Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1964, Síða 14

Æskan - 01.04.1964, Síða 14
ÆSKAN Barnastúkan S V A V A J^arnastúkan SVAVA nr. 38, Rvík, átti 65 ára afmaeli 4. desembei' sl. og var þess minnzt á hátíðafundi, sem haldinn var sunnudaginn 8. des. Tóku þar ýmsir til máls og minntust þessara tímamóta í sögu stúkunnar. Stórgæzlumaður sat fund þennan, flutti kveðjur og þakkir og færði stúk- unni fagran Reglufána að gjöf. Fyrsti gæzlumaður SVÖVU var Sig' urður Júlíus Jóhannesson, þá lækna- nemi, en núverandi gæzlumaður er frú Lára Guðmundsdóttir, kennari- Við flytjum stúkunni SVÖVU nr- 38 hjartanlegar hamingjuóskjr og þakkir fyrir ágæt störf, í tilefni þess' ara tímamóta, og birtum hér tvaer myndir, sem teknar voru á afmæbS' fundinum. Núverandi embættismenn stúkunnar. 65 ARA Félagar og gestir á afmælisfundinum. Bátarnir lágu þarna alveg við sölutorgið og Árný lét sér detta í hug, að svona væri hægt að hafa það á plan- inu fyrir neðan hraðfrystihúsið í Hafnarfirði. Öðrum megin á torginu voru þeir, sem seldu fisk. Þarna var maður með gríðarstóra lúðu og hann skar sneiðar eftir því hvað viðskiptavinunum hentaði. Annar seldi þorsk og einhvern röndóttan fisk, sem Árný kunni ekki að nefna. og svo voru margir, sem seldu krabba og það voru nú meiri krabbarnir. Árnýju leizt ekki meira en svo á, því krabbarnir skriðu, allir út á hlið, og þeir voru ljótir og talsvert svakalegir fannst henni. Eftir að hafa skoðað þessa hlið torgsins, fóru þau að athuga hvað væri á boðstólum hinum megin. Fyrst varð fyrir þeim kona, sem seldi túlípana og önnur blóm. Þar næst var önnur, sem seldi heimatilbúnar brúður í þjóðbúningum. Þessa konu leizt Árnýju bara vel á, enda reyndist hún viðræðugóð og var án efa bezta manneskja. Eftir að hafa talað við konuna og fræðzt um ýmislegt varðandi þjóð- búninga, komu þau til eggjasala og þar næst til konu, sem seldi kál. Þarna var mikið líf og fjör og kaupskapurinn í fullum gangi, enda stendur markaðurinn ekki nema fram yfir hádegi dag hvern. Sumir kauphéðnarnir höfön sett upp stórar regnhlífar til þess að skýla sér fyrir regn- inu, en Árnýju fannst ekki mikið til koma, enda var hlýtt í veðri og líkur fyrir að stytti upp. Þau gengu niður á „Bryggju", en svo nefnist strand' gatan öðrum megin við Víkina, og þar er skrifstofa Flug' félags fslands. Gylfi var önnum kafinn við afgreiðsl11 þegar þau komu, svo ekki var vert að tefja of lengi. Skrif' stofan er vistleg og þar voru margar fallegar myndir fra íslandi og myndir af flugvélum Flugfélagsins. að fara og líta í búðarglugga og Árný sagðist þurfa a® verzla heilmikið. Hún ætlaði að kaupa handa systkyn' um sínum og hún ætlaði að kaupa handa mömmu °S pabba og eitthvað fleira og svo auðvitað eitthvað handa sjálfri sér til minningar um Bergen. 122 Framhald.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.