Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 26

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 26
ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR BRÁMÁNI: HERBERGI NÚMER 1 Er þessi skáldsaga heimur í hnotskurn eða raunveruleiki líðandi dags í stríðandi lífi þeirra, sem sjúkrastofnanir gista um lengri tíma í okkar margrómaða velferðar- þjóðfélagi? Speglast ef til vill hvort í öðru, hin ytri veröld og þau örlög, er ráðst innan fjögurra veggja? Geta menn villst um há- daginn? Hvar er klukka íslands í dag? Geta hugsjónir ræst, meðan hópar lifandi fólks er aðeins spursmál um geymslu- pláss? Hvað er númer 1? Bók nr. 3035 Heb-verð kr. 200 ^< NÁTTFAkl JÓN *KUki>#ON í YSTAF<LLI JÓN SIGURÐSSON í YSTAFELLI: GARÐAR OG NÁTTFARI Þessi bók Jóns Sigurðssonar í Ystafelli er sérstæð í bókmenntum okkar. Hann segir meðal annars í skemmtilegum eftirmála: „Efni þessarar sögu hefur verið ríkt í huga mínum frá æskudögum. Hví lagði Garðar fyrstur manna af ráðnum huga í landaleit á hið ægilega úthaf, sem að trú þeirra tíma kringdi um mannheim allan, þar sem j Miðgarðsormur bylti sér og beit í sporð sinn, en utar voru aðeins þursabyggðir og Náströnd sjálf? Landnáma segir að hann hafi farið að ráði móður sinnar. En hvaðan kom henni framsýnin?" Út af þessu leggur hann m.a. í bók sinni og er það skemmti- legt lestrarefni og mikill fróðleikur. Bók nr. 3036 Heb-verð kr. 300 ÓLÖF JÓNSDÓTTIR: HEIMSÓKN Einkennandi fyrir allt sem Ólöf Jónsdóttir hefur látið frá sér fara er vandvirkni. í þessari fyrstu bók hennar kemur sá mikil- ; vægi kostur hennar betur fram en áður. Vel sagðar og frumlegar sögur hennar og ævintýri munu verða lesandanum minnis- stæðar, svo og annað efni bókarinnar. Bók nr. 3037 Heb-verð kr. 300 GUÐRÚN JACOBSEN: SMÁFÓLK- TÍU SÖGUR í sögum höfundar skiptist á létt gaman- semi og þung alvara. Hún hefur samúð með þeim sem minni máttareru, en alls staðar skín í gegn að hún ætlast til þess að hver maður geri skyldu sína. Bók nr. 3038 Heb-verð kr. 300 INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR: KONURNAR PUKRUÐU OG HVÍSLUÐUST Á Þetta er ástarsaga sem gerist í Reykja- vík. Sögupersónurnar eru Reykjavíkur- börn nútímans.Ég pípi á allar skyldur," sagði konan og jórtraði munntugguna í ákafa. „í guðanna bænum, Helga...“ „Asni!“ greip konan fram í fyrir honum fyr- irlitlega... Maðurinn við hlið hennar þagn- aði. Hann hallaði bakinu að sætinu og lygndi aftur augunum. Hann var um þrí- tugt. Augun voru fögur og mjög dökkbrún. Þau voru að fara í partý.“ Bók nr. 3039 Heb-verð kr. 300 INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR: SYSTURNAR „Systurnar" er saga um örlög tveggja systra. Eldri systirin, Júlía, er trygglynd en ekki fríð, sú yngri, Sigrún, er fögur og létt- lynd. Ástin barði seint að dyrum hjá Júlíu, en hún var þeim mun áleitnari þegar hún gerði vart við sig. Leikurinn er ójafn milli þeirra systranna. Júlía er ekki fríð og komin yfir þrítugt. Sigrún er ung og fögur. Bók nr. 3040 Heb-verð kr. 300 ÁSGEIR JÓNSSON: SVÖRTU VIKUDAGARNIR í þessari bók leiðir höfundurinn lesand- ann með sér á sex svörtu dögum vikunn- ar inn í langferðabíla, strætisvagna, al- mennar skrifstofur, banka, biðstofur lækna, litið er á bak við tjöldin hjá lög- fræðingum og komið við á sjúkrahúsi og gægst inn í þær hávísindalegu rannsókn- ir, er þar fara fram. í baksýn er lífsþráður- inn eilífi, segullinn, sem dregur saman konu og mann, og horft er eina nótt inn í töfraheim sem þau eiga saman. Bók nr. 3041 Heb-verð kr. 300 KOLBEINN EIRÍKSSON: PARADÍSARSTRÆTI [ þessari bók svífur yfir vötnunum andi þess tímabils, er sögumaður var að alast upp í Reykjavík á árunum milli heimsstyrj- aldanna. Hér segir frá hinu almenna og fábrotna lífi á þeim árum í bæ og sveit og einstaklingnum í fjöldanum. Lífið er alltaf sjálfu sér samkvæmt, en hvert tímabil ber sinn sérstaka svip. Bók nr. 3042 Heb-verð kr. 300 BJARNI EYJÓLFSSON: ÚR DJÚPI REIS DAGUR Hér er á ferðinni sérstæð og hrífandi bók. Söguhetjan heitir Ásgeir, og segir bókin frá bernsku hans og æsku. Ásgeir elst upp í sárri fátækt og kynnist náið erfiðleik- um og böli kreppuáranna. Hann missir ungur föður sinn en tengist móður sinni þeim mun sterkari böndum. Ásgeir er einkar skýr piltur og hann fer snemma að hugsa um lífið og tilveruna. Skáldið blundar í barmi hans og hann dreymir há- leita drauma. Þegar kemur fram á ungl- ingsárin, leita mjög á huga hans spurn- ingar um Guð og tilgang lífsins. Lestur Biblíunnar hefur varanleg áhrif á hann. Hann heyr harða og langa baráttu í leit að friði, ákallar Guð úr djúpinu. En að lokum rís bjartur dagur og Ásgeir finnur lífi sínu traustan og öruggan grundvöll. Framtíðin er vonarrík og heillandi. Bók nr. 3043 Heb-verð kr. 300 UNA Þ. ÁRNADÓTTIR: BÓNDINN í ÞVERÁRDAL Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar. Um ritsmíðar höfundar hefur verið sagt að þær „hafi það sér til ágætis, auk vandaðs ritmáls, að lesandinn hlýtur að fylgjast með söguefninu af lifandi áhuga, svo full- komlega, að minnir á forna þjóðtrú, er ófreskir menn gátu með því að taka aðra undir hönd sína, látið þá sjá allt sem þeir sáu dulskyggnum augum. Eru slíkir töfrar 26 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.