Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 26
heyrt að mörgum hafi þótt það skrýt- ið og hálf skrælingjalegt og því verð- ur ekki neitað að svo er. Sú sjón er víst sjaldséð í borgum annarsstaðar í veröldinni. Ég hef orðið svona langorður um óþrifnaðinn og ódauninn í bænum af því að mér finnst að í því efni sé höf- uðstaðurinn einna lengst á eptir kröf- um tímans, þar er honum einna mest ábótavant og ég sé ekki betur en að honum geti verið bráð hætta búin ef ekki eru gerðar alvarlegar ráðstafanir til að kippa þessu í betra lag. Þá er svo að þar við bætist að neysluvatn er víðast illt í bænum, þá gegnir það mikilli furðu hvað það hefur slampast lengi af að banvænar farsóttir, t.d. taugaveiki, hafi heim- sótt hann í stórum stíl. Ég er viss um að læknarnir hljóta að vera mér sam- dóma í þessu. Það er bráðnauðsyn- legt fyrir bæinn að koma sér upp vatnsleiðslu sem allra fyrst, enda hef ég heyrt að einhver hreyfing væri byrjuð í þá átt. Hún kostar auðvitað mikið fé en í það má ekki horfa. Reykjavík getur ekki í sannleika kallast höfuðstaður landsins ef hún lætur smákauptún hingað og þangað út um landið, fara fram úr sér í flestu eða öllu. Ekki var Isafjarðarkaup- staður lengi að hugsa sig um að koma vatnsleiðslu á hjá sér, þá er reyndin var orðin sú að bærinn var besti taugaveikisakur vegna óhæfi- legs neysluvatns. En auðvitað var þetta verk kostnaðarminna þar en það mundi verða í Reykjavík. Þá ætti ekki heldur að vera nein frágangssök að lýsa Reykjavík með rafmagni, en líklega á það samt enn nokkuð langt í land. Vatnsleiðsla og þrifnaðarframkvæmdir verða að ganga á undan því. * * * Það er margt fleira, sem mér virð- ist Reykjavík vanta til þess að hún geti sómt sér nokkurn veginn sem höfuðstaður, göturnar illa hirtar, full- ar af aur og leðju, þegar skúr kemur úr lopti, gangstéttir fáar og þær, sem til eru, allt of mjóar, bryggjurnar ómynd, ekki síst bæjarbryggjan, eng- in sporbraut fyrir flutningsvagna, eins og menn sjá þó víða annarsstað- ar á landinu, o.m.fl. Það hneykslaði mig t.d. mjög að sjá karlmenn og kvenfólk vera að rogast með fulla kolapoka á bakinu langar leiðir upp frá bryggjunum. Sú uppskipun, t.d. í illviðri, enda hvort sem er, er svo frámunalega skrælingjaleg að mér fannst eins og ég væri kominn meðal Eskimóa eða einhvers ánauðugs skríls fyrir norðan og neðan alla menningu, en ekki meðal landa minna í höfuðstað Islands. En þessi forsmán er auðvitað vinnuveitendum en ekki vinnuþiggjendum að kenna. Og ekki get ég skilið í því hvernig bændur og góðir verkmenn, aldir upp í sveit, karlar og konur, geta sætt sig við að gerast svona löguð áburðardýr suður í Reykjavík. Ég, fýrir mitt leyti, vildi heldur slá og raka eða hirða skepnur í sveitinni. En aum- ingja mennirnir verða að taka þessa vinnu, er hún fæst. Þá er ekki í annað hús að venda, svo að þeim er vor- kunn. En heyrt hef ég að kaupið sé samt ekki ýkja hátt við þessa kola- burðarvinnu. Þar eru víst optast nóg- ir verkamenn um boðið. Ég hef hér aðeins minnst á fátt eitt, sem mér hefur þótt miður fara hjá ykkur í höfuðstaðnum. En það væri ástæða til að minnast á margt fleira, ef ég væri nógu kunnugur. En ykkur mun þykja nóg komið af svo góðu og vinist víst eptir að ég hafi séð eitt- hvað hjá ykkur, sem ég geti lokið lofsorði á. Já, satt er það en færra var það en hitt. Ég hef áður minnst dálít- ið á byggingarnar, er sumar hverjar eru mjög laglegar. Það væri líka und- arlegt ef ekki væru mörg snotur hús í öllum þeim aragrúa. Á opinberu byggingunum þykir mér bankahúsið tilkomumest og smekklegast. Það er ávallt eitthvað verklegt við það sem bankastjóri Tryggvi Gunnarsson fæst við. Og þótt hann byggði ekki bank- ann fyrir sitt eigið fé og þyrfti ekki til hans að spara, þá er það jafn virð- ingarvert samt, að húsið er svo veg- legt sem það er. Og hálfleitt afspurn- ar og lubbalegt hefði mér þótt, ef þessum Störnbanka-Warburg hefði verið afhent það til allra umráða. Og því fór nú betur að svo varð ekki. Og þótt oss sveitamönnum hafi stundum þótt erfið viðskiptin í Landsbankan- um, þá hefur hann samt mörgum hjálpað. En fé hans hefur mest lent í Reykjavík, einkum til húsalána þar. Mér dylst ekki að vöxtur Reykjavík- ur á síðari árum, er ekki síst bankan- um að þakka samhliða aukning sjáv- arútvegsins. En ég þykist einnig sjá það að kæmi skyndilegt verðfall á hús í Reykjavík, sem vel getur komið fyrir, þá má bankinn vara sig á að hann súpi ekki seyðið af því líka og verði í vandræðum með marga þá hússkrokka, sem hann hefur nú að veði. En það færi betur að slíkur hnykkur kæmi ekki fyrir, því af því leiddi fjárþrot og örbirgð margra manna, samfara stórhnekki fyrir bankann. Einna gleðilegasti vottur um fram- takssemi og framfaraanda bæjarbúa, virðist mér vera túnræktin umhverfis bæinn, jafn örðugt og kostnaðarsamt sem það hlýtur að vera að rækta þá jörð. En auðvitað getur ræktun þessi aldrei orðið í stórum stíl. Til þess er landrými of lítið og landið ófijótt og illa til ræktunar fallið. Túnrækt Reykjavíkur er því meiri sönnun þess hvernig landið geti breyst, ef fé væri fyrir hendi til að rækta það heldur en að hún, út af fyrir sig, geti orðið nokkur undirstaða undir þróun og framför Reykjavíkur. Til þess vantar öll skilyrði. Ég hef heyrt marga bændur, sem flutt hafa úr sveit til Reykjavíkur, segja að þeir yrðu að flýja álögurnar í sveitinni, sem væru orðnar óbæri- legar. Útgjöldin í Reykjavík til al- mennra þarfa, væru svo miklu minni. Skyldi þetta vera rétt athugað? Það getur vel verið að bændur, sem ný- fluttir eru til bæjarins, borgi minna útsvar en þeir gerðu í sveitinni, en það er eðlileg afleiðing af því að þeir hafa flestir miklu minna gjaldþol er þeir eru þangað komnir, svo að við 338 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.