Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 20

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 20
ÞYDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR MICHEL DEL CASTILLO: LJÓS í MYRKRINU Tanguy er lítill drengur, sem hrekst um í Evrópu á styrjaldarárunum. Hann kynnist hræðilegri útlegð, hungri og skelfingum stríðsins. En svo undrum sætir, getur hann alls staðar fundið trausta, innilega vináttu. Tanguy ferðast um tryllta veröld styrjaldar án nokkurs kala eða haturs. Hann hefur varðveitt hjartalag barnsins og trúna á lífið og góðleikann. Bók nr. 2090 Heb-verð kr. 300 SVERRE MAGELSSEN: SIGURFÖR „Sigurför" segir frá fjörmiklum piltum, sem setja sér háleit markmið, berjast við freist- ingar og lausung á tímum siðferðilegrar hnignunar og sýna og sanna að vegur trúar og heiðarleika er vegur hamingju og ótrúlegra ævintýra. Þetta er lifandi frá- sögn um brautryðjandann og æskulýðs- leiðtogann Georg Williams, sem varð upphafsmaður KFUM. Atburðirnir gerast í Englandi á öldinni sem leið, en hreyfingin, sem ungu mennirnir hrundu af stað, breiddist fljótlega út. Enn í dag gætir heillavænlegra áhrifa af starfi þeirra um víða veröld, einnig hér á íslandi. Bók nr. 2091 Heb-verð kr. 300 ODDMUND LJONE: VILLTUR VEGAR Árni litli er munaðarlaus. Móðir hans er ekkja, sem á heima í litlu húsi inni í skóg- inum skammt fyrir utan þorpið. Strákun- um í skólanum þykir Árni dálítið sveita- mannslegur og eiga það til að setjast að honum og geta þá orðið harðleiknir. Út- gáfuár: 1974 Bók nr. 2092 Heb-verð kr. 300 FINNSK ÆVINTÝRI Finnar eiga mikinn fjölda ævintýra, en flest þeirra eru enn sem komið er, lítt kunn meðal annarra Norðulandaþjóða, þar sem finnsk tunga er svo fjarskyld mál- um þeirra. Turid Farbregd, sem lengi hef- ur verið norskur lektor í Helsingfors, sneri ævintýrum þessarar bókar á nýnorsku, en eftir henni er íslenska þýðingin gerð. Finnski listamaðurinn Erkki Alajarvi hefur teiknað myndirnar í bókina. Bók nr. 2093 Heb-verð kr. 300 WYHN & LBNNY -1. Á MEXICAI11000 ERIC SPEED: RALLÝ Á MEXICALI 1000 Wynn og Lonny, sem eru strákar frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, hafa nýlega lokið menntaskóla og eyða nú öll- um stundum sínum við aðaláhugamál sitt, bíla og kappakstur. Þeir hefja feril sinn með því að skrá sig á námskeið í hraðakstri í Kaliforníu, en margt fer öðru- vísi en ætlast var til. Á vesturströndinni lenda þeir í ýmsum hættum og ævintýrum og flækjast meðal annars í smygl og átök bófaflokka í Mexíkó. Bók nr. 2094 Heb-verð kr. 200 ERIC SPEED: KAPPAR í KAPPAKSTRI Wynn og Lonny búa sér til Formúlu-V kappakstursbíl. Þeirtaka þátt í keppnum á hinum ýmsu kappakstursbrautum Suð- urríkjanna og vinna sér þar rétt til þess að keppa í landsmótinu á Road Atlanta í Ge- orgíu. Bók nr. 2095 Heb-verð kr. 200 ERIC SPEED: GT-KAPPAKSTURINN Wynn og Lonny selja Formúlu-V bílinn sinn og kaupa í staðinn Datsun 260-Z sportbíl. Þótt þeir lendi í hættulegum æv- intýrum og mæti mótlæti, er GT-kapp- aksturinn alltaf efstur á baugi hjá þeim. Bók nr. 2096 Heb-verð kr. 200 ERIC SPEED: BIKARKEPPNIN Wynn og Lonny hefja keppni í bikar- keppninni fyrir Super-V bíla... Þeir eiga í höggi við óþekkta andstæðinga, sem svífast einskis, en gera þó sitt besta til að standast sænska ökusnillingnum, Sven Rosen, snúning. Útgáfuár: 1976 Bók nr. 2097 Heb-verð kr. 200 ERIC SPEED: HÖRKUKEPPNI Á LE MANS Æskudraumur þeirra Wynns og Lonny verður að veruleika. Þeir aka Chevrolet Monza í GTX-flokki í frægasta kappakstri veraldar í Le Mans í Frakklandi. Þó fer ekki allt sem skyldi... Misindismenn og hryðjuverk fylgja þeim fram á síðustu stund. Bók nr. 2098 Heb-verð kr. 200 ERIC SPEED: NÆTURRALLÝ Wynn, Lonny, Inky og Nancy-Rae ráða sig til kvikmyndafyrirtækis sem staðgengl- ar við töku kappakstursmyndar. Áður en þau halda af stað til New York með kvik- myndahópnum gerir undarlegur ókunnur maður strákunum tilboð, en þeir neita. Upp frá þessu taka undarlegir atburðir að gerast, skemmdarverk og banatilræði sem ekki fæst botn í fyrr en á síðustu blaðsíðunum. Bók nr. 2099 Heb-verð kr. 200 MARRYAT: FINNUR FRÆKNI Sagan um Finn frækna og drenginn Vil- hjálm, sem enn er ungur og óreyndur sjó- maður. Þeir lentu í ótal ævintýrum sem segir frá í þessari bók. Bóknr.2100 Heb-verð kr. 300 F.W. SCHMIDT: PATTI FER í SIGLINGU Sagan af Ratta er handa röskum strákum á öllum aldri. Þyrill er sonur ríkra foreldra, en velur sér leikfélaga að sínu skapi, án þess að skeyta um efni þeirra eða stöðu í þjóðfélaginu... Nú á Þyrill að fara í langt ferðalag með foreldrum sínum... Leik- fangið, sem Þyrill hefur mesta ánægju af, 20 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.