Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 18
ómálga bömum væri ekki hollt að borða lifur. Oftast máttu þau það þegar þau voru farin að geta borið vel fram stafinn 1 eða orðið lif- ur. í dag er sérstaklega mælt með lifur handa ung- um börnum enda er hún afar næringarrík. Sú trú var þekkt um allt land, en algengust fyrir norðan, að það væri nátt- úruaukandi að borða lifur. Þeir sem voru sólgnir í lif- ur, og þó sérstaklega heita lifrarpylsu, áttu að vera ástagjarnir eða „mikið upp á heiminn“ eins og sagt var. Til þessa er vísað í eftirfarandi vísubroti: Lifrina etur lastagjarn lungun góðhjartaður Gollur, döndull, hjartabaggi Margt er gott í lömbunum þegar þau koma af fjöllunum gollurinn og görnin og vel stíga börnin segir í gamalli bamagælu. Líklega eru þau fá börnin sem vita hver hann eiginlega var gollurinn sem þarna er á minnst. Hann var þó sérstakur barnaglaðningur í sláturtíð í gamla daga og þekktur réttur í flest- um héröðum fram undir miðja tutt- ugustu öld. Gollurshús er himna með mör sem umlykur hjartað. Það var líka kallað gollurskinn eða hjartapungur. Þegar gollur var búinn til var gollurshúsi úr nýslátraðri kind eða lambi snúið við þannig að mör- inn vissi inn; í var bætt niðurbrytjuðu kjöti, mör og ýmsu sem til féll. Oft var t.d. látið með eitt nýra eða flag- brjósk sem er lítil brjóskflaga niður úr bringubeini. Stundum var hjartað sjálft soðið í gollrinum. Og ef hann átti að verða sérstaklega gómsætur voru í honum lundir. Þó að langal- gengast væri að sjóða kjötmeti af ýmsu tagi í gollurshúsi voru fleiri til- * 330 Heima er beztJápZ. Ristlar, lundir og þind. Þegar búið er að sauma þindina utan um ristlana og lundirnar heitir þetta lundabaggi. brigði við nýtingu þess. Sumir fylltu það til dæmis með nýrnamör, suðu þetta ásamt lifur niðri í sláturpottin- um og borðuðu heitt. Einnig var til að sjóða mjölblandað blóð í gollurs- húsinu þannig að úr varð eins konar sláturkeppur. Þegar búið var að troða því sem til var að taka í gollurshúsið var saumað fyrir opið og gollurinn soðinn. Hon- um var oft tyllt við potteyrað með saumþræðinum. Gollur var annars oftast borðaður nýr og iðulega ætlað- ur börnum sérstaklega eins og áður sagði. Oft fengu krakkar gollur úr lömbum sem þeir áttu eða eignuðu sér, þegar þeim var lógað. Eftirfar- andi saga af slíku er í heimildasafni þjóðháttadeildar, um atburð sem gerðist fyrir miðja síðustu öld og segir það reyndar nokkuð um hvað okkur á þjóðháttadeild berast oft gamlar sögur úr daglega lífinu í munnlegri geymd. Heimildarmaður sem fæddur var aldamótaárið skráir hana á eftirfarandi hátt: „Mamma sagði mér þessa sögu eftir langömmu minni. Hún fór ung í sína fyrstu vist. Bóndinn gaf henni lamb á stekknum um vorið. Lambið kom að um haustið en bóndi þóttist ekki svo birgur að hann gæti fóðrað gimbrina og lógaði henni en ekki varð hún þess vör að hann farg- aði af fóðrum öðru. Svo litlu síðar kom hún úr smalamennsku, hrakin og köld. Hafði hún smeygt sér úr blautu sokkunum og sest á fætur sér um stund uppi í rúminu sínu til að ylja sér á fótunum. Þá opnaði konan baðstofuna og skákaði til hennar skál með bita á og mælti: „Þarna er gollurslúsin úr lambinu þínu Þura.“ Þura tók við tveimur höndum og hefur líklega sjaldan bragðað lostæt- ari sláturbita enda sá hún aldrei ann- að eða meira af því lambi.“ I sláturtíð var smalanum víða gef- inn sérstakur smalagollur fyrir vel unnin störf. Til þessara siða kann önnur merking orðsins gollur að vísa, nefnilega gjöf eða þóknun. Einnig sögðu menn „að gollra ein- hverju í einhvem“ um að gefa smá- gjöf og þá sérstaklega ef um matgjöf var að ræða. Gollrar, sem átti að geyma voru venjulega súrsaðir en sjaldnar reyktir þó að það væri vissulega til. Þeir sem fóru í reyk voru þá yfirleitt af full- orðnu fé. Dæmi hef ég um það úr Dalasýslu að þannig verkaðir gollrar væru ævinlega borðaðir á sprengi- kvöld, en ekki mun slíkt hafa verið algengt í Barðastrandarsýslum, þar sem lundabaggar hafa víða verið gerðir til skamms tíma og em sums staðar enn, notuðu sumir gollurshúsin í þá. Þegar átti að gera lundabagga voru ópillaðir kindaristlar ristir eftir endi- löngu, skafnir, þvegnir og lagðir í saltvatn um tíma. Þeim var síðan vaf- ið utan um kjötstrengsli, alltaf lundir í fyrri tíð en eftir að farið var að selja kjötskrokka í kaupstað var oft hafit annað kjötmeti með í lundabagga, hjarta skorið í ræmxu', hálsæðar, magálsræmur o.fl. Og stundum vant-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.