Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 20
Ólafur Þ. Hallgrímsson, Mælifelli: Tvö minningabrot frá Valþj ófs staðarkirkj u Nægir þar að nefna þá bræður af ætt Svínfellinga, Þorvarð og Odd Þórarinssyni, sem uppi voru á 13. öld en Þorvarður er af sumum fræðimönnum talinn vera höfundur Njálu. A þessum tíma er talið, að staðið hafi skáli mikill á Valþjófsstað, reist- ur á söguöld, og telja ýmsir, að fyrir honum hafi verið hin svo kallaða Valþjófsstaðarhurð, sem síðar varð kirkjuhurð í þeirri kirkju, er fyrst reis á Valþjófsstað, sem stafkirkja að norskri fyrirmynd, veglegt hús og há- timbrað, er stóð að stofni til allt fram undir miðja 18. öld. Valþjófsstaðarhurðin er fagurlega útskorið listaverk og einhver mesti dýrgripur í eigu þessarar þjóðar. Sú tilgáta kom fram hjá Barða Guðmundssyni, fræðimanni, að Randalín Filippusdóttir, ekkja Odds Þórarinssonar, hafi skorið hurðina út, en um það verður ekki fullyrt. Hurðin var seld til Kaupmanna- hafnar um miðja 19. öld, en afhent Islendingum á ný árið 1930 og er nú varðveitt í Þjóðminjasafni íslands, sem kunnugt er. Halldór Sigurðsson, tréskurðar- meistari á Miðhúsum, skar út ná- kvæma eftirlíkingu af Valþjófsstað- arhurðinni, og þjónar hún sem innri hurð í núverandi kirkju á Valþjófs- stað, en það voru burtfluttir Fljóts- k A : Valþjófsstaðarkirkja, sem síra Sigurður Gunnarsson lét reisa. Valþjófsstaður í Fljótsdal er, sem kunnugt er, fornt höfuðból. Þar hefur kirkja staðið a.m.k. frá því á síðari hluta 12. aldar og margir höfðingjar gert garðinn frægan. dælingar, sem gáfu hurðina í tilefni af vígslu kirkjunnar árið 1966. Á Valþjófsstað hafa staðið nokkur kirkjuhús og ýmsir klerkar gert garð- inn frægan. Ekki verður saga Val- þjófsstaðarpresta rakin hér, en nefna má nöfn sr. Hjörleifs Þórðarsonar á 18. öld, skálds og latínusnillings, sem m.a. þýddi Passíusálmana á lat- ínu, og sr. Vigfúsar Ormssonar, hins mikla búnaðarfrömuðar, sem sat staðinn lengi og skildi eftir sig merk spor og mikil ætt er frá komin. Þá sat á Valþjófsstað um tíma á seinni hluta 19. aldar, sr. Lárus Hall- dórsson, síðar fríkirkjuprestur á Reyðarfirði og í Reykjavík. Kirkjur á Valþjófsstað stóðu um aldir heima á staðarhlaði innan kirkjugarðs, sem enn mótar fyrir. Síðla árs 1883, fékk staðinn sr. Sigurður Gunnarsson á Ási í Fellum, en Áss- og Valþjófsstaðarprestaköll voru sameinuð með lögum árið 1880 og sr. Sigurður því síðasti prestur er sat á Ási. Hann hófst handa með kirkjubygg- ingu og lét reisa nýja kirkju á grund- inni nokkuð neðan bæjar. Var það fyrsta kirkjan, er þar stóð. Kirkjan mun hafa verið vígð 1888. Þetta var timburkirkja með báru- járnsþaki og háum turni, en kór eng- inn, þrír gluggar á hvorri hlið og þrír á turni: tveir á hvorri hlið og einn lít- 332 Heima er bezt ’ iw-wt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.