Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 16
mikið rúgmjöls- og reyndar oft
haframjölsblandað blóð, er ekki ýkja
gamall. Þessi viðurnefni gætu bent
til þess að í árdaga hafi ef til vill
bæði Islendingar og Norðmenn þekkt
einhvern rétt sem þá var kallaður
blóðmör. Og hann hafi verið í uppá-
haldi hjá þeim Reiðari og Jóni. Nafn-
ið - eða rétturinn hafi svo týnst í
Noregi en varðveist hér í blessaðri
stöðnuninni.
Þegar norskar heimildir fara að
gera grein íýrir matargerð koma í
ljós ýmsir blóðréttir ekki síður en
hér, þó að enginn þeirra beri heitið
blóðmör. Af þeim blóðmat sem þar
var - og er sums staðar enn - etinn
nýr má nefna blóðpönnukökur, ekki
ósvipaðar þeim íslensku, þ.e. venju-
legar pönnukökur en íbleytið var að
einhverju leyti blóð. Blóðgrautur var
einnig þekktur en algengast var að
nota blóð í soðkökur. Þetta voru
mjölbollur, oft með kartöfluraspi að
hluta, sem bleytt var í með blóði og
síðan soðnar í söltuðu vatni eða kjöt-
soði. Þær voru kallaðar ýmsum
nöfnum, kumle, klubb, krumme og
klot t.d. Norski blóðbúðingurinn,
sem er fín matreiðsla eins og villi-
bráðin var víða hjá okkur, er svo oft-
ast þannig gerður að í rúsínuhrís-
gijónagraut er blandað blóði, mjöli
og aðskljanlegustu kryddum og þetta
síðan soðið í formi í vatnsbaði í
klukkutíma eða svo.
Blóðpylsumar voru þó sá matur
sem Norðmenn gerðu mest af í slát-
urtíð. Blóðið var venjulega kryddað
og hrært með byggi, deigið falið upp
í gamir og pylsumar síðan lagðar í
salt. Þannig er þeirra slátur þegar
menn fara að lýsa því í heimildum.
Þessari pylsugerð lýsir skáldið Peter
Dass um 1680 í kvæði. Þetta var
sumsé sú tegund blóðmatar sem ætl-
uð var til geymslu og auðvitað söltuð
á meðan að að við súrsuðum okkar
geymsluslátur.
Stærsti mismunurinn á matreiðslu
íslenskra og norskra á blóðmat til
geymslu, þ.e. íslenska blóðmörnum
og norsku blóðpylsunum virðist í
fljótu bragði vera þrenns konar. I
k
fyrsta lagi höfðu Norðmenn meira
mjöl til að þykkja með blóðið. Að
minnsta kosti á 18. öld þykkti íslensk
alþýða blóð nær eingöngu með
fjallagrösum. I öðru lagi geymdu
Norðmenn blóðpylsur í salti en við
geymdum blóðmör í súr. Þetta er í
samræmi við höfuðmun á geymslu-
aðferðum þjóðanna, þ.e. að Norð-
menn höfðu nóg af salti en Islend-
Grasajárn voru notuð til að saxa
grös í slátur.
ingar ekki og því notuðum við
mjólkursýruna til að geyma mat. Þá
eru garnir hafðar utan um norsku
blóðpylsurnar en íslendingar notuðu
vambir. Vambir matreiddu Norð-
menn á annan hátt, í súpu, sultu eða
kássu. Ólafur Ólafsson, íslenskur
maður sem var prófessor á Kóngs-
bergi í Noregi skrifaði um íslenskan
mat í lok 18. aldar og segir þar að sá
munur sé á sláturgerð íslenskra og
norskra að Islendingar noti vambir
utan um sitt slátur á meðan að Norð-
menn garnir. í öllum bókum sem ég
hef séð um norska matargerð eru
norsku blóðpylsurnar aðeins á einn
veg, þ.e. í görnum. Því kom mér það
nokkuð á óvart þegar ég var á þjóð-
háttadeildinni í Osló á dögunum að
skoða svör eldra fólks við matar-
háttaspurningaskrám sem sendar
voru út um miðja 20. öld, að finna
þar merki um hitt. Ég rakst þar
nefnilega á þrjú dæmi um saumaða
vambakeppi í yfirgnæfandi meiri-
hluta frásagna af blóðpylsum í görn-
um. Dæmin voru frá Hörðalandi og
Rogalandi, þaðan sem margir land-
námsmanna teljast ættaðir m.a. frá
Voss þar sem menn svíða enn og eta
svið á sama hátt og íslenskir. Það
skyldi þó aldrei vera að blóðmörinn
sem þeir Jón og Reiðar voru svo
gráðugir í til foma hafi einmitt verið
í vambakeppum.
*
Islenskur blóðmör
Um síðustu aldamót var algengt að
gera blóðmör hér á eftirfarandi hátt:
Blóðið var síað, blandað með dálitlu
vatni, bætt með rúgmjöli, íjallagrös-
um, mör eða öðm, hrært og síðan
falið upp í keppi eða iður. Úr vömb
voru sniðin 4-5 iður, oft eftir
ákveðnum reglum. Víðast var spunn-
inn sérstakur sláturþráður eða blóð-
mörsþráður, einfaldur harðspunninn
togþráður, til að sauma með vamb-
irnar. Fyrir keppop var sums staðar
spýtt með tiltelgdum spýtum, blóð-
mörsspýtum eða sneisum, sem oft
vom geymdir frá ári til árs, kerlinga-
prjónum úr fiski, eða að skilinn var
eftir þráðarendi þegar keppurinn var
saumaður til að sauma fyrir opið.
Seinna voru notaðir naglar eða slát-
urnælur. Oft þurfti þó að sauma lé-
reftspoka, dulukeppi, því að iðrin
nægðu ekki. Slátrið úr dulukeppun-
um varð harðara og þótti ekki eins
gott.
Fjallagrös vom töluvert notuð í
blóð, a.m.k. á síðustu öld og vafalítið
íyrr. Grasablóðmör eða grasablóð
var það kallað. Svo virðist sem slát-
urgerð hafi ekki farið að breytast í þá
átt sem hún er nú fyrr en eftir miðja
19. öld. Áður var blóðmör nær ein-
göngu þykktur með fjallagrösum, en
ekki mjöli. Grösin voru oftast söxuð
smátt með grasajámi og blandað í
328 Heima er bezt