Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 34
þið getið nærri og hef ég áreiðanlega minnst á það við ykkur fyrr. Ég nefni hér aðeins vindmylluna gömlu, þar sem við fengum að vera með alls konar dót eftir að hætt var að nota hana til mölunar og við undum oft tímum saman ef veður var leiðinlegt. Ég nefni rekaferðirnar okkar mörgu sem alltaf voru eins og ævintýri í hugum okkar, ég nefni margvíslegar athuganir okkar og leiki í sambandi við fuglalífið ijölbreytta, síla- og sil- ungsveiðar og sitthvað fleira. Og síð- ast en ekki síst nefni ég margvíslega leiki við unglinga og fullorðið fólk, og söng og hljómlist sem var svo mikið iðkuð heima og átti svo sterk ítök og á enn í ættfólki mínu. í sam- bandi við þetta allt á ég margar hug- stæðar minningar, enda voru þetta miklir hamingjudagar. Og þegar ég hugsa nú um æsku okkar, barnanna heima, er ég inni- lega þakklátur fyrir þá tillitssemi og þann skilning sem foreldrar okkar og aðrir fullorðnir sýndu okkur, eins og þið sjáið m.a. á því sem ég hef nú sagt ykkur lauslega, hve rúman tíma við fengum til þroskandi leikja. Þá tel ég einnig, er ég lít til baka, að hin nána samvinna okkar barn- anna við fullorðna fólkið í starfi og leik, hafi haft ómetanlegt uppeldis- gildi. Og ég held að einmitt á þessu sviði hafi orðið alvarlegur brestur í uppeldi íslenskra barna á síðari árum og þurfi að athuga það gaumgæfi- lega. Ég ætla svo að lokum, bömin mín, að segja ykkur frá einu verki sem ís- lensk börn hafa um langan aldur unnið í frístundum sínum á hverju vori, og vorum við krakkarnir heima þar engin undantekning. Þetta verk mátti líka á vissan hátt heimfæra undir leik, svo að það á raunar vel við að ég komi því hér að. En eftir því sem ég best veit, hefur nú þetta vinsæla og algenga barnaverk algjör- lega verið lagt niður um land allt vegna nýrra og breyttra tíma. En sé dýpra skyggnst, er þetta verk í eðli sínu svo merkilegt, að ég má alls ekki gleyma að segja ykkur frá því, fyrst ég er á annað borð að fræða ykkur um sitt af hverju frá æskuárum mínum. Verkið hét að leita að hagalögðum. Hagalagðar voru lagðar eða snepl- ar, sem reyttust oft úr reifum sauð- fjárins áður en rúið var á vorin. Og þeir gátu verið úti um víðan völl eða alls staðar þar sem féð gekk til beitar. Við höfum áreiðanlega minnst á það fyrr að sauðfé var yfirleitt alltaf rúið á vorin og var það ófrávíkjanleg regla heima. Það fer alltaf nokkuð eftir fóðrun sauðfjárins og líkamsá- standi hverrar kindar hvenær gamla ullin losnar. Allir kunnugir vita að þetta er töluvert misjafnt og ef rúið var fremur seint var farið að losna um reifið á mörgum skepnum og sumar höfðu kannski misst af því meira eða minna, ullin beinínis datt af þeirn. Gat þá verið býsna auðvelt að finna hagalagða, jafnvel hvar sem var. En hvers vegna vorum við að tína þessa ullarlagða? Þið vitið að ull sauðíjárins er tölu- vert verðmæt og hefur svo verið á öllum tímum. Hún hefur jafnan verið drjúgur þáttur í tekjum íslenska bóndans. En nú var því þannig háttað með þessa ull, sem nefnd var haga- lagðar, að enginn gat með réttu helg- að sér hana af þeirri einfoldu ástæðu að enginn vissi af hvaða kindum hún var. Það var því ævagömul venja að hver sá, sem fann hagalagð, átti hann. Þetta minnir á gamlan og góð- an talshátt, sem þið ættuð gjarna að læra: Sá á fund sem fyrst finnur ef enginn finnst eigandinn. Þetta vissum við krakkarnir strax og við komumst á legg og fórum að veita hlutunum athygli. Og við viss- um einnig að fyrir lagðana okkar gátum við fengið peninga og fyrir peningana gátum við keypt eitthvert smáræði sem okkur hafði dreymt um og langaði til að eignast, t.d. blýant, skrifbók, hníf eða kannski bara nokkrar rúsínur. Og þið verðið að vita, vinir mínir, í þessu sambandi, að allt til þess er ég var að alast upp og raunar nokkra áratugi í viðbót, eignuðust íslensk börn aldrei peninga né heldur sáu þá, nema um hreinar undantekningar væri að ræða. Og þær undantekning- ar voru eingöngu í því fólgnar, eftir því sem ég best veit, ef gestur gaf barni pening. Þótti þá slíkt jafnan einstakt happ fyrir viðkomandi bam, ævintýri líkast. Og nú held ég að þið skiljið vel hvers vegna það var eftirsóknarvert fyrir okkur krakkana að tína haga- lagða: þeir gáfu okkur gullið tæki- færi sem við fengum alls ekki með öðrum hætti. Fyrir þá gátum við fengið, kannski á hverju vori ef vel tókst til, einhvern eftirsóknarverðan, lítinn hlut, sem var okkur lengri eða skemmri tíma til gagns og gleði. Þær voru því ekki fáar stundirnar á vorin, sem varið var til að leita að hagalögðum. Og þó að við kæmum oftast heim lúin eftir langa göngu, var gleðin líka oft mikil yfir góðum feng og heillandi ævintýmm úti í fagurri og fjölbreyttri náttúru æsku- stöðva minna. Margt væri að sjálfsögðu hægt að segja ykkur enn frá leikjum okkar krakkanna og störfum, en þetta verð- ur að nægja að sinni. 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.