Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 6
Edda
Að loknu gagnfrœðaprófi frá Al-
þýðuskólanum hélt Edda á vit ævintýr-
anna til Danmerkur.
„Ég var í Skodsborg. Vann þar á
heilsuhæli, sem er rekið af aðventist-
um. Þetta er mjög fallegur og yndisleg-
ur staður. Þarna mátti ekki borða neitt
nema grænmeti og lítilsháttar af
mjólkurafurðum. Gestir fengu reyndar
fisk eða kjöt tvisvar í viku og þá vor-
um við starfsmennirnir að reyna að
krækja okkur í bita. Einn ágætur ís-
lendingur, sem dvaldi þarna oft, laum-
aði einu sinni að okkur 200 krónum
dönskum, sem voru töluverðir pening-
ar í þá daga. Hann sagði okkur að fara
og fá okkur ærlega að borða og við
gerðum það svikalaust. Ég man enn
hvað maturinn var góður í þeirri
veislu. Yfir sumarið störfuðu þarna um Hlynur við
10 Islendingar en færri yfir vetrarmán- vinnu sína.
uðina. Ég fór aðallega til að læra málið
og kynnast einhverju nýju og kunni
mjög vel við mig. Að loknu þessu ári í Skodsborg gat
ég fengið vinnu hjá aðventistum suður í Kongó og
eins bauðst mér vinna hjá danskri leikkonu. En mér
fannst nauðsynlegt að afla mér frekari menntunar svo
ég ákvað að sigla heim með Gullfossi og fór þar í
Verslunarskólann. Þá bauðst þar eins árs nám fyrir
gagnfræðinga. Það þótti skynsamlegt íyrir ungar
stúlkur, hagnýtt nám með mjög góðum atvinnu-
möguleikum, enda stóð ekkert á því. Mér líkaði
þetta ágætlega þá og þetta var vel borgað. Þetta
hefur hinsvegar orðið leiðigjarnt með tímanum og
ég færi aðrar leiðir í dag. Ég vann 2 sumur á sýslu-
skrifstofunni á Eskifirði, hjá bókhaldsfyrirtæki hér
á Egilsstöðum um tíma, við bókhald á sjúkrahúsinu hérna
í 10 - 12 ár og svo hjá Ferðamiðstöð Austurlands. Og enn
er ég við bókhald en núna fyrst og fremst fyrir fyrirtækið
okkar. Fyrir nokkrum árum fór ég í leiðsögunám á vegum
Farskóla Austurlands og útskrifaðist þaðan sem svæðis-
bundinn leiðsögumaður eins og það er kallað. Þetta var
mjög skemmtilegt nám og féll vel að áhuga mínum fyrir
útivist og ferðalögum og náttúrunni almennt.“
En það var í Reykjavík, sem unga fólkið tók saman aft-
ur eftir árs aðskilnað meðan Edda mátaði ævintýrin í
Danmörku.
Hlynur
„Ég hef alltaf verið hér. Ég fæddist á Eiðum og bjó þar
til 1964 þegar fjölskyldan flutti hingað inn eftir. Ég fór í
Hlynur og Edda í góðum félagsskap í náttúruskoðunar-
ferð á leið út á Landsenda í Jökulsárhlíð.
Alþýðuskólann á Eiðum og síðan á samning í húsgagna-
smíði hjá Brúnás hér á Egilsstöðum. A námstímanum fór
ég einn vetur til Reykjavíkur og var hjá Kristjáni Sigur-
geirssyni, aðallega til að sjá framleidd húsgögn. Það voru
engin húsgögn smíðuð hjá Brúnás. Ég kláraði húsgagna-
smíðina 1974 og hef unnið hér síðan. Veturinn sem Edda
var í Verslunarskólanum ætlaði ég að fara í gullsmíði og
starfaði þá hjá Sigurði Tómassyni úrsmið. Þar við hliðina
var gullsmíðaverkstæði og ég fékk svona að fylgjast með.
En það var enginn möguleiki að komast á samning, svo
ég sneri mér að húsgagnasmíðinni þegar við komum
318 Heima er bezt