Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.09.1996, Blaðsíða 14
Um sláturmat Hallgerður Gísladóttir safnvörður: í sláturtíðinni verða vafalítið margir til að taka slátur og nýta sér þannig einhvern hollasta og ódvrasta mat sem völ er á. Þegar talað er um að taka slátur er venju- lega átt við allan innmat, svið og blóð. Hins vegar merkir orðið nú oft bara lifrarpylsu og blóðmör t.d. þegar talað er um að sjóða slátur eða borða slátur. í elstu tíð merkti orðið einfaldlega allt kjötmeti af sláturdýrum. r sláturtíð fellur til mikið af blóði sem víðast hvar um heiminn er notað í hina aðskiljanlegustu rétti, oftar en ekki kryddaða og eða sæta og stund- um eru þeir saltaðir til geymslu. Okkar algengasti blóðmatur, blóð- mörinn, er á margan hátt sérstakur og mótast matreiðslan af því hvernig hann var geymdur, þ.e. í súr. En ís- lendingar eiga fleiri tegundir af blóð- mat. Hér hefur blóð verið notað í brauð og grauta, að ógleymdum rétti sem var kallaður steinblóð. Þetta var hins vegar aðallega gert úr kálfablóði því að kindablóðið fór að mestu í blóðmörinn. Villibráð, blóðlummur; steinblóð... blóðlummur og blóðpönnukökur voru algengustu réttir úr kálfsblóði. Blóðlummur og blóðpönnukökur voru eins og venjulegar lummur og pönnukökur nema að íbleytið var blóð og þurfti töluvert minna af mjöli vegna hlaupefnisins í blóðinu. Blóðgrautur og villibráð voru bæði grautarkyns. Blóðgrautur var yfirleitt grófari matreiðsla en hitt sem villibráð neíhdist. Út á hann var oftast kastað bankabyggi, en líka gijónum, heil- hveiti, rúgmjöli eða haífamjöli. Blóðið var blandað með mjólk, soðið og jafn- að. Stundum var feitt saltkjöt soðið í og/eða rófur. Þannig blóðgrautur var algengur á Suðurlandi, frá Amessýslu austur í A-Skaftafellssýslu. Villibráð var hins vegar gjarnan þykkt með hveiti en stundum bökuð upp og jafningurinn þynntur með blandi af mjólk og blóði. Villibráð var sykruð og oft krydduð með rús- ínum, kanil og kúmeni og bætt með qóma. Þessi matreiðsla á blóði var langalgengust á Norður- og Austur- landi og er reyndar alls ekki útdauð. Þá komum við að rétti sem aflagð- ur er fyrir allöngu síðan. Stór- gripablóð var stundum látið hlaupa og storkna óhrært, skorið í parta, snöggsoðið og súrsað. Algengast var að kalla þennan rétt steinblóð, en nöfnin skyndilifur, blóðhella, blóðhlaup, lifrarblóð og augnblóð eru einnig þekkt. Um aldamót var orðið sjald- gæft að hleypa blóð á þennan hátt og Kálfsblóð var mest borðað nýtt í graut- um, kássum eða brauði. Villibráð, blóð- grautur, Skyrhræringur og slátur. Daglegur matur víða fram á síðustu áratugi. 326 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.