Heima er bezt - 02.10.1993, Side 30
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
JAMES BARWICK:
SKUGGI ÚLFSINS
Að kvöldi hins 10. maí 1941 stökk annar
valdamesti maður Hitlers-Þýskalands,
Rudolf Hess, í fallhlíf yfir Skotlandi. Við
lendingu fótbrotnaði hann og hélt þá sam-
ferðamaður hans, Alfred Horn, áfram ætl-
unarverki Hess, að komast til Bandaríkj-
anna. Hin stórkostlegu ævintýri Horns í
Bretlandi og Bandaríkjunum fá lesandann
til að standa á öndinni af spenningi. Þetta
er hrollvekjandi saga af mannaveiðum og
miklum áhættum. Frá sögulegu sjónar-
miði eru getgátur bókarinnar jafnfurðuleg-
ar og ægilegar eins og raunveruleikinn.
Bók nr. 4013 HEB-verð kr. 400
SIDNEY SHELDON:
í TVÍSÝNUM LEIK
(„Master of the game. “)
Metsölubók í tveim bindum.
Enginn bandarískur rithöfundur hefur
skrifað fleiri metsölubækur en Sidney
Sheldon. Margir kannast við myndböndin
eftir þessari bók, sem voru vinsælasta
efnið á videóleigum hérlendis árið 1984.
I. BINDI Bók nr. 4014
HEB-verð_____________kr. 830
II. BINDI Bóknr. 4015
HEB-verð_____________kr. 830
SIDNEY SHELDON:
SANDKORN TÍMANS
Sandkom tímans segir frá fjórum nunnum
sem neyðast skyndilega til að flýja vernd-
að umhverfi klaustursins í miskunnarlaus-
an heim sem þær höfðu yfirgefið. Án fyrir-
vara eru þessar fjórar konur orðnar peð í
grimmilegri baráttu hreyfingar Baska og
spánska hersins. Þetta er ógleymanleg
atburðarás þar sem ástir og spenna
binda lesandann við lesturinn frá upphafi
til enda.
Bóknr.4016 HEB-verð kr. 1300
SIDNEY SHELDON:
MARTRÖÐ Á MIÐNÆTTI
Sidney Sheldon, sem er mestlesni skáld-
sagnahöfundur í Bandaríkjunum, sendir
nú frá sér nýja skáldsögu og tekur upp
þráðinn um Catherine Douglas úr bókinni
„Fram yfir miðnætti." Það er grískur auð-
jöfur, Demiris, sem hefur örlög hennar í
hendi sér, en hann þarf einnig að afmá
spor sem ekki mega sjást. Atburðarásin
er hröð og spenna mikil, því öll meðul eru
notuð til að koma fram vilja sínum. Sid-
ney Sheldon kann þá list að koma les-
andanum á óvart, það þekkja þúsundir ís-
lendinga sem notið hafa lesturs bóka
hans undanfarin ár.
Bók nr. 4017 HEB-verð kr. 1300
SHIDNEY SHELDON:
ÚR ÓVÆNTRI ÁTT
Enn ein spennubókin eftir þennan heims-
fræga höfund. Þetta er spennubók fyrir
alla aldursflokka. Auk þess að gefa út
þessa nýju bók Sidney Sheldon eru nú
endurútgefnar þrjár eldri bækur hans, þ.e.
SAKLAUS SVIPUR, FRAM YFIR MIÐ-
NÆTTI OG ANDLIT í SPEGLINUM.
Bóknr. 4018 Heb-verð kr. 1690
AGATHA
GHRJSTÍE
Tíu litlir
negrastráf{ar
AGATHA CHRISTIE:
TÍU LITLIR
NEGRASTRÁKAR
„...Hann er öruggur. Hann mun Ijúga til
dómsdags án þess að blikna, en hann
getur ekki treyst henni...“ Agatha í sínu
besta formi.
Bóknr.4019 Heb-verð kr. 1690
AGATHA CHRISTIE:
EITT SINN SKAL
HVER DEYJA
Agatha Christie, frægasti sakamálahöf-
undur fyrr og síðar, raðar hér saman af
einskærri snilld umgjörð um atburði er
gerðust fyrir 4000 árum. Eins og áður
heldur hún lesandanum í spennu sem
jafnframt kallar á endalausar vangaveltur
um lausn málsins sem við er að fást.
Enginn höfundur nær svipuðum tökum á
þessu efni og Agatha Christie. 199 bls.
Bók nr. 4020 HEB-verð kr. 700
AGATHA CHRISTIE:
DAUÐINN Á
PRESTSSETRINU
Höfuðsmaðurinn var dauður. Á því lék
enginn vafi. Þarna var hann í öllu sínu
veldi. Hann lá þvert yfir skrifborðið í and-
styggilega óeðlilegri stellingu. Ég herti
upp hugann og gekk til hans. Ég lyfti upp
ískaldri hendi hans, hún féll máttlaus nið-
ur. Stóra vandamálið var, að fáeinum
stundum áður hafði ég sagt:
„Sá sem drepur höfuðsmanninn, gerir
heiminum stóran greiða." Einhver hafði
gert það á skrifstofunni minni. 240 bls.
Bók nr. 4021 HEB-verð kr. 700
AGATHA CHRISTIE:
INNSIGLI DAUÐANS
Ein allra besta bók Agöthu og er þá mikið
sagt. Snillingurinn Hercule Poirot á
stefnumót við lík. 191 bls.
Bók nr. 4022 HEB-verð kr. 1300
HOWARD FAST:
UPPGJÖRIÐ
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn
Ríkharður Cromwell er í senn töfrandi,
ríkur og myndarlegur. Upp er runninn sá
dagur er líf hans tekur miklum og varan-
legum breytingum, dagurinn þegar hann
ætlar að halda kvöldverðarboð fyrir valda-
mestu mennina í Washington. Lesandinn
fylgist með því er hann flækist í leyndar-
mál þeirra valdamiklu og auðugu, glímir
við málefni hjartans og neyðist til að taka
afdrifaríka afstöðu...
Bók nr. 4023 Heb-verð kr. 400
30
Bókaskrá