Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 02.10.1993, Blaðsíða 39
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR GUNNAR BJARNASON: LÍKABÖNG HRINGIR í þessari bók segir Gunnar Bjarnason frá ýmsum afskiptum sínum af málefnum landbúnaðarins. Fyrst og fremst er þetta þó sagan um eins vetrar skólastjóradvöl hans á Hólum í Hjaltadal, forsögu þess og eftirmála. Á meðan Gunnar var skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum voru geysi- lega mikil blaðaskrif um störf hans þar, jafnvel svo að jaðraði við rógsherferð. Endaði það með því að hann var hrakinn frá störfum af flokksbróður sínum, Ingólfi Jónssyni frá Hellu, þáverandi landbúnað- arráðherra. Fleiri háttsettir menn koma hér við sögu og í þessari bók jafnar Gunnar reikningana. Hafi einhver haldið að Gunnar ætlaði að láta þessi mál liggja í þagnargildi, þá þekkir sá hinn sami ekki Gunnar Bjarnason. í krafti mælsku sinnar og samvisku svarar Gunnar fyrir sig svo um munar. Bók nr. 5021 HEB-verð kr. 400 FRIÐRIK HALLGRÍMSSON: MARGSLUNGIÐ MANNLÍF í þessari bók rekur Friðrik Hallgrímsson frá Úlfsstaðakoti í Skagafirði æviminning- ar sínar. Friðrik er stálminnugur þó kom- inn hafi verið á níræðisaldur þegar hann skrifaði bókina og frásögn hans er leik- andi létt og hann fer ekki dult með skoð- anir sínar á mönnum og málefnum sinnar samtíðar. Bók nr. 5022 HEB-verð kr. 400 KRISTMUNDUR BJARNASON og HANNES PÉTURSSON: ENDURMINNINGAR ÞÓRIS BERGSSONAR Þessi meistari smásagnanna ólst upp í Skagafirði og á Snæfellsnesi, gerðist op- inber starfsmaður í Reykjavík, en sinnti ritstörfum sínum í hjáverkum. Það kom þó ekki í veg fyrir að lærðir og leikir skip- uðu honum á heiðursbekk rithöfunda okk- ar. Hannes Pétursson og Kristmundur Bjarnason sáu um útgáfuna en formáls- orð eru eftir Guðmund G. Hagalín. Bók nr. 5023 HEB-verð kr. 450 ÞORSTEINN MATTHÍASSON: í ANNRÍKI FÁ- BREYTTRA DAGA Þetta er þriðja bókin í þessum bókaflokki. Þetta er saga fólksins sem lætur lítið yfir sér frá degi til dags, en í frásögn þess birtist saga lands og þjóðar. Hér eru á ferð hetjur sem ekki er hampað, en unnu störf sín af æðruleysi og lögðu grunninn að velferðarríki nútímans. 220 bls. Bók 5024 HEB-verð kr. 400 MAYA ANGELOU: SAMAN KOMIN I' MÍNU NAFNI í fyrstu bók sinni, „Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur," segir Maya frá æsku sinni í Suðurríkjum Bandaríkjanna, fátækt og misrétti. Nú hefur Maya eignast son. Atvinnulaus og einangruð lendir hún í stuttum og tilgangslausum ástarsam- böndum. Hún stundar stopula vinnu í verslunum, veitingahúsum og nætur- klúbbum. Erfið staða leiðir hana út í vændi og eiturlyf, en þrátt fyrir mótlætið tekst henni að finna fótfestu sem á eftir að færa henni betra líf. 168 bls. Bók nr. 5025 HEB-verð kr. 700 MAYA ANGELOU: SYNGJUM OG DÖNSUM DÁTT SEM UM JÓL Þetta er þriðja bókin eftir hinn þekkta kvenrithöfund Maya Angelou. Efni þess- arar bókar fjallar um þegar Maya flytur aftur suður á bóginn og hefur kennslu- störf við Wake Forest-háskólann í Norður Karólínuríki. Ævisaga þessarar banda- rísku skáldkonu er talin meðal bestu verka bandarískra rithöfunda á seinni tím- um. Fyrri bækur hennar er komið hafa út á íslensku hafa hlotið óskipta athygli. 240 bls. Bók nr. 5026 HEB-verð kr. 700 MAYA ANGELOU: KONUHJARTA Þetta er fjórða bindi hinnar hugnæmu sjálfsævisögu Mayu Angelou. Tilvera hennar hefur tíðast verið grimm og hún þurfti að beita öllum ráðum sínum til að verða ekki undir í baráttunni fyrir lífi sínu og sonar síns. Hún er óskólagengin og eignast son sinn sautján ára gömul. En hún yfirstígur alla erfiðleika og menntar sig sjálf í skóla lífsins. 271 bls. Bók nr. 5027 HEB-verð kr. 700 MAYA ANGELOU: GUÐSBÖRN ÞURFA GÖNGUSKÓ í fimmta bindi hinnar athyglisverðu ævi- sögu sinnar flyst Maya til Ghana til þess að sannreyna að „ekki verður aftur snúið heim.“ Hún nýtur þess í fyrstu að vera svört í svertingjalandi en... Maya Angelou hefur einstaka hæfileika til að leiða les- andann inn í persónulegt völundarhús sitt og leiða hann út aftur endurnærðan og jafnvel fagnandi. 196 bls. Bók nr. 5028 HEB-verð kr. 700 ERLINGUR DA VÍÐSSON: ALDNIR HAFA ORÐIÐ 4. BINDI Hér segja frá: Björn Axfjörð, Eysteinn Jónsson, Grímur Valdemarsson, Guðmundur Frímann, Jón Friðriksson, Zophonías Jónsson og Þor- gerður Siggeirsdóttir. Bók nr. 5029 HEB-verð kr. 600 ERLINGUR DAVÍÐSSON: ALDNIR HAFA ORÐIÐ 7. BINDI Þau sem segja frá: Alfreð Ásmundsson, Ágúst Þorvaldsson, Jóhann Magnússon, Jóhannes Óli Sæ- mundsson, Kári Valsson, Sigfús Þorleifs- son, Sigurbjörg Benediktsdóttir. Bók nr. 5030 HEB-verð kr. 600 ERLINGUR DAVÍÐSSON: ALDNIR HAFA ORÐIÐ 8. BINDI Þau sem segja frá: GunnlaugurTr. Gunnarsson, Helgi Guð- mundsson, Oddný Guðmundsdóttir, Run- ólfur Guðmundsson, Soffía Sigurðardóttir, Vagn Þorleifsson og Þórir Áskelsson. Bók nr. 5031 HEB-verð kr. 600 Bókaskrá 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.