Heima er bezt - 02.10.1993, Page 34
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
C.S. FORESTER:
HORNBLOWER
SJÓLIÐSFORINGI
Hortatio Homblower er yngsti sjóliðsfor-
inginn á HMS „Renown,“ þegar skipið
heldur í leiðangur gegn Frökkum og
bandamönnum þeirra í Vestur-lndíum
árið 1802. Skipið er ekki farið úr höfn,
þegar Ijóst verður að Sawyer skipstjóri er
vanheill á geðsmunum og í rúmsjó verður
hann fyrir slysi svo að hann verður
óvinnufær. Það kemur því í hlut foringja
hans að vinna það verk, sem honum
hafði verið ætlað, að uppræta hreiður vík-
ingaskipa á Samanaflóa á Haiti.
Bók nr. 4053 Heb-verð kr. 500
ARTHUR CONAN DOYLE:
SJÖ SÖGUR
Höfundur þessarar bókar var einn af
kunnustu rithöfundum Breta. Hann var
fæddur 1859, las læknisfærði og stundaði
lækningar um skeið, en gerðist síðan
blaðamaður og að lokum skáldsagnahöf-
undur. Mesta frægð hefur hann hlotið fyrir
leynilögreglusögur sínar, Ævintýri
Sherlock Holmes, en auk þeirra hefur
hann ritað fjölda lengri og styttri sagna frá
ýmsum tímum.
Bók nr. 4054 Heb-verð kr. 300
ELICKMOLL:
ELDFLUGAN DANSAR
Þetta er skemmtileg saga. í henni segir
frá hæglátum vefnaðarvörukaupmanni,
sem sendur er til Japan í verslunarerind-
um. Eins og að líkum lætur kynnist hann
þar einni af þessum stúlkum (geisha),
sem hafa það að atvinnu að skemmta
ferðamönnum og viðskiptavinum stórra
fyrirtækja. En mörgum hættir til að mis-
skilja starf slíkra kvenna og af því getur
leitt hin spaugilegustu atvik. Frásögnin er
létt og lipur og þó hispurslaus.
Bók nr. 4055 Heb-verð kr. 300
I. ARNEFELT:
SONURFANGANS
Þetta er ástarsaga og gerist í Frakklandi
á þeim tímum er nýi tíminn er að ganga í
garð. Gömlu aðalsstéttirnar eru að missa
auð og völd en ættardrambið og hrokinn
stendur eftir nakinn, og harðbrjósta. í sög-
unni fléttast saman ást og hatur, blóðhiti
og kaldrifjuð raunhyggja. En ástin, sem er
blind, fer sínar eigin götur og sigrar að
lokum. Sagan er vel skrifuð og bráð-
skemmtileg aflestrar.
Bók nr. 4056 Heb-verð kr. 300
HARRY PATTERSON:
VIÐ RAGNARÖK
Það er komið að stríðslokum í Evrópu
vorið 1945. Margir foringjar nasista ætla
að ráða sér bana til þess að lenda ekki í
ómildum höndum bandamanna. Einn
þeirra, staðgengill Hitlers, Bormann, þyk-
ist kunna ráð til að komast undan. Hann
ætlar að nota þekkta fanga, sem hafðir
eru í haldi í Bæjaralandi, til að semja við
bandamenn um að hann fái að vera laus
allra mála. Hann fær vaskan SS-foringja,
Ritter að nafni, í lið með sér og þeir fara
til Bæjaralands til að taka fangana í sína
vörslu. Þeir hafa Ifka ráð á vaskri, finnskri
hersveit við framkvæmdina. Það á að
vera auðvelt að vinna verkið... En Bor-
mann kemur of seint. Fangabúðastjórinn
hefur náð sambandi við bandamenn og
þrír amerískir hermenn hafa tekið við
uppgjöf búðanna. Bormann vill ekki una
því og leggurtil atlögu. En verjendurnir,
fyrrum fangar, fangaverðir og hermenn,
búast til varnar og hrinda árás Bormanns
og manna hans. Bormann kemst að vísu
undan, en þeir eru margir sem leita hans,
meðal annars einn fanganna, sem á sér-
stakra harma að hefna...
Bók nr. 4057 Heb-verð kr. 500
JACK HIGGINS:
STRÍÐ í STORMI
Bókin fjallar um ævintýralega siglingu
nokkurra Þjóðverja frá Brasilíu til Evrópu
á síðasta ári seinni heimsstyrjaldarinnar.
Farkosturinn er ævagamalt seglskip og
meðal farþeganna eru nokkrar nunnur,
sem starfað hafa í Brasilíu öll styrjaldarár-
in síðari. Áhöfnin er mestmegnis sjóliðar
af kafbátum, sem ýmist höfðu farist eða
hrakist til Brasilíu undan ofurveldi Banda-
manna. Inn í frásögnina fléttast auk þess
ýmsir atburðir að baki víglínunnar, bæði á
meginlandinu og í Englandi, og auk þess
Noregi.
Bók nr. 4058 Heb-verð kr. 800
JACK HIGGINS:
EINLEIKARINN
Mikali var heimskunnur og eftirsóttur ein-
leikari. Hvar sem hann fór, var honum
tekið sem miklum aufúsugesti. Kvenhylli
hans var slfk að jafnvel kaldlyndustu kon-
um hitnaði um hjartarætur, er hann birtist,
þó að hann sýndi þeim oftast fálæti. En
hann lifði tvöföldu lífi, því að jafnframt var
hann einn grimmlyndasti morðinginn,
sem lagði leið sína um stórborgir Evrópu.
Hann vann verk sitt eingöngu vegna
spenningsins, sem því fylgdi, en hvorki af
hugsjón né í hefndarskyni. Asa Morgan
var einnig morðingi en hann var hermað-
ur að eðlisfari og atvinnu, sem hafði barist
við skæruliða og hermdarverkamenn í
Kóreu, Malasíu og á Kýpur, svo eitthvað
sé nefnt. Þegar þessum tveimur mönnum
laust saman gat það aðeins endað á einn
veg.
Bók nr. 4059 Heb-verð kr. 800
JACK HIGGINS:
LUCIANO SENDIFÖR
MAFÍUFORINGJANS
Sumarið 1943 ráðgerðu Bandamenn inn-
rás á Sikiley. Mönnum óaði við því mikla
mannfalli sem talið var að sú hernaðarað-
gerð hefði í för með sér. Ákveðið var því
að reyna að fá ítalska bændur til að rísa
upp gegn hernámsliði Þjóðverja, sem öllu
héldu í járngreipum. Ljóst var þó, að Mafí-
an sikileyska var eini aðilinn, sem gæti
fengið fólkið til þessa og var því leitað til
alræmds Mafíuforingja og glæpamanns í
New York, Lucky Luciano að nafni. Hann
var af sikileysku bergi brotinn og átti enn
mikil ítök í ættlandi sínu.
Bók nr. 4060 Heb-verð kr. 500
34
Bókaskrá