Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Síða 6

Heima er bezt - 01.12.1995, Síða 6
Svo era það glöggveislumar, sem við fluttum inn frá Svíþjóð, en þar drukku menn upphaflega glögg á messu- degi heilagrar Lúsíu þann 13. desember. Ekki era nema rúmlega tveir áratugir, síðan hér fór að tíðkast, að fólk gerði sér dagamun á vinnustöðum með því að hafa glögg og piparkökur einhvern jólaföstudaginn, og tengdist það þá ekkert frekar Lúsíu. Þessar veislur fengu svo yfir- þyrmandi séríslenskan svip með tímanum eins og margir innfluttir siðir en eru, Guði sé lof, í rénun. Jólaglögg er á vinnustöðum fullorðna fólksins, litlu jólin heita hins veg- 'olahangikjötið borða flestir íslendingar ómælt á jóladag eins og forfeður þeirra 'fmargar aldir, og enn muna margir eldri borgarar gamla jólaskammtinn. Þá var hverjum og cinum skammtað ríflega af hangikjöti ásamt öðru þjóðlegu góðgæti, sem alþýða manna kallar þorramat nú til dags. Nýtnum mönnum entist þetta fram yfír þrett- ánda. Sums staðar var skammtað á risastórar flatkökur, sem voru sérstaklega búnar til fyr- ir þetta tækifæri og voru eins konar brauð- diskar. A aðfangadagskvöld var reynt að hafa nýmeti, væri þess nokkur kostur. Þeir sem gátu slátruðu kind eða kálfí til jólanna, svo að hægt væri að elda kjötsúpu úr nýju keti á aðfangadags- kvöld. Þetta var áður en farið var að steikja kjöt til hátíðabrigða, en upp á það lag komust sveitamenn ekki almennt fyrr en eldavélar urðu algengar á fyrri hluta 20. aldar. Þá bættust líka við jólabakkelsið ýmiss kon- ar smákökur, randalínur, jólakökur og tertur. Aður var jólabrauðið að mestu steikt, kleinur, pönnukökur, lummur og laufabrauð. Þorláksmessuskata. Steinunn Ingimundardóttir hússtjórnarkennari býr til pokabaunir. Jólaföstu- glaðningur A jólaföstu eru einhverjir mestu annríkisdagar ársins. Fyrir utan stappið við að búa til eða útvega það, sem þarf til gjafa og veislufagnaðar um hátíðarnar, er til siðs hjá mörgum að skemmta sér þá við mat og drykk, taka forskot á jólin eins og það heitir í auglýsingunum. En vegna þess að mest af svona tilhaldi er komið út af heimilunum blómstra viðskiptin þessa daga. Veitingahús auglýsa jólahlaðborð hvert í kapp við annað. Venjulega er þar hefðbundinn íslenskur jólamatur, svo sem hangikjöt og laufabrauð ásamt mögulegum og ómögulegum kræsingum af öðru tagi. Sumt af því er ekki beinlínis kunnuglegt. Ég komst t.d. í „grænt jólahlað- borð” á matstofu Náttúrulækningafélagsins um árið, þar sem margt sælgætið bar á góma. Fátt af því minnti bein- línis á íslensk jól, enda eru þau mest kjöthátíð, en þetta var nær eingöngu úr jurtaríkinu. Svona víxlsporum ættu fornmetisspekúlantar annars að þegja yfir. 398 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.