Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 9
tölur úr hreindýrstönnum, seltönnum,
lerki og öllu mögulegu. Framleiðsla
þeirra fékk mikla umfjöllun í kringum
þetta verkefni og t.d. vakti hnífur úr
hvaltönn og roði mikla athygli og sömu-
leiðis perlufesti úr hvaltönnum. Þessir
munir eru á norrænni sýningu á vegum
Heimilisiðnaðarfélagsins. Þá hafa þau
tekið þátt í mörgum sýningum en stefna
nú að því að halda eigin sýningar í
hlöðunni, helst strax í sumar. Þau hafa
líka selt talsvert út fýrir landsteinana
og erlendir ferðamenn sem koma við á
Miðhúsum panta gjarnan muni, sem
þeir vilja láta smíða fyrir sig og senda
sér.
Og þjóðleg hefð er yfirskriftin í öllu
sem þau vinna.
Askar frá Miðhúsum.
er hinsvegar heilmikil vinna að útvega það og undirbúa
fyrir vinnsluna. Timbrið er auðvitað frekar dýrt en horn
og bein fáum við ódýrt. Það er hinsvegar mikil vinna við
að sækja það og sjóða. Við sjóðum þetta í stórum potti
hér úti og það er auðvelt að sjá fýrir sér Grýlu gömlu yfir
hlóðunum við þær aðstæður. Við sjóðum t.d. hófana og
hitum þá svo upp í 170 gráður. Þá er hægt að forma efnið
og móta eftir vild. I gamla daga voru karlamir með lýsi
og héldu þessu yfir kolunni þannig að við ætluðum bara
að gera þetta svoleiðis. Við settum matarolíu í stóran pott
og hituðum vel undir og settum svo hornið í. Olían hefur
sennilega verið orðin of heit og hornið steiktist og varð
reyndar alveg fyrirtaks hundamatur. En það var ekki það
sem vakti fyrir okkur þannig að við hugsuðum ekki meira
um þetta að sinni. Svo kom hingað Dani fyrir þremur
árum. Konan hans kom hingað til að leiðbeina starfs-
mönnum Hreindýraleðurs og hann kom með og kom okk-
ur eiginlega á sporið í hornavinnslunni. Hann kom með
réttu tækin og þekkinguna og kenndi okkur að beygja og
forma hornin. Síðan höfum við getað haldið áfram og
þróað ffekar þessa vinnslu. Við notum t.d. laufsög, sem
hann gerði ekki og vinnum beinin mun meira en hann
kenndi okkur. Hann kom okkur af stað og við höfum get-
að haldið áfram.“
Þau Edda og Hlynur hafa fengið verðlaun fyrir fram-
leiðslu sína. Þegar sett var á laggirnar reynsluverkefni í
handverki fékk Hlynur sérstök þjóðleg verðlaun fyrir
prjónastokk úr birki og prjóna, heklunálar og fingur-
bjargir úr hrossleggjum. Eddafékk einnig verðlaun fýrir
PÍHeima er bezt 321
Hjónakornin sœkja sér jólatré í eigin skóg.
Þjóðlegt - gamalt og nýtt
„Það má kannski segja að það sé markmið okkar að
vekja upp gamlar hefðir, eitthvað sem er jafnvel týnt og
glatað. Reyndar eigum við ekki miklar hefðir en við
reynum að nýta þær. Við erum líka að vinna hluti, sem
fólk þarfnast í dag en gerum þá í gömlum stíl. Þannig eru
t.d. laufabrauðstínurnar okkar og laufabrauðshnífarnir,
bandprjónar úr hrossleggjum og ýmislegt fleira.“
Hver er hugmyndasmiðurinn?
„Ætli ég sé ekki hugmyndasmiðurinn að einhverju
leyti“, segir Hlynur, „en stöðugt gagnrýndur þannig að
þegar upp er staðið verða hugmyndirnar til í samvinnu.
Allt sem við framleiðum er mikið rætt, bæði áður en við