Æskan - 01.04.1964, Page 26
Tóbakið
er El TUR
"C* ins og tóbak er notað nú á dögum, er
•*“fþað fyrst og fremst tóbaksreykurinn
og áhrif hans, sem við þurfum að kynna
okkur, til þess að gera okkur ljóst, hver
áhrif tóbakið hefur á menn.
Þegar kveikt er í sígarettu, brennur tób-
•akið við tiltölulega mjög háan hita, um
700 stig C. Tóbakið brennur til ösku, en
í reyknum, sem úr því kemur, er bæði nikó-
tín og kolsýrlingur, sem einnig er mikið
eitur. í reyknum hefur auk þess fundizt
tjörukennt efni, sem getur framkallað
krabbamein.
Margir virðast halda, að nikótín tóbaks-
ins brenni með tóbakinu og eyðileggist.
Það er mikill misskilningur. Töluverður
hluti af því gufar upp og fer yfir i reyk-
inn. Hve mikið af því fer yfir i reykinn
er mismunandi eftir ýmsum ástæðum. Ef
menn reykja ofan í sig, fer svo að segja
allt nikotínið ofan í þann sem reykir og
út í blóðið. Jafnvel þótt menn reyki ekki
ofan í sig, er gert ráð fyrir, að tveir þriðju
hlutar nikotínsins sjúgist inn i gegnum
slímhúð munnsins.
Ef 1—2 mg er dælt inn í æð á reykinga-
manni, verður hann fyrir mjög svipuðum
áhrifum eins og liann hefði reykt eina
sígarettu. Talið er, að banvænn skammtur
fyrir fullorðinn mann sé um 50 mg, en sá
skammtur er i reyknum af einum pakka
með 20 sígarettum.
Kolsýrlingur myndast þar sem eitthvað
brennur án þess að hafa nægan aðgang að
súrefni, og svo er háttað með sígarettuna,
])ar sem tóbakið brennur inni í pappír, til-
tölulega þétt samanþjappað, svo að lítið
loft kemst að. f reyk frá einni sígarettu
eru um 20—25 ccm af kolsýrlingi. Kolsýr-
lingurinn hagar sér að einu leyti ólíkt
nikotini: Hann sogast ekki inn í gegnum
munnslimhúðina, heldur kemst hann því
aðeins inn í blóðið, að menn andi reykn-
um ofan í sig eða að sér. Um það bil
helmingur kolsýrlingsins í innöndunar-
loftinu kemst inn í blóðið eða 10—15 ccm
frá einni sígarettu. Kolsýrlingurinn er fast-
ar bundinn við rauðu blóðkornin heldur en
súrefnið, svo að hann útskilst tregt og
naumast að blóðið nái að jafna sig á milli
tveggja sígaretta, ef ört er reykt. Þannig
hefur maður, sem reykir 20—30 sígarettur
á dag, að meðaltali 4—8% af blóði sínu
mettað kolsýrlingi í stað súrefnis. Höfuð-
verkur og önnur óþægindi gera ekki vart
við sig fyrr en kolsýrlingsmagn blóðsins
nemur um 20%, en löngu áður er sjón-
skerpan farin að dvína. Einkum verður
þessara áhrifa vart, ef menn eru í þunnu
lofti, þar sem súrefnisinniliald loftsins er
minna en á iáglendi. Getur þetta komið
sér illa fyrir flugmenn, sem fijúga hátt
og þurfa á allri sinni sjónskerpu að halda-
Af þessum óstæðum ættu flugmenn alls
elcki að reykja. Maður, sem hefur 10%
kolsýrlingi í blóði sinu niðri við sjávarniák
er raunverulega engu betur staddur en ef
hann væri í 12000 feta liæð og reykti ekki-
Ef liann hefur 10% af kolsýrlingi í blóð-
inu í 12000 feta hæð, verkar það á hann
eins og herpingur í æðunum, sem á sxnn
þátt í því að gefa mönnum vissa vellíðan
í bili, þvi að æðasamdi-átturinn eykur mót-
stöðuna i blóðrásinni, sem verður til þesS
að blóðþrýstingurinn hækkar. Hækkunin
á lxlóðþrýstingi verkar þægilega, en allu'
vita, hve hættulegt er að hafa liáan blóð-
þrýsting til lengdar, séi’staklega vegna þess
að þessi aukna mótstaða er aukin áreynsla
fyrir slagæðakerfið, sem líður fyrir þenn-
an aukna þrýsting á veggina, svo að axð-
unum liættir miklu meira en ella til þesS
að kalka. Og hér erum við einmitt komin
•að því, sem mestu máli skiptir í sambandi
við skaðsemi tóbaksins: Það eldir menn
um aldur fram, vegna þess að æðarnar
slitna og kalka fyrr vegna aukinnar á-
reynslu. Annars getum við skipt þexn1
skemmdum, sem tóbakið veldur i líkam-
anum, í þrjá flokka, eftir því hvar skemmd-
anna verður vart: Hjarta, æðar og lungn-
Framhald.
Svar: Á hverju vori auglýsir
Ráðningarstofa Reykjavíkur-
borgar vinnu þessa. Ungling-
arnir vinna einkum að hreins-
un borgarlandsins, i skrúðgörð-
um og á barnaleikvöllum. Auk
þess er mikið starf unnið við
gróðursetningu í Heiðmörk.
Fyrsta sumarið, sem unnið var,
árið 1947, unnu 235 drengir á
aldrinum 13—16 ára og 105
stúlkur á aldrinum 14—16 ára,
en sumarið 1963 voru 158
drengir á aldrinum 12—15 ára
og 177 stúlkur á aldrinum 13—
15 ára við vinnuna.
Landspróf.
Kæra Æska. Viltu gjöra svo vel
að leysa úr þessari spurningu
fyrir mig. Þarf nauðsynlega að
hafa landspróf til þess að kom-
ast í 3. bekk Menntaskóla Ak-
ureyrar? Nægir ekki að liafa
gagnfræðapróf ? Eva.
Svar: Það þarf landspróf.
Jafnaldri í Noregi.
Kæra Æska. Mig langar til að
vita til hvaða blaðs ég á að
snúa mér, ef ég ætla að skrif-
ast á við jafnaldra minn úti í
Noregi.
Gylfi.
Svar: Bezt er fyrir þig að
skrifa til „Norslt Barneblad",
Akersgata 7, Oslo, og biðja það
að birta nafnið þitt.
☆
SKRÝTLA.
„Mamma,“ sagði
Gunna litla, „nú veit
ég hver býr til hest-
ana. Ég sá hann
Halldór járnsmið áð-
an vern að negla á
hest siðasta fótinn.“
134