Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 21
ill gluggi, bogmyndaður, yfir dyrum. Efst á turni voru þrjú hljómop, lokuð með hlerum. Veglegt hús og tók um 100 manns í sæti. Hvelfing var blá, en þiljur viðarmálaðar. Yfirsmiður við kirkjubygginguna var Halldór Benediktsson á Skriðuklaustri. „Hin nýja kirkja var háreist og glæsilegt hús og vandað að viðum, kom tilhöggvið frá Noregi eins og hin forna og mikla stafkirkja á 12. öld,“ segir sr. Ágúst Sigurðsson í bók sinni Forn frægðarsetur II, bls. 64. Er ég man fyrst eftir, var kirkjan farin að láta nokkuð á sjá og mátti muna tvenna tímana. Hún hafði skekkst nokkuð á grunni af völdum veðurs, en veður geta orð- ið mikil á Valþjófsstað, einkum í suðvestan og vestan átt. Man ég, að stundum brakaði og brast í kirkjunni eins og skipi í stórsjó, ef hvasst var. En í mínum huga var þetta falleg kirkja, og við hana eru bundnar nokkrar af bernskuminningum mín- um frá Valþjófsstað. Tveir atburðir eru mér þar ofarlega í minni, sem báðir tengjast þessari kirkju, og skal nú nokkurð frá þeim greint. Hinn fyrri er fermingardagurinn minn, 14.júní 1953. Bernskuheimili mitt, Droplaugar- staðir, er ysti bær sveitarinnar. Um nokkurn veg var því að fara að prestssetrinu Valþjófsstað. Vikuna fyrir ferminguna höfðum við ferm- ingarbörnin, 4 talsins, gengið til spurninga hjá sóknarprestinum, sr. Marinó Kristinssyni. Fórum við ríð- andi og urðum samferða þrjú saman. Fermingardagurinn rann upp, bjartur og fagur. Ég og fjölskylda mín, fengum far til kirkjunnar með nágranna okkar, sem átti stóran her- trukk, en bílaöldin hafð þá ekki enn hafið innreið sína á heimili mínu. Stóðum við á palli alla leiðina, og var tekið fólk í bílinn á nokkrum bæjum á leiðinni upp í Valþjófsstað. Sjálfsagt þætti þetta nú skrítinn ferðamáti á fermingardegi í dag. Fermingarathöfnin fór fram með hefðbundnum hætti. Við börnin urðu að standa, meðan presturinn flutti fermingarræðuna, og þótti mér það nokkuð strembið, en í þann tíð tíðk- aðist að hafa tvær ræður í fermingu, fyrst krikjuræðu af stól og síðna ávarp til fermingarbarnanna frá alt- ari. Yngsta systir mín var skírð í mess- unni ásamt þremur öðrum börnum, svo dagurinn var raunar tvöfaldur há- tíðisdagur hjá okkur. Lítið man ég af athöfninni sjálfri, nema ræða prestsins var stutt. Svo manég, að sunginn var sálmurinn „Legg þú á djúpið,“ - 3. vers, þegar við höfðum verið fermd. Ekki var tekið til altaris í athöfn- inni, það var gert í vikunni á eftir. Að Man ég, að við yngra fólkið, fór- um niður á svo kallaða Kiðukletta og fórum þar í leiki, að hlaupa í skarðið, hafnarleik, o.fl. Skemmtu menn sér hið besta fram til kvölds, er haldið var heimleiðis í vorblíðunni. Ekki tíðkaðist að gefa dýrar ferm- ingargjafir á þessum árum. Nýtt armbandsúr fékk ég þó frá foður- ömmu minni, og átti ég það lengi. Þannig var fermingardagurinn. í minningunni er hann einn af þeim dögum, er ekki gleymast. En hverfum nú nokkuð nær í tíma eða til ársins 1961. Drengstaulinn, sem gekk fyrir gafl í Valþjófsstaðar- Valþjófstaðarbœrinn nokkru fyrir aldamót. athöfn lokinni stilltum við okkur upp ásamt prestinum framan við kirkju- dyr, svo kirkjugestir gætu óskað okk- ur til hamingju. Að því búnu fóru menn að tínast á pallinn og haldið var heimleiðis. Seint var komið heim, og því engin veisla þann dag, hún var haldin nokkrum dögum síðar. Skyldfólk og nágrannar komu í veisluna, þar á meðal nokkur böm. Flestir komu á bílum og dráttarvél- um, en nokkrir ríðandi. kirkju vorið 1953, var þá orðinn full- tíða maður og búinn að hleypa heim- draganum, kominn vel á veg með nám í Kennaraskólanum í Reykjavík. En enn stóð gamla kirkjan á Val- þjófsstað á sínum stað á grundinni, kannski orðin eitthvað gisnari en áður. I júnímánuði þetta sumar bar góða gesti að garði á heimili foreldra minna, sem komnir voru um langan veg, eða alla leið frá Ameríku. Þar var á ferð ömmusystir mín, Margrét ' 1*51-1' Heima er bezt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.