Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 23
fjarlægjast, þar til allt rennur saman í
bláleita móðu.
Nú tekur við tilhlökkunin yfir því
ókomna.
Numið er land í annarri heimsálfu,
þar sem ekkert er líkt og heima.
Jafnvel myrkrið er ekki hið sama.
Frumbýlingsárin eru erfið, en með
dugnaði og þrautseigju má sigrast á
erfiðleikunum.
Brátt stækkar hópurinn.
En innst í hjarta er eitthvað geymt,
sem ekki máist, þrátt fyrir nýja siði
og háttu. Oft eys móðirin úr þessum
helgidómi hjartans, þegar hún er ein
með börnunum. Þá segir hún þeim,
hvað var fallegt á vorin heima, þegar
gróðuranganin fyllti loftið og fugl-
amir sungu vorljóðin sín. Þá var
gaman að sitja yfir kvíaánum.
En stundum gnauðaði vetrarhríðin.
Þá sat fólkið við störf sín í baðstof-
unni og omaði sér við störf og
skemmtun. Þá flýði margur til hinna
girnilegu heima bókmenntanna, hug-
urinn varð frjáls og fór óskaleiðir.
Tíminn líður. Börnin verða full-
orðin, heimilisfaðirinn deyr og kon-
an verður gömul. En fjársjóðurinn
geymist. Og svo gerist undrið.
Einn góðan veðurdag á tíræðis-
aldri, er gamla konan á leið heim,
eftir öll þessi ár, með nýtísku flug-
vél.
Nú tekur ferðin ekki marga daga,
aðeins nokkrar klukkustundir. En
hvar er gamla ísland? Hér æða allir
áfram á vélknúnum farartækjum og
hávaðinn er lítið minni en í Amer-
íku.
í sveitinni er að vísu friður og ró,
en nú eru ekki lengur notuð hús úr
torfi og grjóti. Og svo eru komnir
vegir, brýr, sími og rafmagn og alls
kyns vélar, hestarnir varla snertir
lengur. Hugsa sér annað eins.
í dag, þennan fagra sólstöðudag, er
hún svo hér í þessari kirkju, sem
virðist í aðalatriðum óbreytt. Hér
hefur hún fundið gamlan vin, sem
hefur beðið eftir henni í öll þessi
ótalmörgu ár...
Ég hrekk upp úr hugleiðingum
mínum. Það er mál að halda heim.
Nýja Valþjófsstaðarkirkjan í smíðum
1963.
Blessunarbænir gömlu konunnar
fylgja okkur úr kirkju. Degi er tekið
að halla og sól að lækka á lofti.
Er við göngum út að bílnum, verð-
ur mér litið á frænku mína og kirkj-
una. Þær munu ekki sjást oftar. Önn-
ur verður rifin fljótlega og gleymist,
hin hverfur aftur til jarðarinnar, sem
gaf hana.
Síra Sigurður Gunnarsson á gæðingi
sínum.
Gluggar Valþjófsstaðarkrikju senda
okkur kveðjugeislana frá þeirri sól,
sem hefur skinið og mun skína um
aldir alda. Þeir eru sem blá augu, sem
deplað er móti birtunni. Allt, sem
einu sinni hefúr gerst, það er og verð-
ur.“
Hér lýkur skrifi þessu, en við það
má bæta því, að kirkjan var rifin
nokkrum árum síðar og reist ný
steinkirkja á nýjum grunni ör-
skammt frá gömlu kirkjunni.
Hún var vígð, sem fyrr segir, sum-
arið 1966 og hefur nú (1995) verið
endurbætt, forkirkja stækkuð og turn
hækkaður.
Núverandi sóknarprestur á Val-
þjófsstað er sr. Bjarni Guðjónsson,
sem setið hefur staðinn allt frá árinu
1963.
Myndir: Forn frœgðarsetur II,
eftir séra Agúst Sigurðsson.
Heima er bezt 335