Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 40
Lárus Jóhannesson: Niðjatal Guðrúnar Þórðardóttur og Björns Auðunssonar Blöndals, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal. láHANlNESSON ■KQUIKI ITII\ Niðjatal Guðrúnar Þórðardottur oq Björns Auðunssonar Blondals sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal SKUGGSJÁ Lárus Jóhannesson, hæstaréttardómari, tók að fást við ættfræði á efri árum. Safnaði hann saman óhemju fróðleik og leitaði víða fanga. Aðallega fékkst hann við að semja niðjatal Björns Blöndals, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal, og Þórarins Jónssonar á Grund í Eyjafirði (Thorarensensætt). Lárusi entist ekki ævi til að vinna úr þessum fróðleik nema að nokkru leyti og raunar var tilgangur hans ekki sá, að þetta yrði gefið út. Jón Gíslason, fræðimaður, tók að sér að fullgera Blöndalsættina og búa hana til prentunar. Blöndalsættin er niðjatal Björns Auðunssonar Blöndals, sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal og Guðrúnar Þórðardóttur, konu hans. Niðjatalið nær fram til ársins 1977 og í sumum tilfellum lengra. Þetta niðjatal er að ýmsu frábrugðið öðrum slíkum ritum, m.a. eru ættir þeirra, sem tengjast Blöndalsættinni, oft raktar í marga liði. Þá eru víða umsagnir um menn úr bókum eða öðrum heimildum eða frá höfúndi sjálfúm. I ritinu eru á áttunda hundrað myndir, eða á annað þúsund myndir af einstaklingum, ef þannig er talið. Itarleg nafnaskrá er í bókinni og einnig er hér prentuð æviminning Björns Blöndals eftir séra Svein Níelsson á Staðastað, sem og ættartala hans, handskrifuð. ÁRMÚLA 23 SÍMI 588-2400 • FAX 588-8994 AFBfíEIBSLA Á AKUREYRI: FURUVELUR 13 • SÍMI462-4024 Skjaldborg SÉRSTAKUR PÖNTUNARSEÐILL FYLGIR BLAÐINU

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.