Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 8

Æskan - 01.04.1964, Blaðsíða 8
ÆSKAN ------------------------------ orgin Skoblje í Júgóslavíu var að heita má lögð í rústir og hundruð manna fórust í landskjálfta 26. júlí 1963. Hér birtast tvær svipmyndir frá landskjálftaborginni. FYRIRBOÐINN Einkennilegur fyrirboði hinna miklu tíðinda gerði vart við sig hjá sautján ára gamalli stúlku, sem bjó hjá foreldrum sínum í fornfálegri, þriggja hæða byggingu í Svipmyndir. Skoblje. Herbergi stúlkunnar var á þriðju hæð, en íbúð fjölskyldunnar að öðru leyti á hæðinni þar undir. Um kvöldið, klukkan ellefu, fimmtudaginn 25. júlí, varð stúlkan allt í einu gripin miklum ótta við að sofa ein í herbergi sínu, en þar hafði hún sofið allt frá 10 ára aldri. Hún varð óróleg og gekk niður til foreldra sinna og fór fram á að fá að sofa þar niðri þessa nótt. Og það gerði hún. Morguninn eftir gjöreyðilagðist þriðja hæð hússins í landskjálftakippnum. Má líklega telja að stúlk- an væri nú ekki í hópi lifenda, ef hún hefði sofið í her- bergi sínu, eins og venjulega, þessa örlagaríku nótt. DÝRIN Vísindamenn halda því fram að dýrin finni það á sér þegar búast má við jarðskjálftum. Myndin sýnir götu eina í borginni Skoblje í Júgóslavíu cftir skjálftana 26. júií 1963. Klukkan eitt, aðfaranótt föstudagsins 26. júlí gerðúsl dýrin í dýragarði Skobljeborgar allt í einu óeirin °\ byrjuðu að öskra og láta öllum illum látum. Fyrst hey^ ist angurvært en kvíðablandið garg ástralsks sléttudýrs, sí an lét gamli Saint Bernhardshundurinn í sér heyra og sVÍ) hvert dýrið af öðru, þar til tugir dýra öskruðu í eint11'1 kór, livert með sínu nefi. Og ljónið tók að lemja inu við búrvegginn, aparnir stukku um eins og óðir v#1'^ og stóri, þunglamalegi flóðhesturinn gerði tilraun til 11. stökkva yfir hálfs annars metra hátt grindverk. Þessi héldust þar til landskjálftinn skók jörðina. Meðan á þessu gekk, sváfu íbúar Skobljeborgar vírt' grunlausir um þá hættu, sem yfir vofði. Vitið þér, að í greifadæminu GIou- cestershire í Englandi fórust fyrra misserið 1963 af umferðarslysum 54 börn á leið í skóla? Vegna þess láta menn nú öll skóla- börn í greifadæminu fá silfurbönd á bandlegg, sem lýsa i myrkri. Vitið þér, að í ýmsum innbrotum ganga þjófar fram hjá mjög auð- fengnu þýfi? I'etta skeði í bænum Lille í Frakk- landi, þar sem tveir ])jófar brutust inn i vefnaðarvöruverksmiðju. Þeir hurfu sem hraðast, þegar það kom í ljós, að verksmiðjan framleiddi að- eins röndótta fangabúninga. ¥ITI» ÞÉR? 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.