Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 10
ÆSKAN
lengnr til jólanna, — barnaskapur, en pað er einmitt eitt
af mörgu góðu við jólin, að þau hjálpa okkur til þess
að varðveita barnið i okkur sem lengst, sá, sem hlakkar
ekki lengur til jólanna, hefur glatað barninu i sér. En á
nœstu jólum syngjum við öll eldri sem yngri: „Sem börn
af hjarta viljum vér, nú vegsemd Jesús flytja þér“. Já,
lif okkar allt viljum við fœra honum, láta hann stjórna
þvi og beina inn i birtu og dýrð guðsrikisins hér á jörðu
og síðar í dýrðarsölunum heima hjá Guði.
Máttur jólanna er slíkur, að enginn fœr mœlt. Friðar-
boðskapur þeirra á engan sinn lika — hann er sterkast-
ur og sannastur: „Verið óhrœddir, þvi sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, þvi að
yður er i dag frelsari feeddur“. Dýrðlegasti fagnaðar- og
frelsisboðskapur, sem fluttur hefur verið á jörð — maður-
inn endurreistur i Guðs ríki: „Svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilift líf.“ Er undur
þó að tilhlölikun jólanna sé mikil hjá ykkur, kœru börn,
og þeim eldri? En sumir segja, að þið lilakkið til jólanna
af annarri ástæðu, — gjafirnar i fallegu umbúðunum. En
ég er þessu ekki alveg sammála. Að vísu er gaman að fá
gjafir, en þó í hófi. En þó að börn hafi aldrei fengið jóla-
gjafir og viti ekkert um slikt, lilakka þau ávallt til jól-
anna. Börnin í Afríku, eða annars staðar, sem hafa nú
fyrst á þessu ári heyrt sagt frá litla barninu, Jesú, sern
fceddist í jötunni i Betlehem — hafa aldrei fengið jóla-
gjafir, en þau hlakka ekki síður en þú til jólanna. Það
eru ekki eingöngu gjafirnar, eins og stóra fólkið segir,
heldur og ekki síður, birtan, Ijóminn, andrúmsloftið, sem
jólin dreifa kringum sig, gæzka, góðvild allra manna á
milli — friður og fögnuður.
Reynum öll að varðveiia þennan stóra eiginleika jól-
anna, alla daga lifsins. Og allir, sem vit hafa á, eiga að
stuðla að því, þá verður sérhver dagur — sérhver stund
tilhlökkunarefni. Þannig dreifum við bezt kringum okk-
ur björtum geislum heilagrar jólahátíðar og þá gerist það,
sem segir í kunnu barnaversi: „Allir englarnir syngja, all-
ar stjörnurnar skina.“ Gjafir eru ykkur gefnar, munið þá
eftir því að hlaupa upp um hálsinn á pabba og mömmu
og þakka þeim þær. En ekki síður að krjúpa niður og
þakka Guði hans stóru gjöf, hann sendi okkur son sinn
— Jesúm Krist.
Hölduih nú öll heilaga jólahátíð i hans nafni og þá
mun rætast það, sem í þessu gullfallega jólaversi segir:
Nú titrar allt um himna’ og heim
af helgri þakkargjörð,
og friðarboðskap fagnar þeim,
er fluttur er á jörð.
Með gleðiboð frá Guði’ ég kem
— hinn góði engill tér.
„Sjá barn er fætt i Betlehem
og barn það Kristur er.“
Kæru vinir Æskunnar, ég veit, að þið hlakkið allir
mjög til jólanna. Þess vegna segi ég að lokum við ylikur:
Guð gefi ykkur öllurn
GLEÐILEG JÓL!
Magnús Guðjónsson.
GÓÐ MYND.
Listamaður einn hafði málað stóra mynd
af Davíð og Golíat. Hann reyndi lengi að
selja myndina, en tókst það ekki. Þá hafði
hann hana til sýnis á ýmsum stöðum, til
þess að fá eittlivað fyrir fyrirhöfn sina.
Bóndi einn sá myndina og leizt svo vel á
hana, að liann hað málarann að mála mynd
af föður sínum.
Málarinn varð mjög glaður og spurði,
hvenær faðir lians gæti komið og setið
fyrir.
„Ó, það getur liann ekki,“ sagði bóndinn.
„Hann hefur legið í gröf sinni í mörg ár.“
„Látið þér mig þá fá ljósmynd af lionum,
svo að ég geti málað eftir henni.“
„Það er engin mynd til af honum,“ sagði
hóndi. „En fyrst þér gátuð málað mynd af
Davið, þá hljótið þér að geta málað mynd
af föður minum, þvi að það er miklu lengra
síðan Davíð dó.“
Málarinn tók nú að mála mynd af gamla
bóndanum. Þegar lienni var lokið, kom
sonurinn, til þess að Iíta á liana, og sagði:
„Hún er ágæt, en óslcöp liefur hann mú
breytzt síðan ég sá hann.“
Kennarinn: „Þú heldur víst, að þú sért
í leikfimi, Eiríkur litli.“
Eirikur: „Hvers vegna segið þér það?“
Kennarinn: „Af þvi að þú hleypur alltaf
yfir setningarnar."
186