Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 13

Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 13
ÍSLENSKAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR HAUKUR ÁGÚSTSSON: YFIR KALDAN KJÖL í bókinni segir frá ferð þriggja röskra pilta á hjólum um Kjalveg. Drengirnir, Bjarni, Geiri og Óli, eru fjórtán ára og í sumar- leyfi úr skóla. Vinnu fá þeir enga, en langar til þess að gera eitthvað annað en ráfa um götur Reykjavíkur sumarlangt. Ferðin yfir hálendið, kynni af fólki, sem verður á vegi drengjanna og sú reynsla, sem þeir öðlast af því að verða að spjara sig á eigin spýtur, er söguefni þessarar bókar. Bóknr.1043 Heb-verð kr. 300 GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR: DÚFAN OG GALDRATASKAN „Afi er voða sniðugur, hann skilur fugla- mál. Amma er líka dálítið sniðug, hún á galdratösku, sem segir henni ýmislegt, sem hún vill vita, til dæmis hvernig veður verður á morgun. Galdrataskan getur líka sungið svo Ijómandi fallega. En stundum kom það fyrir, að taskan var í vondu skapi, og þá náði amma engu hljóði úr henni.“ Bók nr. 1044 Heb-verð kr. 150 KRISTÍN R. THORLAOIUS: BÖRNIN í BÆ OG SAGAN AF KISU „Krakkamir fimm hópuðust kringum mömmu sína heldur súr á svip. Þetta ætl- aði að verða ömulegur sunnudagur, ekk- ert hægt að fara út, pabbi ekki heima, hann var að messa í þorpinu og þau höfðu átt að fá að fara með til kirkjunnar, en úr því gat ekki orðið vegna vonda veð- ursins. Nú var að verða dimmt og mamma nennti ekki út til þess að setja rafstöðina í gang, en olíulampinn logaði á eldhúsborðinu með daufu skini. „Segðu okkur sögu.““ Bóknr.1045 Heb-verð kr. 150 LILJA S. KRISTJÁNSDÓTTIR FRÁ BRAUTARHÓLI: DÝRIN í DALNUM Höfundur segir m.a. í formála: „í bók þessari hef ég fest á blað nokkrar Lilju S. Kristjánsdóttir frá Brautarhóli DÝRIN í DALNUM minningar, sem ég á um húsdýrin heima í bernsku og æsku minni. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að leyfa hinum stóra hópi barna og unglinga, sem nú vex upp meðal þjóðar okkar, fjarri öllum samskipt- um við dýrin, að kynnast ofurlítið þessum vinum mínum. Ég er þess fullviss, að hin persónulegu kynni mín af þeim juku mjög þroska minn og víkkuðu sjóndeildarhring- inn, að ógleymdum öllum ánægjustund- unum, er þau veittu mér.“ Bók nr. 1046 Heb-verð kr. 150 GEIR SIGURÐSSON FRÁ SKERÐINGSSTÖÐUM: BJART ER UM BERNSKUNNAR LEIÐ Söngtextar fyrir börn og unglinga. Hefti nr. 1047 Heb-verð kr. 100 VÖLUSKRÍN II SÖGUR HANDA BÖRNUM OG UNGLINGUM Hróðmar Sigurðsson valdi sögurnar í þessa bók og segir hann um það m.a.: „Það vakti fyrir mér, er ég tók saman þessa litlu bók, að gefa yngstu kynslóð- inni kost á að kynnast nokkru af því lestr- arefni, sem feður hennar og mæður, afar hennar og ömmur glöddu sig við á æsku- árum sínum og höfðu að veganesti út í líf- ið. Og ég er viss um, að íslensk börn geta enn lesið þessar sögur sér til gagns og gleði. Þá gæti ég einnig trúað því, að sumir þeirra, sem eldri eru, hafi gaman af að heilsa upp á þessa gömlu kunningja. Bóknr.1048 Heb-verð kr. 300 GÚSTAF ÓSKARSSON: GESTIR Á ÓSKASTJÖRNU „Allt í einu, þegar hlutur þessi virtist kom- inn á móts við fjarðarmynnið, stækkaði hann skyndilega gríðarmikið. Mér virtist hann ekki þurfa nema tvöfalda breidd sína, til að taka út í fjöllin báðum megin fjarðarins. Eftir litla stund snerti hann sjó- inn. Hann stakk sér tvær eða þrjár dýfur, rann svo dálítinn spöl og lá svo alveg kyrr. Þá hjaðnaði það fyrirferðarmesta al- veg niður og gríðarmikið flæmi breiddi sig yfir fjörðinn, en eitthvert sívalt ferlíki flaut á sjónum nær landi.“ Bók nr. 1049 Heb-verð kr. 150 HUGRÚN: PERLUBANDIÐ í þessari bók eru ellefu sögur, sem sér- staklega eru ætlaðar börnum og ungling- um. En eins og allar góðar barnabækur á hún erindi til allra þeirra, sem hafa yndi af því sem fagurt er. Bóknr.1050 Heb-verð kr. 300 MARGRÉT JÓNSDÓTTIR: TODDA í TVEIM LÖNDUM Todda er hjá foreldrum sínum í Kaup- mannahöfn í tvö ár og gengur þar í gagn- fræðaskóla. Hún á þess kost að stunda verslunarnám og fá atvinnu þar í borg. Hún hittir Eirík Larsen og fleiri gamla kunningja og eignast nýja. Foreldrar hennar eru þess fýsandi að hún ílendist í Danmörku og um tíma er dálítið tvísýnt, hvorn kostinn hún kýs, að fara eða vera. Hugur hennar leitar stöðugt til hólmans í norðri. Hún saknar vorbirtunnar og ís- lenska sveitalífsins. Síðan breytist allt. Forsjónin tekur í taumana og Todda fer heim til íslands. Þar er framtíð hennar öll og örlögin virðast vera ráðin. Bóknr.1051 Heb-verð kr. 300 Bókaskrá 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.