mig þegar ég er dáinn. Vísan er jónasarleg. Skáldið kann að hafa kveðið hana undir ævilokin. Hann vissi, að hverju stefndi, banagrunur- inn orðinn staðföst vissa — „tíminn vill ei tengja sig við mig“. Það er ágizkun, að heimildarmaður ritarans að Hafnar- vísunum hafi verið Andrés Björnsson, náinn vinur hans, eða þá Einar skáld, bróðir hans. Báðir kunna þeir að hafa selt í þetta sumbl.* Hér hefur verið á ýmsu gripið, en engu gerð viðhlítandi skil. Verður við svo búið að standa. Vel er ef þeir, sem luma kynnu á óbirtum visum eignuðum listaskáldinu góða eða kunna eitthvað frá því að segja, leystu frá skjóðunni. Allt, sem á Jónas minnir er í sjálfu sér merkilegt, eins og fyrr er vikið að. Þegar hann ferðaðist um landið 1839-1842 hafði fjöldi fólks svipul kynni af honum. Skáldið og náttúru- skoðarinn hlýtur að hafa vakið mikla athygli. Það ættu því að hafa varðveitzt ýmsar frásagnir um hann, svo framand- legan gest. Þó virðist ekki af ýkjamiklu að taka. Að gefnu tilefni mætti ætla, að enn gæti sitthvað komið upp úr kaf- inu, sem til að mynda leynist í gömlum bréfasöfnum, sem enn eru í einkaeign. Vel sé þeim, sem kæmu öllu því á framfæri, sem varðar minningu listaskáldsins góða. Kristmundur Bjarnason. * Vísurnar mun sr. Tryggvi hafa ritað á seðlana laust fyrir 1920. Heima er bezt 119

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.