Heima er bezt - 02.10.1993, Qupperneq 43
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR
skeið, frá 1956-1976. Hlífirengum sem
við sögu kemur. Söguefni Gagnnjósnar-
ans líkist vísindaskáldskap þó að fjallað
sé um atburði sem borið hefur hátt í frétt-
um á undanförnum áratugum.
Bók nr. 5064 HEB-verð kr. 350
DAVIDREED:
ANNA
Anna er ein átakanlegasta ástarsaga okk-
ar daga, en hún er líka átakanleg saga
um fagra, unga konu, sem bilar á geðs-
munum og ræður sér loks bana með
hörmulegum hætti. Þess vegna er þessi
saga meðal merkustu harmsagna, sem
ritaðar hafa verið á síðustu árum. En
Anna er ekki skáldverk heldur sönn frá-
sögn rituð af eiginmanni hennar. Hvert
atriði, sem fjallar um fortíð Önnu og loka-
baráttu hennar, sem getur ekki endað
nema á einn veg, er skráð með hrotta-
legri hreinskilni.
Bók nr. 5065 Heb-verð kr. 350
FRIÐGEIR H. BERG:
AÐ HEIMAN OG HEIM
ENDURMINNINGAR
VESTUR-ÍSLENDINGS
Höfundur þessarar bókar, var þéttur á
velli og þéttur í lund, en átti þó viðkvæmt
skap, lítill yfirborðsmaður, en hjartahlýr.
Hann var átthagans barn, en heimsborg-
ari þó, manna fegurst talaður á móður-
máli sínu, en þó mætavel að sér í enskri
tungu, óskólagenginn að mestu, en þó
gagnmenntaður í sönnum skilningi þess
orðs, raunsær í aðra röndina, dulhyggju-
maður á hinn bóginn er sá fyrir óorðna
hluti. Hann var bjartsýnn öðrum þræði, en
þunglyndur þó, trúmaður og efagjarn í
senn. Óhætt er að mæla með þessari
bók. Hún er í senn fróðleg og skemmti-
leg.
Bók nr. 5066 Heb-verð kr. 380
MATTHÍAS HELGASON
FRÁ KALDRANANESI:
AÐ MORGNI
ENDURMINNINGAR, Mll
Minningar Matthíasar eru bæði stórfróð-
legar og vel skrifaðar. Þótt nokkrir hafi á
undanförnum árum rifjað upp ýmislegt úr
lífi þjóðarinnar á nítjándu öldinni, þá eru
minningar Matthíasar á Kaldrananesi sér-
stæðar.
Bók nr. 5067
Heb-verð allar þrjár._kr. 950
STEINUNN S. BRIEM:
í SVIPMYNDUM
1 Blaðaviðtöl sem höfundur tók fyrir dag-
blaðið Vísi og vikublaðið Fálkann um trú-
arleg og dulræn efni, leiklist, dans, söng
j og músík.
Bók nr. 5068 Heb-verð kr. 400
STEINUNN S. BRIEM:
í SVIPMYNDUM II
Hér kemur seinni hluti blaðaviðtala höf-
undar er fjalla um hin margvíslegustu
efni. Dæmi úr einu viðtalanna:
„Það er ekki hót upp úr mér að hafa,“
sagði Jón Helgason prófessor í bréfi til að
j vara mig við fyrirfram. „Það er ekkert upp
úr mér að hafa,“ ítrekar hann þegar ég er
sest andspænis honum með ritföng í
höndum og vonarsvip á andlitinu. „Ekki
par.“ Hann situr í hægindastól í einu
horni stofunnar og gerir samviskusam-
lega tilraun til að líta út eins og sér hafi
aldrei stokkið bros um ævina. Það tekst
j ekki nema miðlungi vel, hann brosir nefni-
lega einhvers staðar í augnkrókunum, þó
að varirnar hreyfist ekkert úr skorðum."
Bók nr. 5069 Heb-verð kr. 400
EDMOND PRIVAT:
ENDURMINNINGAR
BRAUTRYÐJANDA
Við kynnumst hér ungum manni, sem
gæddur er óvenjulegu siðferðisþreki, hug-
rekki og hugsjónavilja. Skarpskyggni og
stefnufesta einkenna gerðir hans ásamt
óbilandi trú á góðan málstað. Ræðulist
hans og stílsnilld á esperanto var við
brugðið. Það er mikil heiðríkja yfir þessari
bók, hátt til lofts og vítt til veggja.
Bók nr. 5070 Heb-verð kr. 300
ELIN BRUUSGAARD:
AUGLITI TIL AUGLITIS
Þessi bók er ekki pólitísk. Þetta er fyrst
og fremst bók um það þegar konur hitt-
ast. Þarna eru konur úr yfirstéttum þriðja
heimsins með auð sinn og yfirlæti, sem
verkar lamandi. Þarna eru þorpskonur
með börn sín á baki, börn sér við hönd,
börn í móðurkviði, berandi byrðar, lítils-
virtar og kúgaðar. Konur úr fátækrahverf-
um stórborganna... Þær koma höfundin-
um við og hún fær okkur til að fylgjast
með. Þetta er beinskeytt og heiðarleg
bók.
Bók nr. 5071 Heb-verð kr. 300
ÓLAFUR JÓNSSON:
Á TVEIMUR
JAFNFLJÓTUM I
Þetta er fyrra bindi sjálfsævisögu Ólafs.
Hann segir að vísu: „Þetta er ekki starfs-
I saga mín, nema að því leyti, að dálítið
verður fjallað um ýmis aukastörf mín.“
Ólafur hefur frá mörgu að segja og frá-
j sögn hans er skemmtileg og fróðleg.
Bók nr. 5072 Heb-verð kr. 850
ÓLAFUR JÓNSSON:
Á TVEIMUR
JAFNFLJÓTUM II
i Hér er á ferð annað bindi æviminninga
Ólafs Jónssonar. Þær eru skemmtilega
j skrifaðar, frásögnin hógvær og látlaus.
j Bókin hefur að geyma mikinn og almenn-
anfróðleik.
Bók nr. 5073 Heb-verð kr. 850
Bókaskrá
43