Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 32
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
SVEN HASSEL:
GPU-FANGELSIÐ
Sven Hassel er tvímælalaust vinsælasti
stríðsbókahöfundur sem komið hefur
fram á síðustu áratugum. Bækur hans
hafa komið út í yfir 60 þjóðlöndum og
hafa hlotið ótrúlegar viðtökur. GPU-fang-
elsið er hörkustríðsbók, skrifuð af manni
sem tók þátt í hildarleiknum.
Bók nr. 4032 HEB-verð kr. 1300
SVEN HASSEL:
GUÐI GLEYMDIR
Engar stríðsbækur eru meira lesnar en
bækur Sven Hassels. Hann barðist í
þýska hernum og þekkir því hörmungar
seinni heimstyrjaldarinnar af eigin
reynslu. Félagarnir Porta, Lilli, Gamlingi
og Flóðhesturinn í hersveit hinna for-
dæmdu eru hafðir í fremstu víglínu. Það
er enginn sem hefur áhyggjur af þeim.
Magnaðar lýsingar af samskiptum þess-
ara hermanna innbyrðis auk átaka við
óvininn gera bækur Sven Hassels að
metsölubókum um allan heim. 212 bls.
Bók nr. 4033 HEB-verð kr. 700
SVEN HASSEL:
TORTÍMIÐ PARÍS
Mestlesni stríðsbókahöfundur seinni tíma.
Höfundurinn var ungur maður í ævintýra-
leit þegar hann gekk í þýska herinn. Hann |
lifði af hörmungar stríðsins og ákvað að
segja frá reynslu sinni í bókum sínum.
Bók nr. 4034 Heb-verð kr. 1690
MARY HIGGINS CLARK:
VÖKULT ER
VARGSAUGAÐ
Mary Higgins Clark er ótvírætt einn helsti
spennusagnahöfundur nútímans. Hún
velur sér að yrkisefni þá afbrigðilegu. Út-
koman er ógnvekjandi, ritsnilldin slfk að
lesandanum er haldið föngnum allt til síð-
asta orðs. Allar bækur höfundarins hafa
orðið metsölubækur. 194 bls.
Bóknr.4035 HEB-verð kr. 1700
MARY HIGGINS CLARK:
MEÐAN HEILLADÍSIN
SEFUR
Ethel Lambston, slúðurdálkahöfundur
sem margir þekkja en fáir elska, hverfur
skyndilega. Neeve Kearny, eigandi glæsi-
legrar fataverslunar fær áhuga á málinu.
Hún gerir sér ekki grein fyrir að morðing-
inn er nær henni en hana grunar... Enn
ein snilldarbókin eftir Mary Higgins Clark.
241 bls.
Bók nr. 4036 HEB-verð kr. 1700
MARY HIGGINS CLARK:
DANSAÐ VIÐ DAUÐANN
Hver ný bók eftir Mary Higgins Clark vek-
ur athygli og milljónir aðdáenda bíða
spenntir eftir þeirri næstu. í þessari bók
segir frá því þegar auglýst er eftir konum í
einkamáladálkum dagblaðanna undir
fölsku yfirskini, konum sem hafa áhuga á
dansi og músík, en það verður dansinn
við dauðann.
Bóknr.4037 Heb-verð kr. 1690
JOHN KENNEDY TOOLE:
AULABANDALAGIÐ
Það var ekki fyrir ekki neitt sem þessi höf-
undur fékk hin viðurkenndu Pulitzer-bók-
menntaverðlaun. E.t.v. entist honum ekki
aldurtil að taka við Nóbelsverðlaunum.
Hann dó liðlega þrítugur og féll þá fyrir
eigin hendi. í þessari bók er hreinlega allt,
gleði, sorg, hlátur, biturð, sannleikurog
lygi. Einstætt bókmenntaverk sem engan
mann lætur ósnortinn.
Bók nr. 4038 HEB-verð kr. 750
VITA ANDERSEN:
HVORA HÖNDINA VILTU
Bókin fjallar um leit níu ára gamallar
| stúlku, Önnu, að móður sinni sem hefur
farið að heiman í leit að lífinu. Átakanleg
og kryfjandi saga barns sem elskar móð-
ur sína svo heitt að engin hindrun fær
stöðvað þrá þess til að fá hana að nýju
inn í líf sitt. Þessi saga var síðdegissaga
| Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum árum. 275
bls.
Bók nr. 4039 HEB-verð kr. 400
JACKIE COLLINS:
EIGINKONUR í
HOLLYWOOD
| Sagan er víða fyndin, hneykslandi á köfl-
um, stundum furðu dapurleg og snertir
sjálfar hjartataugar þessarar glitrandi
smáveraldar á Beverly Hills, lýsir moln-
andi menningu í spilltu samfélagi, þar
sem saman blandast hömlulaus siðspill-
ing, valdafíkn og fégræðgi. Eiginkonurnar
í Hollywood fara með lesandann í skoð-
unarferð þar sem hann hittir fyrir ógleym-
anlegar persónur uns ferðinni lýkur með
stökki inn í æsilegt og gersamlega óvænt
uppgjör.
Bók nr. 4040 HEB-verð kr. 700
MARTHA CHRISTENSEN:
FRÍDAGUR FRÚ LARSEN
Frú Larsen var full af trúnaðartrausti. Hún
treysti því að fólkið væri svo gott. Að það
myndi gera Jimmy að góðum dreng eins
og það hafði sagst ætla að gera. Hvers
vegna hefði hún átt að efast? Hún, sem
var lítilfjörlegri og heimskari en aðrir. Hún
skildi ekki kerfið, og kerfið skildi ekki
hana. Það tók frá henni son hennar.
Hvers vegna?
Bók nr. 4041 HEB-verð 250
DAVID BEATY:
HANS HÁGÖFGI
Sagan gerist í Afríku. Það er gerð bylting
í Afríkuríkinu Kajandi. Nýi einvaldurinn er
risi á vöxt, ófyrirleitinn og hjátrúarfullur.
Sagan er hlaðin spennu frá upphafi til
enda. Það verður enginn svikinn af því að
lesa bók eftir metsöluhöfundinn David
Beaty.
Bók nr. 4042 HEB-verð kr. 350
32
Bókaskrá