Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 60

Heima er bezt - 02.10.1993, Síða 60
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR i FRIÐRIK THEODÓR INGÞÓRS- SON: NIÐJATAL GUNNLAUGS BJÖRNSSONAR BÓNDA ÁÓSPAKSSTÖÐUMí HRÚTAFIRÐI Gunnlaugur var tvíkvæntur; var fyrri kona hans Sigríður Bjarnadóttir frá Hrafnadal í Strandasýslu, Halldórssonar, Bjarnasonar frá Litlu-Ávík í Strandasýslu, móðir henn- ar Sigríður Jónsdóttir, Jónssonar frá Bræðrabrekku í Bitru. Seinni kona Gunn- laugs var Guðrún Jónsdóttir frá Fossi í Hrútafirði, Þorsteinssonar, Jónssonar í Helguhvammi, Vestur- Húnavatnssýslu, móðir hennar var Sigríður Sigurðardóttir, Bjarnasonar, Gröf í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi. Bók nr. 6151_Heb-verð kr. 450 ÞÓRA MARTA STEFÁNSDÓTTIR: NIÐJATAL SÉRA JÓNS BENEDIKTSSONAR OG GUÐRÚNAR KORTS- DÓTTUR í bókinni eru ættartölur og niðjatal ásamt ævisögubrotum, auk mynda af um 300 manns á öllum aldri. Bóknr. 6152 Heb-verð kr. 450 ARNÓR SIGURJÓNSSON: VESTFIRÐINGASAGA 1390-1540 Frá svartadauða til siðabótar mótuðu Vestfirðingar sögu þjóðar okkar líkt og íbúar „Landnáms Ingólfs," móta hana nú. Saga þess tíma er miklu viðburðarríkari og svipmeiri en hún hefur verið sögð til þessa. Þá gerðist m.a. fyrsta stríðið um landhelgina eða veiðiréttinn hér við land, enda hófst þá hér stórfelld sjósókn er- lendra manna og umfram allt við Vestfirði og á Breiðafirði. Þessi saga um Vestfirð- inga er sögð í fyrsta sinn í þessari bók eftir bréfum Vestfirðinga sjálfra á þessum tíma og öðrum samtíma heimildum. Hún er hér sögð sem persónusaga þeirra höfðingsmanna, er einkum settu svip á atburðina, er eins konar kappatal Vest- firðinga á 15. öld og fyrri hluta 16. aldar. Það einkennir þennan tíma hversu mjög höfðingskvenna gætir í þjóðlífinu og þeim málum er hæst ber í þjóðfélaginu. Bók nr. 6153 Heb-verð kr. 950 VÍSIÐ ÞEIM VEGINN SR. HELGI TRYGGVASON, YFIRKENNARI: VÍSIÐ ÞEIM VEGINN I í formála bókarinnar segir höfundur m.a.: „Heiti þessarar bókar, „Vísið þeim veg- inn,“ mun vafalaust vekja í hugum les- enda mismunandi viðbrögð. En hvort sem þú kannt að vera í efa um réttmæti þess að einn taki sér það vald að veita öðrum vegsögu, því að hentara muni vera að hver reyni að finna sína eigin leið, eða þú viðurkennir vegsöguskyldu þeirra, sem eru þegar kunnugir leiðinni við breytileg skilyrði, þá er þessi bók þér ætluð, þ.e. yngri sem eldri árgöngum kynslóðarinnar, og hvar sem hver kann að vera staddur á stigi lærdóms og skoðana. Reynt er að fullnægja þeirri kröfu að bókin ræði með nægilega Ijósum rökum ýms málefni, sem alla varðar og gerast nú æ meir að- kallandi með hverju ári sem líður.“ Bóknr.6154 Heb-verð kr. 300 SR. HELGI TRYGGVASON, YFIRKENNARI: VÍSIÐ ÞEIM VEGINN II Úrformála höfundar: „í Gamlatestamentinu blossa og blika margir vitar. Þeir vísa vandrataða leið, ef menn vilja fara hana. En margir eiga bágt með að trúa, að gamalt sker geti grandað nútíma skipi. í þessu hefti hef ég leitast við að kynna uppeldisgildi þriggja bóka hins gamla sáttmála með því að grípa þar niður og skyggnast eftir lærdómsríkum } efnum og ræða þau. Vonast ég til að eng- inn lesandi, hverjar sem trúarskoðanir hans kunna að vera, þurfi að sjá eftir tím- anum sem í þann lestur er varið.“ Bóknr. 6155 Heb-verð kr. 300 SAMSÆRISÁÆTLUNIN MIKLA SIÐAREGLUR ZIONSÖLDUNGA- JÓNAS GUÐMUNDSSON GAF ÚT Útgefandi segir m.a. í eftirmála: „Rit þetta er þannig til orðið, að sumarið 1948 barst mér í hendur grein í ensku tímariti, þar sem birtir voru nokkrir kaflar úr bók, sem nefnd var á ensku „The Protocols of the Meetings of the Learned Elders of Zion.“ Mér þóttu kaflar þessir þá þegar það athyglisverðir, að ég reyndi að hafa uppi á bókinni sjálfri og tókst það með nokkurri fyrirhöfn. Þegar ég hafði lesið bókina bæði á ensku og norsku af- réð ég að reyna að fá hana þýdda á ís- lensku, því mér var strax Ijóst, að þetta rit átti erindi til allra hugsandi manna... Ritnr.6156 Heb-verð kr. 100 ÞÉTUR MAGNÚSSON FRÁ VALLANESI: TIL MÍN LAUMAÐIST ORÐ Flest af erindum þeim og ritgerðum, sem bók þessi hefur að geyma, fjalla um efni á vegum trúar, siða, uppeldis, heimsspeki og fagurfræði, sem helst er þráttað um á vorum tímum og sem eru og verða í nán- ustum tengslum við örlög þeirra kynslóða, sem nú eru uþþi ájörðinni. Bókin hefur ekki einasta að geyma mikinn fróðleik um margvísleg efni, sem sérhver hugsandi maður lætur sig miklu varða, heldur er jafnframt fjallað um viðfangsefnin á þann hátt, að engin hætta er á því, að greindur lesandi verði fyrir mikilli ásókn af svefn- þyngslum á meðan hann er að lesa hana. Bóknr.6157 Heb-verð kr. 250 ÞÓR JAKOBSSON: UM HEIMA OG GEIMA í bókinni eru um 40 stuttir þættir þar sem dr. Þór Jakoþsson segir á aðgengilegan hátt frá starfi og árangri vísindamanna við hönnun nýrra tækja og tilraunum þeirra til Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.