Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 12
J ÍSLENSKAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
ÁRMANN KR. EINARSSON:
NIÐUR UM STROMPINN
Saga frá eldgosinu í Vestmannaeyjum.
Listamaðurinn Baltasar hefur myndskreytt
bókina. 155 bls. 2. útgáfa.
Bók nr. 1027 HEB-verð kr. 400
ÁRMANN KR. EINARSSON:
FALINN FJÁRSJÓÐUR
4. bindið í ritsafni höfundarins. Þetta er
upphaf bókaflokksins um Árna og Rúnu í
Hraunkoti, sem yngri kynslóðin hefurtek-
ið miklu ástfóstri við.
Bóknr.1028 HEB-verð kr. 400
ÁRMANN KR. EINARSSON:
TÝNDA FLUGVÉLIN
5. bindið í ritsafni höfundarins. Bókin kom
fyrst út 1954, en síðan hefur jafnan verið
mikil eftirspurn eftir henni.
Bók nr. 1029 HEB-verð kr. 400
ÁRMANN KR. EINARSSON:
UNDRAFLUGVÉLIN
Þetta er fjórða bókin um Árna og Rúnu í
Hraunkoti. Þessi bók ersjöunda bókin í
hinni fallegu heildarútgáfu á ritverkum Ár-
manns Kr. Einarssonar. Látið ekki vanta
bók í þetta fallega ritsafn.
Bók nr. 1030 HEB-verð kr. 400
STEFÁN JÚLÍUSSON:
FJÖGUR BARNALEIKRIT
í bókinni eru eftirfarandi leikrit:
Draumur smalastúlkunnar, Þrír skátar í
útilegu, Ævintýri í útilegu og Ævintýra-
landið. Bókin er myndskreytt af Bjarna
Jónssyni. Höfundur segir um tilurð leikrit-
anna:
„Þessi smáleikrit urðu til, meðan ég
kenndi börnum. Þau hafa verið víða leik-
in. Vona ég að börnum þyki fengur að fá
þau í hendurnar í bók.“
Bók nr. 1031 Heb-verð kr. 150
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
HINDIN GÓÐA
Þessi bók er að mörgu leyti einstætt verk
í íslenskum barnabókmenntum. Verður
því ekki lýst nánar hér, en eitt er víst:
Engu barni verður rótt í brjósti fyrr en það
veit hvernig Hindinni góðu reiðir af í þeim
átökum og hættum, sem hún lagði á sig
til að hjálpa öðrum í hlíðum Miklufjalla.
Bók nr. 1032 Heb-verð kr. 200
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
STEINI OG DANNI
í SVEITINNI
Sagan um Steina og Danna í sveitinni
greinir frá tveimur tápmiklum tólf ára
Reykjavíkurdrengjum, sem fara til sumar-
dvalar og jafnframt í kynnisför til vinar
síns, bóndans að Hóli í Ytridal. Þar lifa
þeir mörg ævintýri og komast oftar en
einu sinni í hann krappann. Þessir táp-
miklu Reykjavíkurdrengir kynnast fljótlega
börnunum í dalnum og koma af stað mik-
illi íþróttahreyfingu, því að Steini er knatt-
spyrnustjarna og gulldrengur og Danni er
mjög liðtækur líka. Þetta er spennandi og
hugþekk saga, ætluð níu til fjórtán ára
börnum og unglingum.
Bók nr. 1033 Heb-verð kr. 300
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
STEINI OG DANNI
í STÓRRÆÐUM
Hér greinir frá ævintýralegri en þó jafn-
framt átakanlegri reynslu þeirra félaga,
Steina og Danna. Þeir verða vitni og þátt-
takendur í atburðum þegar nokkrar mín-
útur eða jafnvel sekúndur geta skipt
sköpum, þegar flugslys og önnur óhöpp
ber að höndum. Með Bjarna blaðamanni
takast þeir ferð á hendur til bjargar bestu
vinum sínum, þegar flugvél þeirra hrapar
í óbyggð. Sú ferð er ekki nema á færi
hugrakkra. í bókinni segir Ifka frá Svani
strokudreng, sem dreginn er úr snjó á
síðustu stundu.
Bóknr.1034 Heb-verð kr. 300
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
STEINI OG DANNI
Á ÖRÆFUM
Steini og Danni fara í ævintýralegt ferða-
lag yfir öræfi íslands norður að Hóli í Ytri-
dal, þar sem þeir hyggja á sumardvöl hjá
Ferdinand bónda, en þar höfðu þeir
dvalist sumarið áður í besta yfirlæti. Ör-
æfin eru sérstakur heimur, heimur þjóð-
sagna og ævintýra. Steini og Danni kynn-
ast jöklum, hraunum og beljandi ám. Þeir
komast oft í bráðan lífsháska, en ferðin
verður þeim eftirminnilegri þess vegna.
Bóknr.1035 Heb-verð kr. 300
KRISTJÁN JÓHANNSSON:
HÁTÍÐ í GRÝLUBÆ
Þetta er saga sögð í léttum dúr um fræg-
an atburð á því góða heimili. Grýla heldur
upp á þúsund ára afmælið sitt með mikl-
um glæsibrag. Hún er eldhress þrátt fyrir
háan aldur, eins og fram kemur á dans-
leiknum í lok hátíðarinnar.
Bók nr. 1036 Heb-verð kr. 300
BERGÞÓRA PÁLSDÓTTIR:
GIGGI OG GUNNA
Sagan er fallegar minningar um störf og
leiki barna á (slensku sveitaheimili. Hún
greinir frá því fegursta í samveru barna
og dýra og glæðir ástina til lands og þjóð-
ar. Útgáfuár: 1973
Bóknr.1037 Heb-verð kr. 300
ÖRN SNORRASON:
MÚS OG KISA
Þetta er hugþekk saga sem hugsuð er
sem létt lesefni handa ungum börnum.
Útgáfuár: 1968
Bóknr.1038 Heb-verð kr. 200
SIGRÍÐUR
EYJAFJARÐARSÓL
Saga úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.
Bók nr. 1039 Heb-verð kr. 100
RAGNAR LÁR:
MOLI LITLI 5. HEFTI
Myndskreytt saga um lítinn flugustrák.
Hefti nr. 1040 Heb-verð kr. 100
RAGNAR LÁR:
MOLI LITLI 7. HEFTI
Myndskreytt saga um lítinn flugustrák
Bók nr. 1041 Heb-verð kr. 100
ÓLÖF ÁRNADÓTTIR:
SKESSAN í ÚTEY
Saga úr íslensku umhverfi og í þjóð-
sagnastíl. Myndir eftir Árna Gunnarsson.
Bók nr. 1042 Heb-verð kr. 200
12
Bókaskrá