Æskan - 01.11.1960, Qupperneq 37
ÆSKAN
fílj óðfæraliús
Reykj avíkur
Skömmu eftir að fyrri heimsstyrjöldin
brauzt út kom Ólafur Friðriksson rit-
höfundur heim frá Danmörku eftir margra
ára dvöl þar. Hann var nýkvæntur danskri
konu, Önnu að nafni. Eftir heimkomuna
gerðist lvann ritstjóri Alþýðublaðsins.
Launin fyrir slíkt starf voru þá ekki mikil.
Frú Anna, sem Iiafði mikinn tónlistaráhuga
og nokkra verzlunarþekkingu, stofnsetti
þá Hljóðfærahús Reykjavikur, sem í dag-
legu tali er nefnt Hljóðfærahúsið. I>að er
elzta verzlun landsins, sem verzlar með
tónlistarvörur. Þetta var árið 1916.
Miðaldra Reykvikingar muna eftir Hljóð-
færaliúsinu í Templarasundi, þar sem nú
er Ódýri Markaðurinn; Aðalstræti, þar sem
var Hótel ísland; á Laugavcgi 18 (nú
Liverpool); Austurstræti 1 (nú Bækur og
Ritföng); Austurstræti, þar sem nú er
SÍS, en nú er það til liúsa eins og allir
vita að Bankastræti 7 og hefur verið ]>ar
samfleytt í hráðum 30 ár.
Snemma á þriðja tug aldarinnar voru
sett innflutningshöft á vörur frá útlönd-
Hljóðfærahúsið í Bankastræti 7.
: i-'
um. Ein var sú vörutegund, sem gleymd-
ist að Iiahna innflutning á, en það voru
leðurvörur. Þá stofnsetti frú Anna Leður-
vörudeild Hljóðfæraliússins og hefur verzl-
unin starfað síðan í tvcimur deildum. Þá
uin tíma var svo mikill skortur á tónlist-
arvörum að lengi vel var aðeins ein hljóm-
plata til i verzluninni.
Nokkrum árum siðar hófst ný starfsemi
Hljóðfæraliússins, en það var hl.jómleika-
liald með mörgum heimsfrægum tónlistar-
miinnum. Varð ]>essi liður i starfi fyrir-
tækisins mjög vinsæll og stóð með blóma
fram undir síðari heimsstyrjöldina 1939.
Hendrik Ottósson rithöfundur og frétta-
maður við Útvarpið átti mikinn þátt i
þessari •nýhreytni.
Hljóðfærahúsið hefur á löngum starfs-
ferli aflað sér ýmissa góðra umboða fyrir
heimsþekkt fyrirtæki. Geta má ]>ess, að
fyrstu íslcnzku hljómplöturnar komu út á
]>ess vegum. Þá hefur verzlunin einnig gcf-
ið út mikið af nótum.
Frú Anna Friðrilisson er nýlátin, en af-
komendur hennar reka fyrirtækið áfram.
Verzlunarstjóri er Lúther Jónssón.
213
Séð yfir hluta af tónlistardeildinni.