Æskan - 01.11.1960, Blaðsíða 24
ÆSKAN
Hver hefur samid?
1. Keisaravalsinn? a. Lehar.
b. Strauss.
c. Lumbye.
2. Kátu ekkjuna? a. Lumbye.
b. Strauss.
c. Lehar.
j: Hljómlistarþraut. ji
Hér er dálítil hljómlistarþraut, sem flest ykk-
jl ar, sem hafið einhverja hljómlistarþekkingu, get- jl
l! ið áreiðanlega leyst. I>ið strikið aðeins röngu !l
nöfnin út og foerið svo saman við lausnina, en
!; hana er að finna á hlaðsíðu 200 í þessu hlaði. I;
því hann væri svo gráðugur og ófyrirleitinn, að það væri
skömm að honum í hverri veizlu. Og um morguninn, þeg-
ar smali kóngsins kom og ætlaði að l'ara að sleppa hrút-
unum í haga, flaug haninn á hann og beina leið til
kóngsins.
,,Kíkkilíkí,“ galaði liann, „þjófakóngurinn þinn,
viltu koma með kvörnina mína, sem þú stalst frá henni
kisu, undir eins, annars skal ég l'ara með þig eins og ég
fór með alla hrútana þína.“
Þegar kóngurinn fór að athuga kvíarnar varð hann laf-
hræddur, en svo kallaði hann samt á hermennina sína
og sagði þeim að taka hanann og láta hann inn í fjós,
því þar átti kóngurinn hundrað mannýga griðunga, og
þeir mundu áreiðanlega ganga milli bols og höfuðs á
hananum.
Og haninn var ekki fyrr kominn inn í ijósið en allir
griðungarnir settu undir sig hausinn og réðust á hann.
En þá galaði haninn:
„Ut nteð þig, bangsi gamli — hérna er veizlumaturinn
þinn!“ Og svo glennti hann upp ginið og sleppti birnin-
um en hann réðist á griðungahópinn og drap hvert ein-
asta naut. Og þegar björninn hafði etið eins og hann gat,
sagði haninn, að nú væri honum bezt að koma sér und-
an, því að hann hefði alls ekki kunnað að hegða sér í
veizlunni. Og björninn braut gat á fjósvegginn og fór.
Morguninn eftir kom kóngurinn sjálfur með alla karl-
mennina, sem áttu að moka fjósið, því nú þóttist hann
viss um, að ekki væri tangur né tetur eftir af hananunt.
En þá sat haninn ofan á allri nautakosinni og galaði:
„Kíkilíkí, þjófakóngur, komdu hingað með kvörnina
mína, sem þú stalst frá henni kisu, annars skal ég drepa
þig og alla hermennina þína, alveg eins og gæsirnar, hrút-
ana og griðungana þína!“
Þá varð kóngurinn svo hræddur, að hann bað her-
mennina að flýta sér að sækja kvörnina og láta ótætis
hanann fá hana aftur — „og komið þið honum svo burt
hið skjótasta, því annars drepur hann okkur alla. Og
læsið þið vandlega á eftir honum."
Nú fékk haninn kvörnina sína og fór lieim með hana.
Á leiðinni flaug hann upp í tréð, þar sent augun úr kisu
hengu á kvistinum, og tók þau með sér. Og þegar hann
kom heint í kofann sinn, setti hann fyrst augun í köttinn
og svo sagði hann:
„Nú geturðu séð, að ég hef fengið kvörnina aftur.“
Og svo varð kvörnin að mala kaffi og smurt brauð og
mjólk og súkkulaði og kaffibrauð og steik og súpu og
tiglabrauð og fiskbollur — allt sem þau gátu látið sér
detta í hug og sem jjau langaði í.
Síðan lilðu hani og kisa bæði vel og lengi í kofanum,
af Javí að nú Jtorði enginn að taka frá Jaeim kvörnina. Og
séu þau ekki dauð, þá lil'a Jkiu ennþá.
Grautarskálin.
Svar: Karlinn etur úr skál-
inni á 10 mínútum, liann getur
því etið úr 0 skálum á klukku-
stund. Kerling tæmir liana á 15
mínútum, hún ætti J)ví að geta
etið úr 4 skálum á klukkustund,
cða J>au hæði úr 10 skálum.
Lausnm er ]>ví 60 mínútur : 10
= 6 mínútur. VinnumaSur tæm-
ir skálina á 12 mínútum og ætti
J)ví að geta tæmt 5 skálar á
klukkuslund. Öll saman ættu
þau því að geta tæmt 15 skálar
á klukkustund. Lausnin er: 60
mínútur : 15 = 4 minútur. Karl
og kerling tæma J)vi skálina i
félagi á 6 mínútum, en ])au þrjú
eru ekki nema 4 minútur að því,
ef þau leggjast öll á eitt.
Gátur.
Svör: 1. Kirkjuklukka. 2.
Þeir voru feðgar. ,'i. Band-
prjónar. 4. Una.
H1 jómlistarþraut.
Lausn: 1. Strauss. 2. Lehar.
SAFNA EFNI f PÚÐA.
— Ég ætlaði ekki að þekkja
hann pabba þinn, þegar ég sá
liann í gær. Hann hefur rakað
af sér skeggið nú í ]>riðja
sinn.
Sigga litla: — Hann gerði það
ekki sjálfur. Mamma gerði það:
Him er að safna cfni i púða.
★
Heilabrot.
Hér kemur lausn á heilahrot-
um af síðu 222.
200