Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Side 59

Heima er bezt - 02.10.1993, Side 59
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR % slíkum „sannleika" og hafa löngun til þess að fræða um þetta mál eins og gefast kunni, sem þó var fyrirfram sýnt, að mundi lítið þakklátt mál, því að þeir sem trúa í blindni þykjast ekki þurfa þekkingu og tekur það til margra mannlegra efna.“ 2. útg. Bóknr.6142 Heb-verð kr. 300 BENEDIKT GÍSLASON FRÁ HOFTEIGI: í SÖGUTÚNI Flest af því sem hér birtist er áhugavert fyrir þá sem vilja skyggnast betur inn í þær aldir sem minnst hefur verið fjallað um í sögu landsins, fjórtándu og fimmt- ándu öldina. Á þeim tímum koma margir menn við sögu sem ekki er vitað hvernig tengjast fyrri tíma mönnum, hvorki að ætt né mægðum. Hér er fyrir hendi mikið rannsóknarefni í sögu, að skipa mönnum í rétt sæti, enda skýrir það gjarnan óljósa þætti í framvindu sögunnar. Höfundur taldi sig hafa fundið nokkra leiðarsteina sem auðvelda að finna leiðina að þessu marki. Má þar til nefna fornar nafngifta- reglur, ættaróðalsréttinn og niðurstöður staðamála. í þeim þáttum sem hér fylgja eru málin oftast skoðuð út frá þessum sjónarmiðum. Bóknr.6143 Heb-verð kr. 250 ÞORSTEINN MATTHÍASSON: ÉG RAKA EKKI í DAG, GÓÐI Þegar við lesum sögu þjóðarinnar, fáum við fyrst og fremst hugmynd um líf þeirra karia og kvenna, sem risið hafa úr hafi meðalmennskunnar og verið áberandi með hverri kynslóð. Við fáum tækifæri til að leggja okkar dóm á störf þeirra og heiðra minningu þeirra, ef okkur finnst það við eiga. Við höldum á lofti nöfnum þeirra manna, sem staðið hafa í farar- broddi með hverri kynslóð og segjum að þjóðin eigi þeim gott eða grátt að gjalda. í þessari bók eru birtir nokkrir þættir úr þjóðlífi voru, brot úr gullastokki íslenskrar alþýðu. Bóknr.6144 Heb-verð kr. 250 SR. KJARTAN HELGASON HRUNA, O.FL: GAMLAR TALGÁTUR Gátur þær, sem hér koma fram á sjónar- sviðið eru af sérstakri gerð og gamlar þó. Höfundar nefna þær talgátur, en nú þætti talnagátur sennilega réttara nafn, en sjálf- sagt er að þær beri það heiti, sem þeim var gefið í upphafi. Gátur þessar urðu þannig til að höfundar höfðu það að leik sínum að semja þær og senda hver öðr- um. Mun það einkum hafa verið á tímabil- inu 1905-1913, að því er best verður vit- að. Er efni þeirra stundum bundið við samvinnu höfunda eða ferðalög. Bóknr. 6145 Heb-verð kr. 200 VIGFÚS GUÐMUNDSSON: BREIÐABÓLSTAÐUR í FLJÓTSHLÍÐ Vigfús Guðmundsson var gerhugull og nákvæmur rithöfundur. í þessari bók fjall- ar hann um Breiðabólstað í Fljótshlíð, gerir nákvæma grein fyrir ábúendum og prestum þeim, sem staðinn hafa setið, rekur sögu kirkjunnar og eigna hennar og lýsir bæjarhúsum og hjálendum. Bóknr.6146 Heb-verð kr. 400 HITT í MARK HNYTTIN TILSVÖR GUNNAR ÁRNASON SAFNAÐI Dæmi um efnistök: Yfirlæknir á geðspítala var afar bráðlynd- ur og ómjúkur í orðum, ef eitthvað bar út af. Eitt sinn er honum gekk seint að fá umbeðið símtal, argaði hann í símastúlk- una: „Vitið þér nokkuð hver ég er?“ „Nei,“ svaraði stúlkan blíðum rómi. „En ég veit hvar þér eruð.“ Bóknr.6147 Heb-verð kr. 200 BJÖRN MAGNÚSSON: GUÐFRÆÐINGATAL 1847-1976 í þessari bók eru æviskrár nálega 570 manna, allra þeirra guðfræðinga, sem lokið hafa prófi frá Prestaskólanum og guðfræðideild Háskóla íslands og að auki þeirra, sem luku guðfræðiprófi frá Hafnar- háskóla eftir að Prestaskólinn var stofn- aður. Gerð er grein fyrir ætterni manna, námsferli og starfsferli, ritstörfum, hjúskap og börnum og vísað til nánari umsagna um þá í bókum, blöðum og tímaritum, eft- ir því sem til hefur náðst. Bóknr.6148 Heb-verð kr. 900 FREDERIK WILÖFF: HEILLAR MIG SPÁNN Líklega hafa á Spáni geisað styrjaldir, uppreisnir og borgarastríð meira en í nokkru öðru landi Evrópu. Landið er brú milli tveggja heimsálfa. Gíbraltarsundið er ekki svo breitt, að það hafi orðið veruleg- ur þröskuldur fyrir innrásarheri, sem á umliðnum árþúsundum hafa flætt inn í álf- una frá löndum Afríku. Saga Spánar er stórbrotin. Spænska þjóðin er glæsileg og tignarleg í fasi. List hennar sérstæð. Byggingarstíllinn vekur athygli ferða- mannsins. Hann er sambland af franskri list og byggingarstíl Múhameðstrúar- manna. Höfundurinn kynnir okkur þetta litríka land, sögu þess, kirkjusiði, listina og hið ólgandi þjóðlíf. Bóknr.6149 Heb-verð kr. 300 STEFÁN BJARNASON: ÍSLENSKIR SAMTÍÐARMENN Höfundur segir í formála um tilurð bókar- innar: „Skyldi að því stefnt að taka í ritið flesta þá aðila sem áttu heima í því samkvæmt skilgreiningu við val manna í fyrri bindin, en af einhverjum ástæðum komust ekki með þá. Einnig skyldu teknir með þeir að- ilar, eldri sem yngri, sem síðar hafa til komið og falla undir þá skilgreiningu, en hún var þessi: Allir þeir, er gegna eða gegnt hafa meiri háttar opinberum störf- um í þágu ríkis, höfuðborgar, bæjarfélaga og sveitarfélaga, enn fremur athafna- menn, forstöðumenn eða aðrir sérstakir trúnaðrmenn fyrirtækja í ýmsum starfs- greinum, forvígismenn í félagsmálum og annarri menningarstarfsemi, rithöfundar, listamenn, sem viðurkenningu hafa hlotið og ýmsir fleiri, sem eigi er unnt að gera tæmandi grein fyrir í stuttu máli.“ Bóknr.6150 Heb-verð kr. 450 Bókaskrá 59

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.