Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1995, Síða 29

Heima er bezt - 01.12.1995, Síða 29
Ritað Ósjálfrátt afA. Faranese Þýðing: Guðbrandur E. Hlíðar á varð ég var við annan flokk anda, sem báru eitt- hvað í pokum, sem virtist vera verðmætt. Fyrri hópurinn réðist strax á hinn síðari. Þeir báru engin vopn en börðust sem villt dýr með tönnum og klóm, en neglur þeirra voru líkastar klóm ránfugla. Þeir rifu og bitu í kverkar hvers annars eins og úlfar og tígrisdýr, þar til að minnsta kosti helmingur þeirra lá hjálparvana í valnum, en hinir drógu verðmætin burtu (mér virtust þau aðeins vera grjót). Þegar allir, sem gátu hreyft sig, voru horfnir, nálgaðist ég þá aumk- unarverðu anda, sem lágu í valnum og kveinkuðu sér, til þess að ganga úr skugga um, hvort ég gæti aðstoð- að einhvern þeirra. Það virtist vera ónauðsynlegt. Þeir reyndu aðeins að snúast gegn mér og bana mér. Þeir voru líkari villtum dýrum en manneskjum. Líkamar þeirra líktust meira dýrum með langa handleggi eins og á öpum, með óþjálar hendur og fingur með nöglum, sem líLtust klóm. Andlit þeirra voru varla lík mannsandlitum, jafnvel andlitsdrætt- irnir líktust dýrum og þeir lágu þarna urrandi, svo að skein í langar úlfa- tennur þeirra. 10. HLUTl Mér duttu í hug hinar furðukenndu frásagnir, sem ég hafði lesið um menn, sem breyttust í varúlfa, og mér fannst þessar verur næstum líkj- ast þeim. I skelfilegum, starandi augum þeirra mátti lesa kænsku og slægð, sem var mennsk, og hreyfingar handa þeirra voru líkar og hjá dýr- um. Auk þess gátu þeir talað og blandað óhljóðin ragni og bölvi og auvirðilegu tali, sem var frábrugðið hljóðum dýra. Ég spurði, hvort hér væru sálir. Svar barst þegar: „Já, jafnvel hér, glataðar, lágreist- ar, niðurbældar, þar til sálin virðist glötuð. Þó er að finna hér sálarfrjó.“ Þessir menn voru spænskir sjóræn- ingjar, þrælasalar og þorparar. Þeir höfðu farið svo illa með sig, að hið mennska eðli virtist undirokað af því dýrslega. Eðli þeirra var eðli villtra dýra, og líf þeirra og barátta voru samkvæmt því. „Er þá til nokkur von fyrir þá? Getur nokkur hjálpað þeim?“ spurði ég. „Jafnvel fyrir þessar sálir er til von, þó að margar þeirra muni ekki notfæra sér hana á næstu öldum. Hér eru ýmsir, sem enn er hægt að hjálpa.“ Ég sneri mér við, og við fætur mínar lá andi, sem hafði skriðið með harmkvælum í átt til mín og var al- gjörlega að þrotum kominn. Utlit hans var ekki eins dýrslegt og hinna, og í óreglulegum andlitsdráttum hans mátti þó sjá vott betra hugar- fars. Ég beygði mig niður að honum og heyrði, að hann hvíslaði: „Vatn, umfram allt vatn. Gefðu mér vatn, því að ég brenn af óslökkvandi eldi.“ Ég gat ekki gefið honum vatn og vissi ekki, hvar þess væri von í þessu landi, en gaf honum nokkra dropa af safa þeim, sem ég hafði með mér frá landi morgunroðans til eigin þarfa. Ahrif hans voru furðuleg, því að hann virtist verka sem lífsveigar. Andinn settist upp og starði á mig, um leið og hann sagði: „Þú hlýtur að vera töframaður. Þessir dropar hafa svalað mér og slökkt þann brennandi þorsta, sem hefur þjáð mig árum saman. Ég hef þjáðst af brennandi þorsta, síðan ég kom í þessa undirheima.“ Heima er best 421

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.