Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.12.1995, Blaðsíða 21
Hugleiðing Lýðir verða leiðir þrátt lífs í ölduróti, en ég ber alltaf höfuð hátt, horfi sólu móti. Hata ég löngum harmagrát, hlce þótt blási á vanga. Með léttu geði, laus viðfát, legg á brattann stranga. Og þó égfái kannski kaun, kali í byljaharki, hlýt ég scelu sigurlaun settu ef næ ég tnarki. Því sá, er djarfur býr sér braut, brýst á tindinn hœsta, hreppir dýrstu höpp í skaut, hlýtur framtíð glæsta. Vinn með gleði, vinur, hér vilja og sefa hreinum. Þá mun gæfan gefa þér gnótt af óskasteinum. Áskorunin Það er Pétur Stefánsson, Reykjavík, hinn skagfirski að ætt, eins og áður greinir, sem á fyrstu vísurnar í áskorun- inni að þessu sinni. Hann byrjar á að botna fyrripart Ósk- ars Ingimarssonar úr 34. þætti, en fyrripartur Óskars var svona: Það er list að semja sátt svo á engan halli. Og Pétur svarar: Eins að kveða og yrkja dátt, uppi á Bragastalli. Anton Finnsson frá Búlandshöfða, botnar svona: Þú skalt ekki líta lágt, Ijúft er að hlíða kalli. Og Óskar Ingimarsson, varpaði fram annarri áskorun í formi þessarar vísu: Andans fuglar yfir mér eru títt á sveimi, þegar létt þeir leika sér, lifnar allt í heimi. Hér er áskorunarstafurinn „1“ og Pétur Stefánsson, tek- ur þeirri áskorun með þessurn hætti: Innra með oss, alla stund, eflist ró ogfriður. Bætir geð og léttir lund, Ijóða- og vísnasmiður. Óskar Sigtryggsson frá Reykjarhóli tekur einnig þessari áskomn nafna síns, og lætur eftirfarandi formála fylgja: „Með tilvísun til vísu Óskars Ingimarssonar í síðasta hefti, þar sem óskað er eftir vísum, sem byija á bókstafnum „I“, læt ég þessar stökur fljóta. Eg hef þær þrjár í þetta skipti, þar sem sú regla gilti fyrr meir, að til þess að „kveða í kútinn,“ þurfti þrjár vísur í samfellu, án þess að mótkveðandi kæmist að til and- svara:“ Inn til heiða ég unað hlýt, þar andar kyrrðin friði, þar ég dýpstrar þagnar nýt þó að lindin kliði. Inn til dala ég uni best við angan lyngs og blóma og eiga að vinum hund og hest og hlýða á söngfugls óma. Innan skamms mín ævi þver, það engum veldur baga, runnin þá á enda er einkar fábreytt saga. Þetta var snjallt herbragð hjá Óskari Sigtryggssyni, en ekki er hægt að neita því að nafni hans Ingimarsson, hafi átt nokkuð á brattann að sækja með það að skjóta inn vísu, í ljósi kringumstæðna, en hver veit nema hann eigi þar einhvem krók á móti bragði. Allt er þetta að sjálf- sögðu til gamans gert og ekki verra að hafa smá fjör í leiknum. Látum við þá lokið þættinum að sinni en minnum á heimilisfangið: Heima er bezt, Pósthólf 8427, 128 Reykjavík. Heima er best 413

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.