Heima er bezt - 02.10.1993, Side 51
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
LÖGFRÆÐINGA-
BRANDARAR
Safnað hefur Ótafur Stefánsson frá
Kalmanstungu.
Hér hefur verið safnað saman bráð-
skemmtilegri fyndni af lögfræðingum og
málaferlum. Sagt erfrá ýmsum látnum og
lifandi. Sýnishorn úr bókinni:
Dómarinn bendir dómþola á, að hann geti
áfrýjað máli sínu. Dómþoli: „Ég áfrýja hér
með til heilbrigðrar skynsemi.“
Dómari: „Það dómstig er ekki til.“
Bóknr.6045 HEB-verð kr. 1300
KJARTAN ÓLAFSSON:
SÓL í FULLU SUÐRI
Þessi bók kom út fyrir meira en þrjátíu
árum og seldist þá upp á þremur vikum.
Höfundurinn hefur nú endurskoðað hið
upphaflega handrit og má með sanni
segja að hann hafi skrifað nýja bók,
byggða á sömu undirstöðu og hina fyrri.
Kjartan Ólafsson hefur ætíð fengið mikið
lof fyrir mál og stíl. Einn af þekktustu höf-
undum þjóðarinnar fór mjög lofsamlegum
orðum um bækur Kjartans vegna „máls
og stíls, sem hvergi hnígur." Bókin fjallar
um Suður-Ameríku, þar sem höfundurinn
dvaldi og kynnti sér lönd og þjóðir þessa
heimshluta. Bókin á ekki síður erindi nú
en áður, þar sem heimurinn „minnkar“
stöðugt og fleiri og fleiri íslendingar heim-
sækja fjarlæga heimshluta og sækjast
eftir fróðleik um aðrar þjóðir. Sól í fullu
suðri er snilldarvel skrifuð og unun að
lesa hana þess vegna, en hún er líka haf-
sjór af fróðleik.
Bók nr. 6046 HEB-verð kr. 1300
DEIRDRE SANDERS:
101 SPURNING OG
SVÖR UM KYNLÍF
Ekkert er jafnmikilvægur né jafn umtalað-
ur þáttur í lífi hvers manns og kynlífið. Þó
er þessi þáttur hjúpaður fáfræði og leynd.
Höfundur þessa rits, Deirdre Sanders,
gefur opinská og áhrifarík svör við þeirri
eitt hundrað og einni spurningu sem
mörgum, bæði ungum og gömlum, er oft-
ast efst í huga.
Bók nr. 6047 HEB-verð kr. 500
DR. ANDREWSTANWAY:
UNAÐUR KYNLÍFS
OG ÁSTA
Þessari bók er ætlað að auka hæfileika
þína og kunnáttu á sviði kynlífs og ásta-
mála. Hún lýsir hvernig slíkt má gera með
því að auka vitund þína um kyneðli sjálfs
þín og maka þíns og tjáningarhæfni. í
bókinni eru teikningar sem gera efni
hennar mjög aðgengilegt og bókin verður
einstaklega falleg. 160 bls.
Bóknr.6048 HEB-verð kr. 1900
DR. ANDREWSTANWAY:
UNAÐSDRAUMAR
OG ÍMYNDANIR
KYNLÍFSINS
Þessi bók er eins konar viðbót við bók
Stanways, „Unaður kynlífs og ásta“ og er
ætluð konum og körlum sem vilja kynnast
betur eigin kynlífi, auðga það og bæta.
Allir eiga sér kynferðislegar og rómantísk-
ar ímyndanir. Sumt fólk á þær en veit ekki
af þeim, aðrir vita af þeim, en fara mjög
dult með þær. Bókina prýða einstaklega
fallegar teikningar. 160 bls.
Bók nr. 6049 HEB-verð kr. 1900
CAROLINE ELLWOOD,
MARY REYNOLDS:
ÍTÖLSK MATREIÐSLA
Um 100 uppskriftir eru í hvorri bók og
fylgja litmyndir hverri uppskrift. Hér er
hægt að kynnast matreiðslu annarra
þjóða á ódýran hátt. Allar uppskriftir hafa
verið reyndar af íslenskum matreiðslu-
manni. Allt sem nota þarf í réttina er fáan-
legt í betri matvöruverslunum.
Bók nr. 6050 HEB-verð kr. 350
NAOMI GOOD,
CAROLINE ELLWOOD:
INDVERSK MATREIÐSLA
Bók nr. 6051
FRÖNSK MATREIÐSLA
Bók nr. 6052
Bækurnar í þessum flokki eru eingöngu
fyrir sælkera. Þær eru ætlaðar öllum þeim
sem vilja auka þekkingu sina á matargerð
og bjóða öðrum uþp á nýjungar í matar-
gerð. Matreiðslubækur fyrir almenning á
mjög góðu verði.
HEB-verð kr. 350 hvor bók.
SIGURÐUR SVERRISSON
OG VÍÐIR SIGURÐSSON:
ÍSLENSK
KNATTSPYRNA 1982
Jafntefli íslenska landsliðsins gegn HM-
liði Englendinga, jafnteflið við Holland og
tapið óvænta fyrir Möltu á Sikiley. Frá-
sagnir af öllum öðrum landsleikjum ís-
lands sumarið 1982, drengja, unglinga og
kvenna. Litmyndir af öllum íslands- og
bikarmeisturum í knattspyrnu 1982.
Bók nr. 6053 HEB-verð kr. 1200
VÍÐIR SIGURÐSSON:
ÍSLENSK
KNATTSPYRNA 1983
Sem fyrr er gangur keppnistímabilsins
rakinn frá 1. janúar til októberloka. Frá-
bær frammistaða liðanna í Evrópumótun-
um, hörkuspennandi íslandsmót sem ekki
var til lykta leitt þó síðasta leik væri lokið,
frásagnir af öllum landsleikjum karla,
kvenna, unglinga og drengja. Myndaopna
frá afrekshelgi Atla Eðvaldssonar og úr
bikarúrslitaleiknum, myndir úr leikjum og
af fjölda leikmanna úr öllum deildum. Lit-
myndir af öllum íslandsmeisturum ársins
1983.
Bóknr.6054 HEB-verð kr. 1200
VÍÐIR SIGURÐSSON:
ÍSLENSK
KNATTSPYRNA 1985
Bókin hefur að geyma ómetanlegar heim-
ildir. Leikjafjöldi og markaskor allra leik-
manna í öllum deildum íslandsmótsins er
tíundaður og þá er í fyrsta skipti hér á
landi hægt að sjá á einum stað heildar-
fjölda 1. deildarleikja og markaskor ein-
stakra leikmanna. Að vanda er í bókinni
að finna mikinn fjölda svart hvítra mynda.
Litmyndir af meistaraliðum ársins 1985.
Bók nr. 6055 HEB-verð kr. 1200
Bókaskrá
51