Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 39
hjörtu og sek, slá þungt í barmi, á meðan bekkjarsystkinin kveðja kennslukonuna og hverfa létt í spori fram úr skólasofunni. Bömin, sem sitja eftir, telja það nú víst, að kennslukonan ætli að stefna þeim til fundar við Arnmund skólastjóra. Láta hann yfirheyra þau og knýja fram játningu á öllu athæfi þeirra við Bergrósu. Hann eigi að ákveða refs- inguna og skýra svo foreldrum þeirra frá öllum málavöxtum. En Glóey Mjöll fer að engu óðslega. Hún kem- ur bókum og öðrum námsgögnum í röð og reglu á kennaraborðinu, en jafnframt fylgist hún með brottför nemenda og samkennara sinna frá skólahúsinu. Brátt eru þeir horfnir úr augsýn. Allt er orðið hljótt. Glóey Mjöll snýr frá kennaraborðinu, róleg og yfirveg- uð, og gengur til nemendanna þriggja, sem bíða skelfingu lostnir, eftir því að hlýða á fyrirætlanir henn- ar með sakamál þeirra. En unga kennslukonan er ekki í neinum vígahug. Hún tekur sér sæti beint á móti börnunum og virðir þau fyrir sér örfá andartök. Hún les ótta og sekt úr svip þeirra, en slíkt bendir til vakandi samvisku og þetta var það, sem hún vildi sjá. Hún ætlar nú ekki að láta þau bíða lengur eftir uppgjöri mála. Glóey Mjöll rýfur þögnina: „Eg ætla að byija á því að leggja spumingu fyrir ykkur þremenning- ana,“ segir hún mildum, alvöruþung- unr rómi. „Hvaða augum lítið þið sjálf á það athæfi ykkar varðandi Bergrósu litlu, sem ég var vitni að á síðast liðnum degi?“ Börnin líta vandræðaleg og undr- andi hvert á annað. Þau áttu von á allt öðru, þegar kennslukonan hæfi upp raust sína, en þeirri spurningu, hvað þeim fyndist sjálfum. Þau vita í fyrstu ekkert hverju þau eiga að svara. Um stund ríkir þögn. Kennslu- konan bíður róleg eftir svari. Hún vill að það sé vel íhugað. En brátt tekur annar drengjanna forystuna. Hann er vanur að gegna því hlutverki í félags- skap þeirra þriggja. „Þetta var dálíðið ljótt,“ svarar hann lágt. „En Bergrós er svo skrítin. Pabbi hennar er fyllibytta og slæst við kerlinguna, hana Sölvínu, þegar hann er fullur, en hún er víst lítið betri. Mamma er formaður bama- vemdamefndar og kerlingamar, sem eru með henni í nefndinni mæta stundum á rabbfund heima, eins og mamma kallar það. Þær tala svo hátt ffam í eldhúsinu, að ég heyri hvert orð inn í herbergi mitt. Ég hef heyrt þær rabba um það, að líklega endi þetta hjá Bóasi og Sölvínu með því, að nefndin verði að skerast í leikinn og taka af þeim forræði krakkanna, sem enn séu eftir heima hjá þeim. En þær bara rabba um þetta yfir kaffibolla. Glóey Mjöll er fróðari eftir. En hún er ekki hér með neinn marklausan rabbfund, heldur stórt alvörumál til umræðu. Hún lítur íhugul á forystu- drenginn og segir festulega: „Svo þér finnst athæfi þitt dálítið ljótt?“ Hann kinkar kolli. „En hvað með ykkur, hin tvö, finnst ykkur það sama?“ Börnin kinka bæði kolli til sam- þykkis. „Hvernig haldið þið að barni líði á heimili eins og því, sem hér hefur verið lýst?“ Ekkert svar kernur við þeirri spurn- ingu. „Þekkið þið eitthvað þessu líkt af eigin raun?“ „Nei,“ svara börnin öll, einum rómi. „Þið eruð lánsöm. En hvernig fyndist ykkur að vera í sporum Berg- rósar litlu?“ Þau svara ekki spurningunni en for- ystudrengurinn segir, eins og þeim til afsökunar: „Það eru fleiri skólakrakkar en við, sem hrekkja Bergrósu.“ „Hafið þið orðið áhorfendur að því?“ Börnin kinka kolli. „Ljótt er að heyra, en það er ekki til umræðu hér og nú, heldur athæfi ykkar þriggja, sem ég stóð að verki. Ég mun seint gleyma neyðarópum Bergrósar litlu, sem leiddu mig á vettvang. í anddyri auðra húsa er ef til vill stundum hægt að fela fyrir mönnum verknað eins og ykkar, en þið getið hvergi falið gjörðir ykkar fyrir augum guðs. Hann sér og heyrir allt, sem þið aðhafist. Jafnvel tár Bergrósar litlu, af ykkar völdum, eru talin. Hafið þið aldrei leitt hugann að þessu?“ „Nei, aldrei,“ svaraði telpan og tár leita fram í augu hennar. „Þá hefði ég ekki gert þetta.“ Drengirnir svara engu, en dimmur roði færist yfir andlit þeirra beggja. Þeir eiga sýnilega í mikilli innri bar- áttu. Glóey Mjöll heldur áfram máli sínu: „Eruð þið búin að gleyma dæmisögu Jesú um misunnsama Samverjan, sem þið í bekknum skil- uðu í kristnifræðitíma hjá mér fyrir fáum vikum, og ég leitaðist við að út- skýra fyrir ykkur?“ „Nei, ekki alveg,“ svarar drengur- inn, sem ekkert hefur sagt fyrr, einn og sér. „Ég man eftir ræningjunum.“ „En þið hin, munið þið þá ekki eftir manninum, sem féll í hendur ræn- ingjunum, prestinum og Levítanum, sem framhjá gengu, eða miskunn- sama Samverjanum?“ „Jú, ég man eftir þeim öllum,“ svarar forystudrengurinn. Hann er einn skarpasti nemandinn í bekknum. „Ég man það líka,“ upplýsir telpan. „Gott að heyra þetta. En hvaða per- sónu dæmisögunnar vilduð þið helst líkjast? Ræningjunum, sem réðust á varnarlausan ferðamanninn, flettu hann klæðum, börðu hann og fóru síðan burt og létu hann eftir, hálf dauðan? Prestinum, Levítanum, senr gengu framhjá, eða Samverjanum, sem nam staðar hjá særða manninum við veginn, batt um sár hans, setti hann upp á sinn eigin eyk og flutti hann til gistihússins og bar umhyggju fyrir honum?“ „Samverjanum, sem hjálpaði særða manninum,“ svara börnin einróma. „En særði maðurinn við veginn gæti eins verið Bergrós litla.“ Framhald í nœsta blaði. k Heima er bezt 351

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.