Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 41
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR
málaferlum í skilnaðarmáli sínu og mörgu
fleiru sem kemur á óvart.
Bók nr. 5044 HEB-verð kr. 700
BJÖRN JÓNSSON
(BJÖSSI BOMM):
GLAMPAR Á GÖTU
Margir þekkja Björn Jónsson undir nafn-
inu Bjössi bomm. í bókinni lýsir Bjössi
bernskuárum sínum og bommertum á
Sauðárkróki, bæ alsælu og sólskins.
Bjössi bomm er ærslafullur drengur og
uppátæki hans eru sum hver ótrúleg,
jafnvel hneykslanleg. Bjössi lýsir þeim og
dregur ekkert undan. Lesandinn hrekkur
jafnvel í kút eins og einhver hafi læðst aft-
an að honum og öskrað í eyra hans.
Myndskreytingar í bókinni eru eftir bróður
hans, Jóhannes Geir lismálara. 270 bls.
Bók nr. 5045 HEB-verð kr. 700
BJÖRN JÓNSSON LÆKNIR
(BJÖSSI BOMM):
ÞURRT OG BLAUTT
AÐ VESTAN
Síðara bindi ævisögu Bjössa bomm.
Hann segir frá skólaárum á Akureyri og í
Reykjavík og ekki síst frá læknisstörfum í
Vesturheimi. Bjössi bomm er ekki venju-
legur maður en hann er hreinskilinn við
sjálfan sig og aðra. Hann segir frá
drykkjuskap og daðri við fallegar konur.
Hann var læknir á meðal indíána og varð
þá að gera ýmislegt sem ekki mundi við-
urkennt í Skagafirði, en Bjössi er og verð-
ur Bjössi bomm.
Bók nr. 5046 HEB-verð kr. 700
ÞÓRA EINARSDÓTTIR:
AF LÍFI OG SÁL
Þóra Einarsdóttir sem kennd er við Vernd
segir í þessari bók frá ýmsu sem á daga
hennar hefur drifið. Þessi ákveðna kona
hefur beitt kröftum sínum í þágu þeirra
sem fæstir vilja vita af. Hún lætur ekkert
aftra sér þegar hún berst fyrir þetta fólk,
hvort sem það eru rónar á íslandi eða
holdsveikir á Indlandi. Hrífandi frásögn
hrífandi konu sem á erindi til okkar allra.
Bók nr. 5047 HEB-verð kr. 700
BETRl
HELMINGIMNN
Pær hafa áhrif
Þær eru sjaldan í fjölmidlum
t>æ r hafa frá ýmsu að segja
ÝMSIR HÖFUNDAR:
BETRI HELMINGURINN
Sérstæð bók um konur sem giftar eru
þekktum einstaklingum í íslensku þjóðlífi.
Þær eru: Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir,
maki Guðjón B. Ólafsson forstjóri S.Í.S.,
Ebba Sigurðardóttir, maki herra Ólafur
Skúlason biskup, Margrét Kristín Sigurð-
ardóttir, maki Ragnar Halldórsson, fyrrv.
forstjóri íslenska álfélagsins, Jónína
Benediktsdóttir, maki Svavar Gestsson,
menntamálaráðherra og Gerður Unn-
dórsdóttir, maki Vilhjálmur Einarsson,
skólameistari, Egilsstöðum.
Bók nr. 5048 HEB-verð kr. 1750
ÝMSIR HÖFUNDAR:
BETRI HELMINGURINN
Frásögn kvenna sem giftar eru þekktum
einstaklingum. Unnur Ólafsdóttir, maki
séra Pálmi Matthíasson, Sigríður Haf-
stað, maki Hjörtur E. Þórarinsson bóndi
Tjörn, Ólafía Ragnarsdóttir, maki Sigurð-
ur Geirdal, bæjarstjóri Kópavogi, Gunn-
þórunn Jónsdóttir, maki Óli Kr. Sigurðs-
son, forstjóri Olís, Helga Jóhannsdóttir,
maki Ómar Ragnarsson, fréttamaður. 220
bls.
Bóknr.5049 HEB-verð kr. 1750
ÝMSIR HÖFUNDAR:
BETRI HELMINGURINN
Frásagnir kvenna sem giftar eru þekktum
einstaklingum. Jóna Dóra Karlsdóttir,
maki Guðmundur Árni Stefánsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, Sigríður Guðmunda
Brynjólfsdóttir, maki Ásgeir Guðbjartsson
skipstjóri, ísafirði, Ólöf Stella Guðmunds-
dóttir, maki Róbert Arnfinnsson, leikari,
Matthildur Jónsdóttir, maki sr. Bolli Gúst-
afsson, vígslubiskup á Hólum, Ástríður
Andersen, maki Hans G. Andersen fyrrv.
sendiherra.
Bók nr. 5050 HEB-verð kr. 2200
KRISTJÁN PÉTURSSON,
LÖGGÆSLUMAÐUR:
MARGIR VILDU HANN
FEIGAN
Kristján er langþekktasti löggæslumaður
seinni tíma á íslandi. Hann hefur stjórnað
rannsóknum á helstu sakamálum og átt
stærstan hlut í að upplýsa þau. Hann hef-
ur aftur og aftur rakið mál til fyrirmanna í
samfélaginu og þá verið stöðvaður. Hann
lét illa að stjórn enda fór hann sínar eigin
leiðir. Þessi bók staðfestir margvíslega
spillingu í íslensku réttarfari.
Bók nr. 5051 HEB-verð kr. 750
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON:
GAGNNJÓSNARI
BRETA Á ÍSLANDI
Heimsstyrjöldin síðari skóp mörgum
manninum sérkennileg örlög og íslend-
ingurinn Ib Árnason Riis fór ekki varhluta
af því. Þýska leyniþjónustan sendi hann
hingað til lands vorið 1942, en hann gekk
til liðs við bresku leyniþjónustuna og
gerðist gagnnjósnari hennar. Hann segir
frá atburðum sem tengdust njósnum hans
og kemur þar margt á óvart. 200 bls.
Bók nr. 5052 HEB-verð kr. 1750
PELE - SVARTA PERLAN
ÞÝÐING: ÁSGEIR INGÓLFSSON
Bókarauki eftir Víði Sigurðsson
Hér segir frá frægasta knattspyrnumanni
fyrr og síðar, Brasilíumanninum Pele.
Hann ólst upp við erfiðar aðstæður en af
einstökum dugnaði og útsjónarsemi varð
hann ókrýndur konungur knattspyrnunn-
ar. Bókin er saga hans utan og innan
knattspyrnuvalla. Bókinni fylgir viðauki,
frásögn af komu Pele til íslands á þessu
ári í máli og myndum.
Bók nr. 5053 HEB-verð kr. 4000
Bókaskrá
41