Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 12
Húsbyggingar og nýja hlaðan „Við byrjuðum að byggja íbúðarhúsið okkar hér 1978 en þangað til bjuggum við í lítilli íbúð í húsinu hjá Sigrúnu og Halldóri. Við erum eiginlega enn að byggja þetta hús, því það hefur oft þurft að bíða meðan unnið var á öðrum víg- stöðvum. Við byrjuðum reyndar á því þegar við komum hingað austur að byggja hlöðu við ijárhúsin. Næst kom viðbygging við húsið fyrir verkstæði og verslun og þar á eftir var röðin komin að íbúðarhúsinu. Svo voru það sumarhúsin og nú má segja að við séum komin í hring því nú erum við aftur byrjuð á hlöðunni og ætlum að endurbyggja hana sem verkstæði og verslun. Þetta húsnæði hér er orðið alltof lítið og þrengsli standa okkur fyrir þrifum. Við getum ekki fjölgað starfsfólki og höfum ekki pláss til að geyma timbur og annað sem til þarf. Hlaðan verður á tveimur hæðum; vélasalur á neðri hæðinni og verslun og verkstæði á efri hæðinni. Þangað á fólk að geta komið og séð okkur við vinnu og vonandi verðum við líka með muni frá fleirum til sölu. Gólfið í hlöðunni verður nánast sýningargripur með gólfefnum úr íslensku timbri. Við ætlum að skipta því niður í reiti og í hverjum reit verður mismunandi gólfefni. Þar verður m.a. lerki, börkur, birki og ýmislegt fleira. Þarna á fólk að geta séð á einum stað, ýmsa möguleika með íslenskan trjávið. Svo verður meira geymslurými, við erum í vandræðum með lager því við þurfum að eiga 2-3 ára birgðir af timbri, bæði þurru og blautu. Og þar er komið í þessum rekstri, að við þurfum að fjölga starfsfólki en hér er ekki pláss til þess. I hlöðunni getum við bætt við okkur starfs- fólki, sem er orðið mjög nauðsynlegt.“ Abyrgð skólakerfisins Hlynur telur að skólakerfið bregðist því hlutverki sínu að kenna fólki að vinna með höndunum. „Handverki er nánast sleppt í skólakerfinu. Það er svo þægilegt að bjarga heiminum og unglingunum með því að senda þá í íþróttir. Þannig á öllu að vera borgið. Það eru settir peningar í að bæta íþróttaaðstöðuna og það er gott og blessað en það geta ekki allir verið í íþróttum. Svo eru ekki til peningar til að kenna nemendum handa- vinnu. Það er ekki hægt að kalla það handavinnukennslu þegar henni eru ætlaðar ein til tvær kennslustundir á viku. Nú í vetur fengu nemendur í 10. bekk Egilsstaða- skóla enga handavinnukennslu, því þeir höfðu engan áhuga, það valdi enginn þetta fag. Þá er eitthvað að fram- setningunni eða einhverju öðru. Það er ekki eðlilegt að „ Söngsvanur “ úr íslensku birki. fólk læri ekki að vinna með höndunum. Svo kemur þetta fólk út á vinnumarkaðinn og kann ekki að nota hendum- ar, kann ekki að beita sög eða hamri. Það getur vel verið að það sé gamaldags að setja krakka inn í handavinnu- stofu í dag og segja þeim að smíða úr spýtum en það er hægt að gera svo margt annað. Það er mjög auðvelt að fá krakka til að vinna með ýmis tæki og tól og til dæmis er hægt að smíða útvarp eða eitthvað slíkt. Við glötum svo miklu ef við kennum ekki fólki að vinna með höndunum. Þau kynnast ekki sköpunarþörfinni og hafa jafnvel ekki sjálfsbjargarviðleitni. í öllu sem fólk tekur sér fýrir hend- ur koma upp vandamál af ýmsu tagi sem þarf að bregðast við og leysa og það þurfum við að kenna. Margir hafa í gegnum tíðina bjargað sér ágætlega með þeirri handa- vinnukennslu sem fram fór í skólum, en þetta er ekki kennsla í dag; 1-2 kennslustundir á viku. Nú gefst kannski tækifæri til að breyta þessu, þegar sveitarfélögin taka við skólunum. Það eru miklir peningar settir í af- þreyingu fyrir unglinga; félagsmiðstöðvar og íþrótta- mannvirki. Sveitarstjórnarmenn fá tækifæri til að verja ljármunum til handavinnukennslu. Heimilisfræðikennari greindi frá því í útvarpsþætti á dögunum að til kennsl- unnar væru ætlaðar hundrað og tuttugu krónur á nemanda í kennslustund. Það sér hver heilvita maður að slíkir Qár- munir gefa ekki mikið svigrúm í heimilisfræðikennslu.“ Draumar „Þegar við erum búin að koma hlöðunni í gagnið og fá til okkar fólk í vinnu verður vonandi svigrúm til að hreyfa sig eitthvað og skoða hvað aðrir eru að gera. Okk- 324 Heima er bezt »

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.