Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 24

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 24
ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR: KLÆKIR KAMELLJÓNSINS Þetta er níunda spennubók höfundarins en bækur hennar hafa allar fengið góðar viðtökur. Ánægðir ferðamenn á ferðalagi á hálendi íslands í fallegu umhverfi, en ekki er allt sem sýnist, KAMELLJÓNIÐ er á meðal friðsamra ferðamanna... Spennubók sem nær tökum á lesandan- um. Bók nr. 3011 HEB-verð kr. 675 ÞORSTEINN ANTONSSON: ÁMINNTUR UM SANNSÖGLI Svonefnt Geirfinnsmál var á hvers manns vörum um fjögurra ára skeið, á árunum 1976 til 1980, og var raunar samsafn meintra glæpaverka undir einu heiti. Bók- in er söguleg skáldsaga sem fjallar um málsrannsóknina og skyggnst er bak við tjöldin í leit að raunverulegu samhengi at- burða. Það hefur verið og er margra álit að ekki hafi fundist fullnægjandi skýring á málinu þótt nokkur ungmenni hafi fyrir Hæstarétti 1980 hlotið þunga dóma fyrir tvö manndráp. 468 bls. Bóknr.3012 HEB-verð kr. 1200 MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR: BRÉF TIL STEINUNNAR Mestur hluti bókarinnar, þar á meðal hið langa bréf sem bókin er nefnd eftir, er skrifaður á árunum 1979-1981, en einnig eru birt í bókinni fáein eldri rit, svo sem sagan um Ferðina að Gráglettingi, og nokkur bréf til danskra vinkvenna skáld- konunnar Bók nr. 3013 HEB-verð kr. 500 MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR: TÖTRA í GLETTINGI í þessari bók segir frá stórbrotnum bú- skap þeirra hjóna, Auðna og Tötru, á höf- uðbólinu Gleiðru í Glettingi. Sá búskapur er bæði fornlegur og hánýtískur, enda starfa að honum fjórar kynslóðir. Tötra gerist brátt skörungur og afkastamikil um framkvæmdir, en lengi er nokkuð tvísýnt um afrek Auðna, uns hann tekur að leggja fyrir sig „heimsbjargardundur.“ Les- endur Málfríðar vita að fáir íslenskir höf- undar á þessari öld hafa ritað slungnari og fjörugri stíl en hún, og ekkert lát er á þeirri leikandi list í þessari bók, nema síð- ur væri. Bóknr.3014 HEB-verð kr.500 MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR: RÁSIR DÆGRANNA Þessi bók er tekin saman úr eftirlátnum skrifum Málfríðar Einarsdóttur. Annars vegar er hér efni sem Málfríður vann að á síðustu árum ævi sinnar, hins vegar eru eldri skrif, pistlar um ýmislegt efni, list og skáldskap og um þann vanda að rita á ís- lensku, lýsingar á umhverfi og aldaranda og mannlýsingar, svo nokkuð sé talið. Einnig eru í bókinni dálítil sýnishorn af blaðagreinum höfundar, og úrval bréfa, þar eru á meðal elstu skrif Málfríðar í óbundnu máli sem komið hafa á prent, og munu koma lesendum hennar nokkuð á óvart. Bóknr.3015 HEB-verð kr. 500 ÞORSTEINN ANTONSSON: DRAUMAR UM FRAMTÍÐ Sjö sögur um óorðin atvik, á ókomnum tíma, eða til hliðar við samtíðina, misjafn- lega raunveruleg, sum á næstu grösum, önnur við endalok tímans. Bóknr. 3016 HEB-verð kr. 200 GUÐMUNDUR FRÍMANN: TVÆR FYLLIBYTTUR AÐ NORÐAN Sannar skröksögur um Nóra, sem bæði var þjófur og ekki þjófur, um furðufuglinn Úlfdala-Begga, sem skreið eins og votur hundur upp á Flórídaskagann, um Mis- ferlið í Rauðhúsum, um Lánsama-Sigga í Kvisthaga, sem fann konuefnið sitt úti á víðavangi, um sumarharmsögu Skara og Nóru, um Kóngsgarðs-Möttu, sem lækn- aði höfund bókarinnar af kvenfælninni, um fleira gott fólk. Bóknr.3017 HEB-verð kr. 400 JÓN BJARMAN: DAUFIR HEYRA, SÖGUR ÚR ÞJÓNUSTU í þessari bók er brugðið upp mynd frá sjónarhorni ungs prests í Reykjavík. Les- andinn fylgir prestinum í vitjun til deyjandi manns, situr við hlið hans á meðan hann talar á milli hjóna, sér hann sporðrenna brauðtertu í skírnarveislu og fylgir honurr inn í fangaklefa, svo fátt eitt sé nefnt. í sjc sjálfstæðum þáttum lýsir Jón högum og vanda þeirra sem leita eftir þjónustu prestsins, þar er vissulega ekki allt sem sýnist. Bók nr. 3018 HEB-verð kr. 250 JÓN MÝRDAL: MANNAMUNUR Mannamunur eftir Jón Mýrdal er ein af fyrstu íslensku skáldsögunum og því merkilegt verk í bókmenntum okkar. Jafnframt er bókin vinsæl skemmtisaga, sem hver kynslóð á fætur annarri les sér til ánægju og þykir fróðleg heimild um horfna tíð. Þetta er langvinsælasta saga Jóns Mýrdals og hefur verið prentuð aftur og aftur. Hún er hér í fimmtu útgáfu með skemmtilegum teikningum eftir Halldór Þétursson listmálara. Bók nr. 3019 HEB-verð kr. 400 BRAGI SIGURJÓNSSON: LEIÐIN TIL DÝRAFJARÐAR Bragi Sigurjónsson fer eigin götur í smá- sagnagerð, grípur efni úr ýmsum áttum, margbreytilegir einstaklingar koma fram hjá honum og ýmiss konar atburðir ger- ast. Sumar sögur Braga munu ugglaust hneyksla einhverja, aðrar kitla hláturtaug- arnar, enn aðrar vekja áleitna umhugsun. Bók nr. 3020 HEB-verð kr. 20 SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR: ÖRLAGARÍK ÁKVÖRÐUN Hér er skarplega á málum tekið og ritað um ástir og örlög manna á þann hátt að spennan fylgir lesandanum frá upphaf. Bók nr. 3021 HEB-verð kr. 350 AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR FRÁ GARÐI: STURLA FRÁ STEKKJARFLÖTUM Þetta er sagan af Sturlu, ungum bónda- syni, sem er vart kominn af barnsaldri, er hann missir föður sinn, sagan af Matthildi, móður Sturlu, sem ekki á sjö dagana sæla við búskaparhokur í sveitinni eftir að bóndinn er horfinn úr lifenda tölu, sagan af Ögmundi, útgerðarmanninum, sem býr 24 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.