Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 11
tengslin við efniviðinn verða að aðalatriði. Þangað kem-
ur fólk úr öllum aldurshópum og úr öllum geirum mann-
lífsins. Nemendur Hannesar eru frá tólf ára yngstur og
upp í áttatíu og fimm ára elstur.
„Margir eru afskaplega stressaðir og þreyttir í sinni
vinnu, og þeir hafa ekki þörf fyrir að koma í verkefni
sem bætir við stressi og álagi. Þess vegna skiptum við um
viðmiðun. I stað þess að afkasta sem mestu á sem
skemmstum tíma, verður viðmiðunin hér að breyta um
tempó, og gera sem best á eins löngum tíma og þarf. Að-
alatriðið er að njóta þess
að vinna að hlutunum, á
því hagnast fólk mest,“
sagði Hannes.
Sumir nemendur hans
hafa í huga að halda
áfram námi í tréskurði og
hafa nokkrir leitað til
Austurríkis. Þar í landi er
tréskurður styrktur til að
passa upp á að listgreinin
deyi ekki út. En eins og
mörg vandasöm og sein-
unnin störf, þá hefur tré-
skurður átt undir högg að
sækja í tæknivæddu sam-
félagi nútímans. Nokkrir
nemendur Hannesar hafa
fengið námið metið inn í listaskóla erlendis.
„Það var t.d. ein kona sem fór til London og fékk nám-
ið stytt um eitt ár,“ sagði hann.
Þannig getur gildi þessara námskeiða verið mismun-
andi eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mismunandi markmið
með náminu, þá á fólk samleið í áhuga sínum á að halda
þessari gömlu hefð við. Tréskurður spannar breitt svið.
Hann getur flokkast bæði sem heimilisiðnaður og list-
grein. Tréskurður og hönnun er tvennt ólíkt.
„Ég er ekki að kenna fólki hönnun, heldur kenni ég að
útfæra hönnun sem
ég hef gert og út-
fært sjálfur. Þetta er
eins og tónlistar-
maður sem spilar
verk eftir Mozart,
hann er ekki að
semja verkin. Það
er svipað sem ég er
að kenna nemend-
um mínum hér og
ég kenndi á fiðluna.
Þeir geta spilað og
útfært verk eftir
Backh og Beet-
hoven, en þetta eru
ekki þeirra verk.
Sýnishorn afverkum
Hannesar Flosasonar.
Helgi Jónsson
Heima er best 403