Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1988, Side 24

Heima er bezt - 01.04.1988, Side 24
Minningabrot Guðlaugar Sigmundsdóttur frá GunnMdargerði eftir viðtali við Agnesi Siggerði Amórsdóttur um Líf og starf kvenna Æfiágrip Égerfædd 19. apríl 1895. Foreldrar mínir voru Sigmundur Jónsson, bóndi í Gunnhildargerði í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu og Guðrún Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Straumi í sömu sveit. Hann var fæddur 1852 og dó 1925, en hún fæddist 1862 og dó 1925. Ég er fædd og upp alin í Gunnhildargerði og dvaldist þar að mestu þangað til ég gifti mig 1917. Ekki gekk ég í neinn barnaskóla, heldur voru það einkum eldri systur mínar, sem kenndu mér heima, Björg þar til ég var 11 ára og Þórey til fermingar. Veturinn 1915-1916 var ég í Reykjavík í kvöldskóla hjá fröken Hólmfriði Árnadóttur frá Kálfsstöðum í Skagafirði. Heima var aldrei færra en 16 manns í heimili, þar voru alltaf framan af tveir vinnumenn, vinnukonur og unglingar til snúninga, og oft kaupafólk á sumrin. Ég átti níu systkini, þau voru: Björg, fædd 13.3. 1884, húsfreyja að Sleðbrjót í Jökuls- árhlíð. Guðrún, fædd 14.7. 1885, húsfreyja, Dratthalastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þórey, fædd 1.9. 1886, gift Kristjáni Hansen á Sauðár- króki. Dætur Gunnhildargerðishjóna. F.v.: Anna, Katrín, Guðrún, Björg og Guðlaug. I. HLUTI Anna, fædd 24.1. 1888, gift Jóni G. Jónssyni, Seyðisfirði. Jón, dó missirisgamall 1892. Katrín, fædd 2.2. 1892, húsfreyja, Galtastöðum í Hróarstungu. Kristján Eiríkur, fæddur 10.6. 1897, bóndi Fagranesi, Reykjaströnd Jón, fæddur 24.10. 1898, bóndi Gunnhildargerði. (í kirkjubók er fæðingardagurinn skráður 25.10. en það er rangt). Sigfús Björgvin, fæddur 11.4. 1905, kennari við Mið- bæjarskólann í Reykjavík. Faðir minn kvæntist ekki fyrr en um þrítugt. Hann hafði þá tekið að sér fósturson á fyrsta eða öðru ári, Magnús Jóhannesson. Hann ólst alveg upp hjá pabba og ömmu minni og kom oft heim á hverju ári. Áður en ég fæddist var hjá foreldrum mínum lítil, heilsulaus stúlka, sem Friðbjörg hét Jónsdóttir (Long), og kom hún oft seinna á heimilið. Hún var móðir Sigurðar fyrrverandi ritstjóra Þjóðviljans. Einnig kom á heimilið Bjarni Sigurðsson, seinna smiður í Reykjavík, hann var þá 10 ára en var um 16 ára, þegar hann fór. Ég gifti mig 28. október 1917, Pétri Sigurðssyni. Hann var fæddur 8. jan. 1888 enhann dó24. febr. 1955. Pétur var Synir Gunnhildargerðishjóna. F. v.: Eiríkur, Jón og Sigfús. 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.