Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.12.1995, Qupperneq 20
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á 37. þáttur í síðasta þætti gat ég þess að okkur hefði borist bréf frá Hirti Amórssyni frá Akureyri, en hann segir m.a. í bréfi sínu: „I þessu barst mér í hendur 37. tbl. Austra og er þar minnst á fornminjafundi og deilur um hvort munirnir séu ekta eða ekki. Þar segir: „Gárungamir halda því reyndar fram að finnanda kumlsins hafi boðið í grun að í gröfinni leyndist beina- grind og hafi hann verið hikandi við að tilkynna fundinn af ótta við að verða sakaður um að hafa drepið haugbú- ann og komið honum fyrir.“ Blaðinu barst nafnlaus vísa: Gegn blekkingufúskara veitir vöm og víst er hannfundvís á meinin. Eg vil því spyrja hann Vilhjálm Örn, var ekki einhver semfalsaði beinin? Sveinbjörn heitinn Beinteinsson kvaðst hafa það fyrir reglu að raula vísur sínar og ljóð til að finna hvemig þær færa í munni. Held ég að fleiri ættu að fara að dæmi hans, því ekki er nóg að ljóðið líti vel út á blaði, það er ekki síður fyrir eyrað en augað. Með smábreytingum verður vísan svona:“ Gegn blekkingum fúskara veitir hann vörn og víst er hannfundvís á brestina og meinin. Því vil ég nú spyrja hann Vilhjálm minn Örn: Var ekki einhver, semfalsaði beinin? Og Hjörtur skrifar ennfremur: „Þegar kveðist var á var ekki eingöngu notuð reglan að næsta vísa byrjaði á síðasta staf hinnar fyrri. Önnur regla er að byrja á höfuðstaf síðustu línu og koma þá margar vísur með, sem annars yrðu aldrei að notum og byrja t.d. á B, H og Þ. Einnig er hægt að nota eingöngu vísur, sem byrja allar á sama bókstaf, eða að kveðast á með hestavísum eða að mannsnafn komi þar fyrir, o.s.frv. Rímnahættir voru ein- göngu notaðir.“ Þetta er skemmtileg ábending, sem Hirti eru færðar þakkir fyrir, og er ekki að vita nema við tökum hana til athugunar í áskorunarliðnum áður en langt um líður. Okkar ágæti Pétur Stefánsson, skagfirskur að ætt, bú- settur í Reykjavík, sendir okkur eftirfarandi með svarvís- um sínum í áskorunarliðinn: „I 34. þætti er ég sagður úr Borgarfirði. Það er aldeilis ekki rétt: Hugsa ég til þess œ og enn, -ei má sagan týna, að Skagafjörður, -frækna menn, - fóstraði áa mína. Jú, rétt er það, undirrituðum varð það á að búsetja Pétur í Borgarfirði, sem hann er hér með að sjálfsögðu, beðinn velvirðingar á, en ástæða þess var reyndar sú að bréf hans barst okkur á símbréfi (faxi), og var einungis nafn hans undir. í hausi símbréfsins stóð hinsvegar, að það kæmi frá Brúarlandi, og á þeirri stundu sem þátturinn var skrif- aður var Brúarland í Borgarfirði, einhverra hluta vegna efst á blaði í kolli undirritaðs. En það er sem sagt Brúar- land í Mosfellsbæ, sem nafnið tilheyrir, og leiðréttist það því hér með. Bergur Bjamason, Reykjavík, lætur hugann reika í eft- irfarandi vísum: 412 Heima er best

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.