Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1960, Síða 23

Æskan - 01.11.1960, Síða 23
ÆSKAN heldur að reyna að koma með mér, hver veit nema ég geti laumað þér fram hjá dyravörðum kóngsins. Þú getur skriðið ofan í sarpinn á mér.“ Og svo gapti haninn aftur og úlfurinn stakk sér ofan í sarpinn á honum og sat þar. Nú var haninn orðinn enn stærri og digrari og baðaði vængjunum, galaði og reigði sig allt hvað af tók og svo hélt hann áfram og þegar hann hafði gengið spottakorn enn, liitti hann björn.. „Góðan daginn, hani sæll," sagði björninn." Hvert ert þú að fara og mikið liggur þér á.“ „Ég er boðinn í veizlu hjá kónginum," svaraði haninn. „Elsku bezti hjartans vinur minn,“ sagði björninn, „þafðu með þér svolítið af veizlumat, þegar þú kemur aft- ur, ég er alveg banhungraður. Það eru liðnir þrír mán- uðir síðan ég hef bragðað mat.“' „Það er ekki til siðs að stinga á sig þegar maður fer úr veizlum,“ svaraði haninn. „En ég get liaft þig með mér upp í höllina og reynt að skjóta þér fram hjá dyravörð- um kóngsins. Þú getur skriðið ofan í sarpinn á mér á meðan.“ Og svo gapti haninn eins og liann gat og gleypti björninn en hann settist hjá hinum, sem þar voru fyrir. En nú var haninn orðinn svo stór og lamdi vængjun- um svo háskalega, að þegar hann kom að hallardyrun- um, urðu dyraverðir kóngsins lafhræddir og földu sig. En haninn rambaði beint inn í stofu til kóngsins. „Kikkilíki, þjófakóngur, viltu koma með kvörnina, sem þú stalst frá henni kisu minni, og það undir eins,“ galaði hann. En kóngurinn kallaði bara á hermennina og sagði þeim að taka þennan hana-dóna og setja hann út i gæsa- stíuna innan um hundrað grimmar gæsir kóngsins, svo að þær rifu lianann í tætlur. Hermennirnir gerðu það, og undir eins komu allar grimmu gæsir kóngsins vaðandi að hananum og ætluðu að rífa hann í sig. En haninn kallaði: „Út með þig, tófa mín, nú er veizlumaturinn tilbúinn handa þér.“ — Og svo gapti þann og tófan kom þjótandi upp úr gininu á honum og inn í gæsahópinn og reif og sleit allt, sem luin náði til. Og eftir skamma stund hafði hún etið allar gæsir kóngsins. Og þegar tófan hafði fengið fylli sína sagði hann: „Nú er bezt, að þú hypjir þig burt áður en kóngurinn kemur. Þú hefur verið svo gráðug, að ég vil ekki taka á mig afleiðingarnar af því, að þú skyldir koma í veizl- una.“ Morguninn eftir sagði kóngurinn við gæsahirðinn sinn, að hann skyldi fara út í stíuna og lireinsa burt það sem eftir væri af hananum, það sæjust ef lil vill nokkrar fjaðr- ir. Én undir eins og hann lauk upp hurðinni kom han- ] RICHAIU) BECK: ÓÐUB Sem fögur Ijósey mitt í húmsins hafi oss hlæja’ að nýju blítt við sjónum jól. Með stjörnukrónu, kærleiks gcislastafi, þau koma eins og langþráð morgunsól., Þau færa birtu’ og yl í bæinn kalda, og berar merkur hýrgar þeirra skin; þau vekja’ og glæða vonarneistann falda í veikum brjóstum — yngja gamlan hlyn. I klukkna-hringing sigursöngvar óma; frá sæ að tind þeir boða nýjan dag; þar heyrast sjálfar-raddir himins hljóma, og hjörtun vermir þeirra dýrðarlag. I»ar talar Hann, sem herra lífs og dauða var hér á jörð, í ástarblíðum róm; hans kenning boðar konungstign hins snauða og konunglegrar sálar rikidóm. Hans lífsorð hljómar hátt í klukknaslögum um helgiþögla, stjörnubjarta nátt; hann eggjar heim að lúta kærleiks lögum og lifa undir merki hans i sátt. Hans lausnarorð sem leiftur-viti bendir til lands, úr sævarhrakning, rnæddri þjóð; hans máttarorð þá morgungeisla sendir, er myrkrið flýr, þeir kveikja andans glóð. inn gargandi beint á móti honum og stikaði beina leið til kóngsins. „Kíkkilíkí,“ galaði hann, „þjófakóngurinn þinn, viltu fá mér kvörnina, senr þú stalst frá henni kisu minni — annars skal ekki fata betur fyrir þér en fór fyrir gæs- unum þínum.‘s Þegar kóngurinn sá, hvernig haninn hafði fariðmeð gæs- irnar hans, varð hann hræddur. En svo kallaði liann á hermennina og sagði þeim að taka þennan ófétis hana og fara með hann niður í kvíarnar hans og láta hann hjá öllum mannýgu hrútunum hans — þeir voru hundr- að — svo að þeir stönguðu hann og dræpu. En ekki var haninn fyrr kominn inn í kvíarnar en hann kallaði lil úlfsins og sagði honum, að nú væri veizlu- maturinn hans tilbúinn. Svo kom úlfurinn og reif alla hrútana í sig og þegar liann hafði etið sig saddan, sagði haninn, að nú skyldi hann koma sér undan sem fyrst, 199

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.