Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 10
Miðhúsahross - Fardaga-
foss í Fjarðarheiði í bak-
sýn.
byrjum og á meðan verið er
að smíða og skera út. Við
skiptumst á skoðunum og
það er oft ansi tæpitungu-
laus umræða. En það er
ekki nóg. Við fáum vini
okkar, sem við treystum, til
að leggja orð í belg. Það er
nauðsynlegt að fá fleiri til
að skoða og meta það sem
maður er að gera, að öðrum
kosti getur maður misst alla
yfirsýn yfir verkið. En allt
snýst þetta auðvitað um að
uppfylla þarfir og óskir við-
skiptavinanna. Eg er sjaldn-
ast búinn að teikna það sem
ég ætla að smíða áður en ég
byrja. Ég hef bara hugmynd
og legg af stað. Hluturinn fæðist svo í höndunum á mér
með þessari aðstoð gagnrýninnar.“
Er listamaðurinn í Eddu líka meðfæddur?
„Ég held að það hafi aldrei nokkrum manni dottið í
hug að kalla mig listamann. Ég er bara í verkamanna-
vinnunni, held utan um bókhaldið, sópa og tek til og mála
svolítið. Það byrjaði þannig að ég var ákveðin í að skapa
mér fullt starf hér við fyrirtækið. Þegar við þurftum svo
að leita nýrra leiða í framleiðslunni vegna samdráttar, þá
fæddust ýmsar hugmyndir og þetta hefur þróast svona
áfram. „Smávörudeildin" hefur gengið mjög vel. Ég geri
tölur úr ýmsum efnum; hornum, beini, lerki og fleiru.
Litla smur- og ostahnífa, sem ég mála á, skartgripi úr
beinum og horni og ýmislegt fleira. Það er hægt að nota
allt í náttúrunni og við erum trúlega þau einu, sem notum
t.d. allt tréð, frá rót og upp í laufblöðin.“
Hlynur segir Eddu vera listamann inni í sér, hún viti
um hvað hún sé að tala en geti ekki unnið það sjálf með
höndunum. Því verði hendurnar á honum stundum í raun
hendurnar á Eddu.
„Það getur stundum verið erfitt meðan á því stendur“
segir Hlynur og hlær við.
En er Edda þá alltaf með nefið ofan í því sem Hlynur
er að smíða?
„Það mætti halda það en sannleikurinn er sá að Hlynur
er alltaf á hælunum á mér að bera undir mig það, sem
hann er að gera. Við erum stöðugt að meta það sem við
Hnífur úr hreindýrshorni hallast upp að birkirót.
erum að gera, velta því fyrir okkur hvort nú sé rétt að
gera þetta eða hitt, fara þessa leiðina eða hina. Þetta er
sköpun í samvinnu."
Náttúran og Edda
„Ég er nú eiginlega bara „náttúrugöslari.“ Mér finnst
svo sjálfsagt að nýta það sem náttúran gefur og spilla
322 Heima er bezt