Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 36
Telpan lítur tortryggin á Glóeyju Mjöll og svarar ekki strax. Hún hefur aldrei verið hræddari en nú, þegar skólasystkini hennar, sem mest hafa lagt hana í einelti og niðurlægt hana, hafa verið staðin að verki og það af kennslukonunni í bekknum þeirra. Þessi skólasystkini hafa oftar en einu sinni hótað henni, ef hún klagaði fyr- ir kennaranum eða heima hjá sér og henni hefúr aldrei komið til hugar að reyna slíkt. Hvað skyldu þau gera við hana ef hún segði nú allan sannleik- ann, eftir að komist hefur upp um þau á þennan hátt? Mundi það ekki ráðast af því hvort óhætt er að treysta þessari kennslukonu, hugsar telpan. En hvenær er henni óhætt að treysta öðrum? Glóey Mjöll hefúr að vísu umborið hana betur en nokkur annar kennari frá því að hún hóf skóla- göngu og aldrei sent kvörtunarbréf heim til hennar, eins og hinir hafa stundum gert. Ef hún svarar ekki spurningum kennslukonunnar núna, verður hún þá ekki kölluð til yfir- heyrslu hjá Arnmundi skólastjóra strax á morgun? Nei, það vill hún síst af öllu. „Ég..., ég má ekki segja frá, ég..., ég má ekki klaga fyrir kennaranum,“ stamar hún loks óttafúllum rómi.“ „Hver hefur bannað þér að segja kennaranum þínum sannleikann?“ „Krakkamir.“ „En þú þarft ekkert að klaga fyrir mér, ég sá með eigin augum hvað fram fór. Hefúrðu oft áður orðið fyrir svona áreitni?“ Glóey Mjöll endurtekur þá spurn- ingu. Telpan kinkar aðeins kolli. „Eru þar alltaf sömu krakkar að verki?“ „Nei, ekki alltaf, en þessir hrekkja mig oftast,“ svarar Bergrós lágt og lítur flóttalega til dyranna, sem standa opnar, eins og hún óttist að þar fyrir utan leynist áheyrendur. En samfara þessari stuttu játningu er líkt og losni um einhver höft, sem lengi hafa ijötrað barnssálina og tárin bijótast fram, án þess að hún fái nokkurt viðnám veitt. En kennslu- konan má ekki sjá hana gráta, hún er ekki vön að gera slíkt fyrir framan aðra. Bergrós rís stirðlega á fætur og ætlar að hlaupast á brott en hikar. Ef krakkarnir, sem drógu hana nauðuga hingað inn, bíða nú í felum hérna einhvers staðar fyrir utan og hafa heyrt hvað hún sagði kennslukon- unni, þá... Lengra nær hún ekki að hugsa þá hræðilegu hugsun. Glóey Mjöll er komin að hlið hennar og leggur arm- inn mjúklega yfir herðar henni. „Svona, Bergrós mín,“ segir hún þýtt og rólega. „Þú þarft ekki að fela tárin þín fyrir mér, ég skil þau svo vel og ég vil gera allt, sem ég get til þess að hjálpa þér.“ Þessi hlýju og einlægu orð kennslukonunnar ná að vekja örlítið traust, þar sem áður var tilfinninga- leg eyðimörk í brjóst telpunnar og af óviðráðanlegri þörf hallar þetta van- rækta barn, sem hvergi á örguggt skjól, þreyttu höfði sínu að barmi kennslukonunnar. Glóey Mjöll strýk- ur úfið hárið frá andliti telpunnar hægt og sefandi og þerrar tár hennar. Ekkert rýfur þögn þessarar stundar nema vindurinn, sem gnauðar um- þetta gamla, auða hús. En í andartak- inu gegnir það mikilvægu hlutverki. Skyndilega tekur telpan snöggt viðbrgað og reisir höfuðið frá barmi kennslukonunnar. „Ég..., ég átti að koma strax heim úr skólanum í dag og gæta tvíbur- anna,“ stamar hún með skelfingu í svip. „Ég veit ekki hvað mamma ger- ir við mig, hún ætlaði eitthvað út með Fríðu á efri hæðinni. Þarf ég að svara fleiri spurningum hjá þér?“ spyr hún svo og lítur vandræðalega á Glóeyju Mjöll. „Nei, Bergrós mín. Framhaldið bíður næsta dags, en þú þarft engu að kvíða í því efni. Ég vil sjá að þú komist klakklaust héðan og ég ætla að fylgja þér heim.“ Telpan svarar engu en feginleikinn leynir sér ekki í svip hennar. Hún þarf þá ekkert að óttast þótt bekkjar- systkinin hennar þrjú, kynnu að liggja í leyni. Þau mundu aldrei þora að hrekkja hana í augsýn kennslu- konunnar. En hvað skyldi svo mamma hennar segja, þegar hún loks skilar sér heim? Útidyrahurð gamla hússins fellur þungt að stöfum að baki kennslukon- unnar og skjólstæðings hennar. Enn á ný er það autt og yfirgefið. Glóey Mjöll býður Bergrósu hönd sína og spyr vingjarnlega: „Eigum við ekki að styðja hvora aðra á heimleiðinni?" Telpan kinkar kolli. Hún færir sig að hlið kennslukonunnar og smeygir hönd inni í lófa hennar. Þær leiðast á braut. Gatan er svellalögð. Vindurinn stendur í fangið og gnauðar nötur- lega. Telpan finnur framandi örygg- iskennd við þessa nánu samfylgd kennslukonunnar og telur sig vera óhulta, á meðan slíkt varir. En sú ógn, sem hún stóð frammi fyrir, þeg- ar Glóey Mjöll birtist í anddyri gamla hússins brennur enn á barns- sálinni með knýjandi spurningu, sem hún verður að leita svars við og fyrr en varir hefur spurningin brotist fram af vörum hennar: „Eru til draugar?“ Glóey Mjöll lítur snöggt á telpuna. „Hver er ástæðan fyrir því, að þú spyrð um þetta, barn?“ Telpan hikar andartak. Hún átti ekki von á spurningu á móti heldur beinu svari. „Krakkarnir sögðu,“ svarar hún lágt, „að ljótur draugur væri í gamla húsinu.“ „Fóru þau með þig þangað inn til þess að fræða þig um þetta?“ „Já, og þau sögðust ætla að loka mig inni í anddyrinu, svo þegar þau væru farin, kæmi draugurinn og hirti mig. Ég var ofsahrædd en ég gat ekkert á móti krökkunum, ekkert nema öskrað af skelfingu. Eru til draugar?“ spyr hún svo öðru sinni með miklum ákafa í röddinni. „Nei, það eru engir draugar til, nema í hugskoti þeirra, sem hugsa ljótt og vilja hræða aðra. Þú mátt skila því frá mér, ef einhver ætlar að hræða þig oftar á þennan hátt.“ Svarið lætur vel í eyrum telpunnar 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.