Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 19
aði lundirnar alveg. Utan um vafn- inginn var langoftast saumuð þind, en það gat líka verið magáll eða vömb. Hann var soðinn og fergður meðan hann var að kólna. Lunda- baggi var stundum borðaður nýr en oftast súr. Þó var til að salta hann og reykja. Orðið döndull um mat svipaðan lundabagga þekktist á Norðurlandi, helst í Eyjafirði. Helsti munur sem nefndur var á döndli og lundabagga var sá að döndull hefði verið reyktur en lundabaggi súrsaður. Orðið hjartabaggi var sums staðar fyrir norðan og vestan notað um svipaðan mat og hér að ofan er lýst. í honum voru eingöngu hjarta og ristlar. Eftir að hætt var að hafa lund- ir í lundabagga breyttist nafnið sums staðar. En hjartabaggi merkti ekki alls staðar það sama ffekar en mörg önnur nöfn af þessu tagi. Hjarta- baggar hétu sums staðar langar, troðnir út með söxuðum hjörtum, reyktir eða etnir nýir. Dæmi úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu hef ég rekist á þar Trébrúðan Fríða, sem var lifrar- hnallur á haustin. sem reyktur gollur var kallaður hjartabaggi. Heitið hjartabaggi virð- ist hins vegar varla hafa þekkst fýrir sunnan og austan í byrjun 20. aldar. Matarréttanöfnin döndull, hjarta- baggi og gollur heyrast óvíða í seinni tíð. Þó hef ég heyrt um einstaka myndarheimili þar sem gollur hefur verið gerður á síðustu árum. Svo- kallaðir lundabaggar eru hins vegar víða til sölu í búðum, en alls ólíkir sínu upprunalega sköpulagi, það eru nefnilega súrir slagavafningar sem nú heita því nafni í búðum. Lunda- baggar að gömlum hætti eru þó enn gerðir á stöku stað í sláturtíð, meira segja kom ég á heimili á dögunum þar sem ennþá er búinn til lunda- baggi í sínu upprunalegasta formi, þ.e. með lundum. í næsta pistli verðu haldið áfram með sláturmatinn og mör, svið, hrútspungar, bjúgu, magálar, grjúp- án, sperðlar, íspenjur og endikólfar á dagskrá meðal annars. MYNDBROT Átt þú í fórum þínuni skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrurn eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka? Flogið y£ir Earþega á Reykjavíkurflugvelli Ljósm: GB Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.