Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1963, Page 12

Æskan - 01.04.1963, Page 12
 Hvað er klukkan Kort þetta sýnir hin 24 tímabelti, sem getið var hér. Ójöfnur takmarkalínanna stafa af óskum hinna ýmsu ríkja um að hafa sama tíma innan takmarka hiutaðeigandi ríkja. Sjá til dæmis ísland á kortinU' Á vesturströnd Noregs bæri mönnum með réttu að hafa Vestur-Evrópu-tíma, en Mið- og Austur-Ev' rópu-tíma í hinum hlutum landsins. Tölurnar á kortinu sýna tímamismun hinna ýmsu staða, í austuf og vestur frá Greenwich. Eftir kortinu er mjög auðvelt að reikna út hvað tíma líður á hinum ýmsU stöðum hnattarins. að er kunnugt, að sólin kemur fyrr upp á Seyðis- firði en í Reykjavík, og sömuleiðis, að það er dagur hinum megin hnattarins, þegar nótt er hjá okkur — og öfugt. Þetta er eðlileg afleiðing af snúningi jarðarinnar; við vitum, að þegar okkur virðist sólin koma upp í austri og ganga til viðar í vestri, þá er það í rauninni jörðin, sem snýst frá vestri til austurs. Seyðisfjörður, sem liggur austar en Reykjavík, snýst þess vegna fyrr inn í sólar- ljósið, og þegar dagur er hjá okkur, er Ameríka ennþá í skugga. — Hádegi, raunverulegt hádegi — er á hverjum stað, þegar sólin er hæst á lofti, og ættu klukkurnar að vera í samræmi við sólina, mundi skapast við það ógur- legur tímaruglingur. Af hagkvæmum ástæðum hefur jörð- inni verið skipt niður í 24 belti, sem ná (hvert fyrir sig) frá norðurheimskauti til suðurheimskauts og eru að breidd 15 gráður, en tímamismunur þeirra nákvæmlega ein klukkustund. — Innan hvers beltis er sami tími, en beltið fyrir austan er einum tíma á undan og það fyrir vestan einum tíma á eftir. Evrópa nær yfir þrjú tímabelti og er þess vegna talað um Vestur-Evrópu-tíma, Mið-Evrópu- og Austur-Evrópu-tíma. ísland liefur Vestur-Evrópu-tíma, o% þegar klukkan er til dæmis 10 í Reykjavík, er hún 11 1 London, en aðeins 8 á Grænlandi. — Takmark tímabeU' anna samsvarar lengdarbaugunum. Þó er það ekki alUa^’ eins og kortið sýnir, til dæmis til þess að hafa sama tíiOa í sama landi. Tímabeltin hafa það aftur á móti í för me* sér, að þegar ferðast er í vesturátt, verður að seinka klukk' unni, klukkustund eftir klukkustund, en sé farið í austu1 átt, verður að flýta klukkunni á samsvarandi hátt, og ef111 að hafa farið hringinn í kringum jörðina í austur, heí1'1 unnizt lieill dagur, en einn dagur hefur tapazt eftir sömlj ferð í vestur. En til þess að dagsetningin sé sú saina hverjum stað, hvernig sem á stendur, hugsa menn sCÍ landlræðilega dagsetningarlínu, er liggi um óbyggð sví^1 á Kyrrahalinu, og liefur verið samþykkt, að dagsetnh1^ unni skuli breytt í næstliðinn dag, þegar farið er línuna frá vestri til austurs, en breytt í næstkomandi haí’ þegar farið er um línuna lrá austri til vesturs. 112

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.