Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Side 7

Heima er bezt - 01.12.1995, Side 7
Pokabaunir og hangikjöt. desemberuppbót heitir þetta núna. í Eyjafirði og sums staðar í Þingeyjarsýslum hét þessi jólaföstuveisla kvöldskattur. Þá var skammt- aður gamall íslenskur hátíðamatur, eins og hver gat í sig látið eða jafnvel meira til. Oft- ast var þá bragðað á jólahangikjötinu í fyrsta skipti, þannig að þetta varð þá eins konar próf á framleiðsluna það árið. Sumir ætluðu sérstaklega bringukolla til þessa tækifæris. Ekki mátti vita hvenær von var á kvöld- skattinum, því að hann átti að koma á óvart, og því var hangiketið jafnvel soðið að nóttu til. Allt í einu birtist húsfreyjan með fangið fullt af góðgæti og slegið var upp veislu. Sagt var, að förufólk í gamla daga hefði oft verið undra hittið á að birtast þar sem kvöldskattur var fram borinn, þó að allur undirbúningur hefði farið fram með tilskilinni leynd. Þarna hefur líklega verið á ferðinni þriðja augað eða sjötta skilningarvitið. Eftirfarandi vísur eru eftir mann af kvöldskattssvæðinu, Árna Jónsson frá Hamri í Eyjafirði. Þær heita „Kvöld- skattsvísur” og lýsa ýmsum matarréttum, sem gátu verið á boðstólnum við þetta tækifæri: Kvöldskatt fékk ég, kœr og þekk konan gekk um beina: Magáls þekkja mundi eg smekk; má því ekki leyna. Langur þar hjá leggur var, laukinn bar hann gœða; bónda skar ég bitann snar, brátt þvífara að snæða. Stykki hér með hryggjar er, huppsneið skerast mundi, flot og smérið baugsól ber blossa hvera Þundi. Þorláksmessubringukollar Egils Ólafssonar á Hnjóti í Örlygshöfh. ar jólaföstugildi barnanna. Víða er laufabrauðsgerð tilefni töluverðra veisluhalda, þar sem fjölskyldur og kunningja- hópar koma saman, breiða út, skera út, steikja og eta síð- an og drekka vel og lengi. Og svo er það blessuð Þorláks- messan, sem við komum sérstaklega að á eftir. Forskot á jólin í mat er ekki eins nýr siður og mætti ætla í fljótu bragði. Samkomur í tilefni laufabrauðsgerðar á „laufabrauðs- daginn” voru algengar nyrðra í gamla daga eins og nú. Á Húsavík fóru krakkar t.d. í hópum milli húsa til að hjálpa til við laufabrauðsskurðinn þennan dag. Þá tíðkaðist víða að hafa matarglaðning á jólaföstu, eins konar launaábót, Rifið breitt mér var og veitt, varla sneitt afskorti; það varfeitt ogfleira en eitt, frá er neitt ég gorti. Afbarni rollu bringukoll baugs lét tolla lína á mínum bolla mæt og holl; mátti ég hrolli týna. Hákarls sniðið hafði kvið hrundin iðu-glansa og lagði niður á leirfatið lá mér við að stansa. Heima er best 399

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.